Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2013, Page 38

Ægir - 01.01.2013, Page 38
að hugsa þær fyrir þarfir strandveiðiflotans. Hröð kæl- ing er mikilvæg í öllu ferlinu, allt frá móttökunni og niður í lest skipanna. Við vitum af reynslunni að kælingin hefur allt að segja fyrir gæði aflans og hún er aðal atriðið þegar upp er staðið. Íslendingar eiga í harðri samkeppni á ferskfiskmörkuðum erlendis við tvífrystan fisk og í þeirri samkeppni skiptir hver dagur í lengri hillulíftíma öllu máli. Að mínu mati er vitundin hér á landi um þessi mál mjög að aukast en samt sem áður er fjárfestingin of lítil. Hún þarf að aukast og styrkja þar með samkeppnishæfni okkar á mörkuðum. Aukin gæði og hærra verð þurfa að haldast í hendur,“ segir Þorsteinn. Bæði fyrir skip og landvinnslur Fljótandi ísinn, sem fram- leiddar eru með vélum Thor Ice, hefur breytilegan hita í upphafi eftir því hversu þykkur hann er. Hitastigið er jafnan á bilinu mínus tvær til þrjár gráður í upphafi. Vél- búnaðinum er komið fyrir á vinnsluþilfari togaranna og er ísinn framleiddur úr sjó. Eins og áður segir er algengt að ísinn sé notaður til að kæla aflann niður strax í móttöku á vinnsluþilfari. Breytilegt er síðan eftir aðstæðum hvernig ísinn er notaður í vinnsluferl- inu til að tryggja að hráefnið haldist jafnan í sem bestri kælingu. „Í þeim tilfellum þegar við setjum vélarnar upp fyrir landvinnslu erum við með búnaðinn í gámum við land- vinnsluhúsin. Okkar ís-krapa- strokkar hafa verið settir í slík kerfi hérlendis og m.a. í upp- sjávarvinnslu Ísfélags Vest- mannaeyja þar sem mjög góður árangur er af notkun fljótandi íss. Kæling ehf. bjó þau kerfi til með ískrapa- strokkum frá Thor Ice. Það eru víða möguleikar til að koma þessum kerfum fyrir enda af hinu góða að geta tryggt kælingu hráefnisins á öllum stigum vinnslunnar,“ segir Þorsteinn. Thor Ice hefur frá upphafi annast þróun, framleiðslu á ískrapastrokkum vélanna og markaðssetningu búnaðarins en frá árinu 2006 hefur Kæl- ing hf. verið samstarfsaðili fyrirtækisins á Íslandi í smíð- um og uppsetningu. „Ég hef fulla trú á að markaðurinn hér heima eigi eftir að taka talsvert við sér á næstunni. Það mæli ég af auknum áhuga á hráefnis- gæðum sem er lykilatriði í framleiðslu á samkeppnisfær- ari afurðum á neytendamark- aði,“ segir Þorsteinn Víg- lundsson. Hér sést ískrapakerfi frá Thor Ice ehf. í stórum gámi við landvinnslu í Skotlandi. Þetta er vistvænt ammoníakkerfi sem framleiðir 300 tonn af ískrapa á sólarhring. Þróun á þessu kerfi var styrkt af Tækniþróunarsjóði. Þ J Ó N U S T A 38

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.