Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2013, Side 26

Ægir - 01.01.2013, Side 26
hætta að horfa einungis á magntölur og líta þess í stað á gæðin. Við ættum að gera vertíðina og aflann upp á gæðum en ekki magni, hvað stór aflans kemur í bestu gæðaflokkana en ekki tonnafjöld- ann. Við erum að fara í gegnum ákveðið samkeppnisskeið núna. Það er gífurlegt framboð af hvítum fiski á heimsmarkaði frá Noregi og fleiri löndum. Það er því lykilatriði að við leggjum áherslu á hrá- efnisgæðin.“ Fiskmat í molum Sigurjón segir það anga af þessu vanda- máli að of lítill greinarmunur er gerður á verði gæðafisks og lélegs fisks á fisk- mörkuðunum. „Menn eiga að gera miklu meiri greinarmun á þessu. Í Danmörku fást 25 danskar krónur fyrir góðan fisk en ekki nema 10 eða 8 krónur fyrir lé- legan fisk. Munurinn er þrefaldur þar en það sést ekki á fiskmörkuðum hér á landi. Fiskmatið má vera betra.“ Sigurjón bendir einnig á að það sem gefur okkur mikið í aðra hönd eru hin svokölluðu aukahráefni. En til þess að nýta þau verða hráefnisgæðin að vera í lagi. Og enn og aftur kemur hann að nauðsyn blæðingar og kælingar um borð í skipunum. Í stærri skipum, þar sem gott pláss er um borð, er auðveldara að halda utan um gæðahráefni og um leið er auðveld- ara að flokka hráefnin sé fiskurinn slægður um borð. Með því er unnt að halda utan um lifrina, hrognin og sumir eru einnig farnir að hirða svilin. Þar með er nánast allur fiskurinn nýttur. „Innyflin eru um það bil 10% þyngdar þorsksins og þar af er lifrin um helming- ur. Á hrygningarskeiði eru innyflin kom- in upp í 15-25% af þyngdinni. Gotan er þá komin upp í að vera 10-15% af fiskin- um. Auðvitað er því um að gera að halda vel utan um þessi aukahráefni um borð í skipunum. Komi fiskurinn ós- lægður að landi er fyrsta skrefið að láta hann blæða um borð. Einnig þarf að þvo hann og í þvottinum á hann um leið að vera í kælingu. Svo á að ísa hann vel í lestina. Markmið hvers útgerðarmanns ætti að vera að hafa hitastigið sem næst núlli og hitinn ætti alls ekki að fara yfir fjórar gráður. Danir og fleiri þjóðir dæma þann fisk frá sem vanhæfan til manneld- is sem fer yfir fjórar gráður í hita.“ Þorskvöðvi 800 sinnum viðkvæmari en lambslæri Sigurjón segir mikla brotalöm í kælingu fisks. Dæmi séu um að fiskurinn sé með- höndlaður í allt að 10 gráða hita. Fiskur sem nær þessu hitastigi fer mjög hratt í dauðastirðnun og þegar það gerist læsast vöðvarnir og þeir springa. Afleiðingin er sú að mikið los kemur í fiskinn. „Þorskvöðvi er 800 sinnum viðkvæm- ari en lambslæri. Ég held að fáir myndu sætta sig við það að lambalærum væri Æ G I S V I Ð T A L I Ð 26 Grunnurinn að gæðum er lagður út á sjó. Kæling aflans er algjört lykilatriði. Við þurfum að ná samstöðu um það að þeir sem nýta auðlindina eigi að nýta hana með því hugarfari að við fáum bestu gæðin út úr henni. Um leið og gæðin eru í lagi fáum við líka mestu verðmætin. Stærsti hluti útgerðarmanna og skipstjórnarmanna stunda fiskveiðar með þessu hugarfari en það er samt misbrestur á þessu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.