Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2012, Page 30

Ægir - 01.06.2012, Page 30
30 Á tyllidögum tala stjórnvöld digurbarkalega um að efla eigi aðgang almennings að auðlindum landsins og að jafnvel eigi að setja allan fisk á íslenska fiskmarkaði. Eðli- legt er að spyrja hverjar séu efndir þeirra orða. Þegar grannt er skoðað sjá allir sem vilja sjá að aðgerðir og tillögur stjórnvalda hafa haft þau áhrif að fiski er beinlínis beint í viðskipti framhjá íslenskum fiskmörk- uðum. Spyrja má hvort þetta sé í raun markmið stjórnvalda þegar upp er staðið. Enda er hvergi að sjá í málflutningi né gjörðum stjórnvalda að efla eigi íslenska fiskmarkaði. Þegar frumvörp um auð- lindagjald og stjórn fiskveiða, sem hafa verið til meðferðar á Alþingi, eru skoðuð kemur orðið „fiskmarkaður“ einungis tvisvar fyrir í allri þeirri lesn- ingu. Hvergi er að finna til- lögur og ekki einu sinni reynt að verja þá stöðu og það uppbyggingarstarf sem ís- lenskir fiskmarkaðir hafa sýnt á undanförnum rúmum tveimur áratugum. Samþjöppun og afturhvarf til fortíðarkerfis Með auknum afskiptum stjórnvalda af því hver fær að veiða fisk, þ.e. með úthlutun- um á verulega auknu magni í svokallaða byggðatengda potta er verið að draga fisk út af fiskmörkuðum og beina mönnum í bein viðskipti og viðskiptahætti eins og þeir tíðkuðust hér á landi fyrir þremur til fjórum áratugum. Fiskmarkaður Íslands lét vinna skýrslu um áhrif fram- angreindra frumvarpa á starf- semi fiskmarkaða, sjá skýrslu http://fmis.is/tilkynningar, Þar kemur glöggt fram að allar gjörðir stjórnvalda stuðla að meiri samþjöppun í sjávar- útvegi þ.e. að sá stóri verður stærri en miðlungs og minni útgerð minnkar. Leggst í sumum tilfellum af. Verið er að beina aðilum í allra smæstu útgerðina, til dæmis í strandveiðar og til þeirra stærstu. Ekki má skilja svo að ég hafi neitt á móti stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi nema síður væri en ég tel mjög óskynsamlegt að vera með forræðishyggju og mið- stýringu að hætti núverandi stjórnvalda um það hvernig við gerum út, verkum og selj- um fisk. Skýrslan sýnir að umrædd lög og frumvörp munu hafa hvað neikvæðust áhrif á svokallaðar milli- og minni útgerðir. Þessar útgerð- ir hafa lagt til stóran hluta þess afla sem seldur er á ís- lenskum fiskmörkuðum og séð til þess að allir sem starfa í greininni eða hafa til þess vilja að hefja vinnslu og sölu á fiski hafa haft jafnan að- gang að hráefni. Það eru jú mörg fyrirtæki sem skaffa mörgum fjölskyld- um lífsviðurværi sem kaupa megnið og / eða allt sitt hrá- efni til vinnslunar á íslenskum fiskmörkuðum. Þessi fyrirtæki eiga auðvitað fullan tilverurétt líka eins og önnur en með F I S K M A R K A Ð I R Fiskmarkaðir og stjórnvöld Fiskurinn í sjónum er ekki auðlind ef enginn á skip og býr yfir kunnáttu til að veiða hann. Greinarhöfundur er Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fisksmarkaðs Íslands.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.