Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2013, Page 14

Ægir - 01.01.2013, Page 14
uðum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Fersk þorskflök og hnakkastykki hafa einnig verði seld á markað á megin- landi Evrópu. Þá vinnur fé- lagið einnig afurðir úr ýsu og ufsa sem að stórum hluta fara á markað í Evrópu. Kristján segir að verulegar sveiflur séu á þessum markaði og nefnir sem dæmi að 14 evrur hafi fengist fyrir fersk þorsk- flök þegar mest var en verð hrapað niður í 8 evrur þegar það var lægst. „Það eru fleiri en ein skýring á því hvers vegna verðið sveiflast með þessum hætti,“ segir hann og nefnir að staða íslensku af- urðanna fari meðal annars eftir aflabrögðum Norð- manna. Þeirra vertíð nái há- marki að vorlagi, í mars og apríl en fjari svo út þegar líð- ur á sumarið. Við það styrkist staðan, Íslendingar komi þá sterkari inn á markaðinn og verðið potist þá yfirleitt svo- lítið upp í leiðinni. Hann seg- ir að sami hrynjandi hafi ver- ið á liðnu ári og á árinu þar á undan og fátt bendi til annars en fyrri hluti þessa árs í það minnsta verði með svipuðum hætti. „Ég sé ekki að á þessu verði miklar breytingar þó Norðmenn séu stöðugt að reyna að minnka sinn stóra aflatopp á vormánuðum,“ segir hann. Úr seljenda- í kaupenda- markað Kristján segir að einnig skipti máli aukið framboð á Bar- entshafsþorski, bæði rúss- neskum og norskum, sem sé seldur heilfrystur til Asíu og leiði til aukinnar framleiðslu þar á tvífrystum þorskflökum. Einkum er hér um að ræða afurðir frá vinnslum í Kína sem íslenski einfrysti þorskur- inn lendir í samkeppni við. Þegar mesta vertíðarveiðin í Noregi er um garð gengin vonast Kristján til að verð muni hækka eitthvað, en stóra spurningin sé hversu lágt niður verðið fari áður en botninum verði náð. „Um það er erfitt að spá,“ segir hann. Kristján segir að breytingar hafi á liðnum árum orðið á afurðamark- aði fyrir fisk. Hann hafi snúist úr því að vera selj- endamarkað- ur yfir í kaup- endamarkað og Íslendingar séu honum óvanir, „en ég hef samt enga trú á öðru en að við munum laga okkur að þessum breyttu aðstæðum með tímanum.“ Fjölmörg tækifæri Tækifærin eru fjölmörg að mati Kristjáns. „Það þarf að hafa mun meira fyrir hlutun- um en áður, en við höfum möguleikana og tækifærin, það er ekki spurning,“ segir hann og nefnir m.a. að hægt sé að fara út í enn frekari sér- vinnslu, hverfa meira frá stöðluðu pakkningunum og sækja þess í stað inn á mark- að með sérunnar vörur. Þá liggi tækifæri í tækniþróun, landvinnsla hér á landi sé af- ar tæknivædd og sífellt sé verið að þróa nýjan búnað sem geri umhverfi starfsgrein- arinnar betra. Enn betri með- ferð hráefnis og kæling þess skapi einnig tækifæri fyrir ís- lenskar afurðir á erlendum mörkuðum. Staðan sé vissu- lega ágæt um þessar mundir en alltaf megi gera betur. Þurfum að huga að markaðssetningu „Markaðssetning er líka nokkuð sem við þurfum að huga vel og vandlega að og getum bætt til muna. Staðan er þannig að of margir eru að selja, einkum smáir aðilar og að mínu mati er ekki nægileg áhersla lögð á það í markaðs- setningu að um hreina, ferska og að öllu jöfnu einfrysta ís- lenska afurð er að ræða. Ís- lenski fiskurinn er gæðavara, allt önnur vara en t.d. tvífryst- ur fiskur frá Kína eða Eystra- saltslöndunum. Við höfum að mínu mati ekki lagt næga áherslu á að benda á þetta. Við þurfum að markaðssetja okkur vöru á þann hátt að við búum til ákveðna sér- stöðu, bjóðum gæðavöru. Á þann hátt gætum við ef til vill þokað verðinu upp á við,“ segir Kristján. Margir söluaðil- ar og smáir eigi í harðri sam- keppni og þá falli menn á stundum í þá freistni að bjóða of lág verð til að ná sölu. „Það er erfitt að eiga við þetta, en með því að vanda sig á sölusviðinu, snúa bök- um saman og koma fram sem ein heild sem býður upp á gæðavöru held ég að við gætum náð góðum árangri, hækkað verð afurða og feng- ið þannig meiri virðisauka út úr okkar hráefni.“ Ekki næg samstaða Samstaðan er að mati Krist- jáns ekki næg eins og sakir standa. Árangurinn yrði meiri og betri kæmu seljendur fram sem færri og stærri heildir og héldu á lofti gæðum vörunn- ar. Kynna þurfi hana sem ís- lenska ferska eða einfrysta gæðaafurð. „Við erum vanir því, Íslendingar, að vera á kaupendamarkaði og vorum það um árabil, en staðan er önnur og nú þurfum við að fara þá brekku sem breyting- in yfir í seljendamarkað er. Við þurfum að hafa meira fyrir þessu en áður, þetta er ekki eins auðvelt og var, en ég hef fulla trú á að við mun- um komast upp þessa brekku. Farsælast væri að snúa bökum saman og koma fram sem sterk heild, stórir og sterkir söluaðilar vega þungt þegar við höfum vind- inn í fangið,“ segir Kristján. Afurðaverð lækkaði talsvert á liðnu ári og sú þróun hefur haldið áfram í ársbyrjun 2013. Markaðssetning er líka nokkuð sem við þurfum Við erum vanir því Íslendingar að vera á kaupenda- markaði og vorum það um árabil, en staðan er önnur og nú þurfum við að fara þá brekku sem breytingin yfir í seljenda- markað er.“ F I S K V I N N S L A 14

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.