Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2012, Side 26

Ægir - 01.06.2012, Side 26
26 á síðustu öld og hafa haft mikil áhrif á uppvaxtarskilyrði í hafinu. Frá 1920 og allt fram til 1965 hafi verið hlýindaskeið, síðan komu hafísárin 1965-1972, þá lið- lega 20 ára sveiflukenndur kafli og svo annað hlýindaskeið síðustu 15 árin. „Spár okkar um sveiflur í umhverfisskil- yrðum byggja á sögulegum gögnum, sem hefur sínar takmarkanir því þó sag- an endurtaki sig þá kemur náttúran okk- ur alltaf á óvart.“ Samspil sóknar og hámarksafla – Eru aðrar leiðir hentugri við stjórnun veiðanna? „Hafrannsóknastofnunin leggur að- eins til hámarksafla, auk takmarkana sem lúta að einstökum veiðarfærum, svæðatakmörkunum í tíma og rúmi. Fiskifræðin að baki mismunandi aðferð- um við fiskveiðistjórnun er nánast sú sama, t.d. í aflamarkskerfi sem hér hefur tíðkast og í sóknarmarkskerfi sem stuðst er við víða í Evrópu. Í öllum tilvikum þarf að áætla hæfilegan hámarksafla og takmarka svo veiðar með aflamarki eða fjölda sóknardaga í sóknarstýringu svo kerfið haldi. Til að vel til takist, þarf kerfið að grípa strax til aðgerða í sam- ræmi við ástand fiskistofns. Í aflamarks- kerfi liggur beint við að setja aflamark í samræmi við hæfilegan hámarksafla. Í sóknarstýringu þarf á sama hátt strax að draga úr sókn til samræmis við veiðiþol- ið og hafa í huga að tækniframfarir auka sóknargetu flotans árlega. Giskað hefur verið á að þetta geti numið 5% á ári sem þýðir að fækka þarf sóknardögum sem þessu nemur á hverju ári ef ekki á að koma til sóknaraukningar. Þetta hamlar því oft að dregið sé nægilega úr sókn.“ – Andstæðingar aflamarkskerfisins hafa gjarnan vísað til Færeyja, þar sem sóknarmark hefur verið notað og vilja taka það upp hér. Má skilja þetta sem svo að þú afskrifir sóknarkerfi sem valkost við stjórn fiskveiða hér við land? „Það er mikilvægt þegar þetta er skoðað að hafa hugfast að ekkert kerfi er gallalaust og t.d. má færa rök fyrir því að við vissar aðstæður geti verið hvati til brottkasts í aflamarkskerfi, sem e.t.v. er minna til staðar í sóknarmarkskerfi. Þekkt er að viss hætta á of mikilli fjár- festingu í tækjum og búnaði í kerfi sem skammtar aðgang að auðlindinni með sókn eða dagafjölda. Eins virðist tregða í slíku kerfi að draga nægilega úr sókn þegar þess gerist þörf vegna tækniþró- unar. Þannig að þó svo að hægt sé að ná árangri í fiskveiðistjórnun með ýms- um hætti ef nægur agi og vilji er fyrir hendi, þá tel ég að það kerfi sem hér hefur þróast hafi reynst vel í að ná þeim árangri sem að var stefnt þó vitaskuld megi alltaf bæta árangurinn og það hljóti ávallt að vera markmiðið.“ Tryggja þarf fjármagn til grunnrannsókna Jóhann segir að þrátt fyrir margvíslega óvissuþætti af náttúrunnar hendi megi draga úr óvissu í niðurstöðum sé sýna- taka gerð á tölfræðilega réttum forsend- um og bestu aðferðir notaðar. „Við stundum margvíslegar rannsóknir til þess að renna stoðum undir það starf sem hjá okkur er unnið. Þar má nefna víðtækar umhverfisrannsóknir með skipum, rek- baujum og gervitunglum. Við stundum botnrannsóknir með fjölgeislamælum og kvikmyndavélum, auk hefðbundinna rannsókna með veiðarfærum. Svo notum við auðvitað margvísleg veiðigögn til stuðnings okkar útreikningum og áætl- unum.“ Jóhann segir það algjört grundvallar- atriði fyrir árangur í stjórn fiskveiða að stundaðar séu öflugar rannsóknir. Hann segir rannsóknir sérfræðinga stofnunar- innar í fremstu röð á alþjóðlegan mæli- kvarða og að víða sé litið til árangurs ís- lenskra vísindamanna. Hann hefur ekki orð á því að fyrra bragði en þegar hann er inntur eftir því hvort stofnunin hafi úr nægu fjármagni að spila má lesa úr svip- brigðum hans að svo sé tæpast. Á orð- um hans má merkja að hann ber ákveð- inn kvíðboga fyrir hugmyndum um hvernig stofnuninni er ætlað að fjár- magna sig á næstu árum. „Heildargjöld stofnunarinnar árið 2002 voru 1,4 milljarður og olían tæplega 4% útgjaldanna. Til samanburðar má nefna að heildargjöld Hafrannsóknastofnunar- innar voru 2,3 milljarðar árið 2011 og þar af nam kostnaður vegna olíukaupa tæplega 12% útgjaldanna. Hlutfall sér- tekna okkar var 21,5% um aldamótin en var komið í 42% í fyrra. Hugmyndir hafa verið viðraðar um að byggja haf- og fiskirannsóknir hér á landi á samkeppn- issjóðum líkt og kallað er eftir t.d. í há- skólasamfélaginu þar sem verkefnaval er frjálst og allt annars eðlis. Starfsemi Haf- rannsóknastofnunarinnar er að stærstum hluta þjónusta við stjórnvöld og atvinnu- líf – nauðsynleg vöktun og eftirlit með þessari mikilvægustu auðlind okkar sem er endurnýjanleg um ókomin ár ef rétt er á haldið. Þó samkeppni sé oft af hinu góða hefur stofnunin ákveðnum grunn- skyldum að gegna í samfélaginu sem verða seint fjármagnaðar eins og lagt er til. Fjármagn til starfseminnar verður að tryggja með öðrum og öruggari hætti,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar. Makríll veginn og mældur í rannsóknaleiðangri á vegum Hafró. Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.