Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2013, Síða 30

Ægir - 01.01.2013, Síða 30
30 Fyrirtækið Stólpi-Gámar ehf. í Klettagörðum í Reykjavík hef- ur til sölu eða leigu 20 og 40 feta frystigáma fyrir sjávarút- veginn og segir Hilmar Hákon- arson að margir nýti sér þá þjónustu að leigja gáma til skemmri tíma. Hann segir að markaðurinn hafi tekið vel við þessari þjónustu en með því að leigja frystigámana geti fyrirtækin mætt toppum í starfseminni og leyst tíma- bundin geymsluvandræði með einföldum hætti. „Í stað þess að fjárfesta í frystigámum geta fyrirtækin leigt þá af okkur en við flytj- um þá að sjálfsögðu á stað- inn og tökum til baka að lok- inni notkun fyrir vægt verð. Þetta hefur mælst afar vel fyr- ir,“ segir Hilmar Hákonarson, sölustjóri fyrirtækisins. Stólpi Gámar hafa um ára- bil annast viðgerðir á vöru- flutningagámum og einnig keypt laskaða gáma og gert upp til endursölu. Fyrirtækið býður til sölu og leigu flutn- ings- og geymslugáma í öll- um stærðum og gerðum, bæði notaða og nýja, s.s. þurrgáma, einangraða gáma, frystigáma og tankgáma. Þá er fyrirtækið einnig með fjöl- margar stærðir af gámum og gámahúsum til sölu og leigu sem geta nýst sem geymsla undir lager, fyrir árstíða- bundnar vörur, búslóðir og margt fleira. Stólpi-Gámar er samstarfsaðili Con- tainex hér á landi. „Við hjá Stólpa- Gámum eigum ávallt á lag- er tilbúin gámahús til ýmissa nota, t.d. sem við- bótar gisti- rými fyrir verktaka, ferðarþjón- ustu, skrif- stofur, kaffi- stofur og margt fleira. Einnig býður fyrirtækið WC einingar sem koma með öllum tækjum og lögnum og eru tilbúin til notkunar.“ Að sögn Hilmars er aðalkostur- inn við gámahúsin sá að þau koma algerlega tilbúin til notkunar og er ekkert annað eftir en að tengja þau við vatn og rafmagn. Hægt er að raða saman mörgum gámum og mynda þar með stærri rými, einnig er hægt að stafla þeim upp og spara þar með pláss – möguleikarnir eru nánast ótæmandi. Stólpi ehf. er gamalgróið fyrirtæki sem hóf starfsemi sína 1974. Stólpi ehf. er til húsa að Klettagörðum 5 í Reykjavík en þar er fyrirtækið með gámaviðgerðir, járn- smiðju og trésmiðju í 875 m2 húsnæði. Stólpi-Gámar ehf.: Frysti- gámar og gáma- hús Hilmar Hákonarson sölustjóri við frystigáma á athafnasvæði fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík. Þ J Ó N U S T A

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.