Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2013, Síða 28

Ægir - 01.01.2013, Síða 28
28 hellt úr einu kari í annað og menn jafn- vel tröðkuðu ofan á þeim. Því miður sjást enn dæmi um þetta í íslenskum sjávarútvegi. Kjöthamar er notaður til að mýkja lambakjötið en eitt högg á þorsk- vöðvann dugar til þess að mölbrjóta hann og breyta honum í plokkfisk. Þetta er 800 sinnum viðkvæmari vara en lambakjötið.“ Sigurjón segir að ekki sé hægt að tala um að við séum búin að fullnýta auð- lindina meðan við getum ekki haldið betur utan um hráefnismeðhöndlunina og kælinguna í hluta flotans. „Sterk keðja er aldrei sterkari en veik- asti hlekkur hennar. Við þurfum að ná samstöðu um það að þeir sem nýta auð- lindina eigi að nýta hana með því hugar- fari að við fáum bestu gæðin út úr henni. Um leið og gæðin eru í lagi fáum við líka mestu verðmætin. Stærsti hluti útgerðarmanna og skipstjórnarmanna stunda fiskveiðar með þessu hugarfari en það er samt misbrestur á þessu.“ Miklar framfarir hafa orðið Sigurjón segir að stærstu skipin séu mjög vel undir það búin að auka gæði aflans og standi sig vel á því sviði. „Undantekningalaust hafa orðið mjög miklar framfarir hvað varðar blóðgun og kælingu. Nýtingin á hráefninu hefur margfaldast. Þetta sést glöggt á niðursoð- inni lifur, sem rauk úr fáeinum milljón- um dósa í 26 milljónir dósa árið 2011. Núna er þessi vinnsla farin að nálgast 30 milljónir dósir. Nú er orðin mikil sam- keppni milli niðursuðu- og lýsisfyrirtækj- anna um hráefni sem hefur leitt til verð- hækkana á lifur. Frystitogararnir hafa gert átak og koma nú með afskurð að landi í meira magni en áður var. Öll hrogn sem koma um borð fara í land en það er verið að vinna í því að finna leið- ir að koma með lifrina meira í land en það getur tekið nokkurn tíma. Markmið er að þessi auka vinnsla skil góðu hrá- efni og auknum verðmætum með sem minnstum tilkostnaði. Þorskhausar koma í þó nokkuð miklu magni í land. Verð- mæti hertra þorskhausa er um 6 milljarð- ar króna á ári. Við flytjum út 12-14 þús- und tonn af hertum þorskhausum. Til þess að framleiða 14 þúsund tonn þarf um 70 þúsund tonn af blautu hráefni.“ En sem fyrr snýst verðmætasköpunin að stærstum hluta um að skila á land góðu hráefni. Sigurjón segir að hráefnis- gæðin líka ráðast af því að menn þekki hráefnið, á hvaða árstíma það er best og hvaða veiðisvæði eru best. „Við vitum það náttúrulega að fiskur- inn er bestur á tímabilinu frá byrjun september til byrjunar apríl. Við ættum að leggja ofuráhersla að ná sem mestu af aflanum í vinnslu á þessu tímabili. Þá eru markaðirnir bestir, verðið í hæstu hæðum og hráefnið best. Á þessum tíma nálgast fiskurinn hrygningu en í maí, júní, júlí er hann mjög viðkvæmur. Á þessum árstíma, á sumrin, ætti í raun og veru ekki að leyfa veiðar nema sérstak- lega sé vel staðið að kælingu.“ Fiskvinnsla hjá Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum. Sigurjón segir að í harðri samkeppni á hvítfiskmörkuðum við t.d. Norðmenn eigi Íslendingar besta möguleika á sigri á hráefnisgæðunum. Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.