Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2012, Page 23

Ægir - 01.06.2012, Page 23
23 því að halda um sinn úti lágu veiðihlut- falli því styrking stofnsins hefur marga kosti í för með sér.“ Á meðal kostanna nefnir Jóhann að sterkur stofn er ávísun á stöðugri afla- brögð, sem aftur eykur líkurnar á auknu verðmæti aflans. Um leið verða veiðarn- ar hagkvæmari með jafnari sókn. Fyrir utan að með hóflegri sókn dregur veru- lega úr möguleikum á að stofn taki mikla dýfu. „Gott dæmi um kosti þess að fiskistofn sé sterkur er íslenska sumar- gotssíldin. Sá stofn var ofmetinn um tíma og of fast í hann sótt, en stofninn þoldi það vegna þess hve staða hans var sterk. Og þegar sníkjudýrasýkingin kom upp í stofninum 2008 er ekki ólíklegt að sterk staða hans hafi stuðlað að því að stofn- inn virðist nú vera að braggast. Yngri ár- gangar sem nú eru að koma inn í veiði- stofninn eru nánast ósýktir.“ Jóhann heldur áfram: „Sú hætta er einnig fyrir hendi með of mikilli sókn, að breytingar verði á erfðaeiginleikum fiskistofns – jafnvel óafturkræfar breyt- ingar. Fjölbreytileiki erfðaefnis er hverj- um stofni mikilvægur því það eykur styrk hans og mótstöðu gagnvart nei- kvæðum utanaðkomandi áhrifum. Hóf- leg sókn dregur úr líkum á að slíkt hendi.“ Sama nálgun við Ísland og í Barentshafi – Oft er horft til þorskveiða í Barentshaf- inu og þær bornar saman við veiðarnar hér við land. Því hefur verið haldið fram að stíf sókn á þeim slóðum hafi hreinlega styrkt þorskstofninn sem núna mælist í hæstu hæðum. Hvað er rétt í þessu? „Menn hafa fullyrt að þrátt fyrir að ráðgjöf hafi um áraraðir verið hunsuð í Barentshafinu dafni þorskstofninn sem aldrei fyrr. Staðreyndin er sú að í Bar- entshafinu er fylgt sambærilegum við- miðum og eru í gildi hér við Ísland. Góð nýliðun hefur skilað sér í hækkuðum aflatillögum eftir mikinn niðurskurð á síðasta áratug. Í grunninn er því ekki munur á nálguninni við Ísland og í Bar- entshafi, hverju svo sem menn vilja halda fram.“ – Við fylgjum aflareglu í þorski en hvernig miðar mótun sambærilegra reglna fyrir aðra stofna? „Vottun um sjálfbærar veiðar og krafa um uppruna- og rekjanleikavottorð eru orðin áberandi í alþjóðlegum viðskiptum með fiskafurðir eins og allir í atvinnu- greininni þekkja og við á Hafrannsókna- stofnuninni finnum fyrir í vaxandi mæli vegna fyrirpurna erlendis frá. Þegar afla- regla í þorski var fyrst sett fiskveiðiárið 1995-1996 voru Íslendingar í fararbroddi á þessu sviði en lítil hreyfing hefur verið á málum hérlendis síðan þá. Á síðustu misserum hefur sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið leitt vinnu í sam- starfshópi aðila í sjávarútvegi, fulltrúa stjórnvalda og Hafrannsóknastofnunar- innar, um langtíma nýtingu fiskistofna. Fyrir liggja hugmyndir að aflareglum fyr- ir ýsu, ufsa og gullkarfa og er ekki ólík- legt að ráðuneytið taki afstöðu til þeirra á næstu vikum.“ Engin einhlít skýring Nú er uppsveifla í þorskstofninum en á sama tíma er ýsustofninn í frjálsu falli og er mikið áhyggjuefni. Um ýsustofninn segir í ástandsskýrslu Hafró: „Ekki horfir jafn bjart fyrir ýsustofninum við Ísland, sem hefur verið mjög stór á undanförn- um árum en farið hraðminnkandi. Nú sýna mælingar að stofninn muni minnka á næstu árum þar sem meðalstórir ár- gangar hverfa úr stofninum og við tekur röð af litlum árgöngum. Árgangar 2008– 2011 eru allir metnir mjög litlir og ljóst að þeir geta ekki staðið undir viðlíka veiði og verið hefur á undanförnum ár- um. Því er fyrirséð að stofninn minnki og ráðleggingar um heildarafla lækki á næstu árum.“ Það er eðlilegt að Jóhann sé spurður út í þessa niðursveiflu. Hann segir þetta hafa legið fyrir síðustu árin. Veiðin síðustu ár hafi verið borin uppi af risaárganginum frá 2003 sem ekki nægi til þess að bæta upp meðalárganga í kjölfarið og svo fjóra mjög lélega ár- ganga í röð. En hvað veldur því að ýsu- stofninn hrynur á sama tíma og þorskur- inn blómstrar? Jóhann segir enga einhlíta skýringu á þessu. Hann nefnir þó að hafið í kring- um Ísland virðist nokkurn veginn á miðju kjörútbreiðslusvæði þorsksins á meðan það sé á norðurmörkum kjörút- Karfi krufinn til mergjar í einu af fjölmörgum rannsóknvaverkefnum Hafrannsóknastofnunarinnar. Staðreyndin er sú að í Barentshafinu er fylgt sambæri- legum viðmiðum og eru í gildi hér við Ísland. Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.