Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 4
9. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Það sem gerir verkefnið mögulegt er að til þess fékkst Horizon 2020 styrkur [ramma- áætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun]; sá fyrsti sem fellur Háskóla Íslands í skaut. Upp- hæðin er fjórar milljónir evra, eða tæpar 600 milljónir króna. Rúnar segir að um 30 pró- sent styrksins renni til Háskóla Íslands en samstarfsaðilarnir, bæði háskólar og tæknifyrir- tæki, eru í Póllandi, Ungverja- landi, Rúmeníu og Ítalíu. Sálfræðideild Háskóla Íslands vinnur með iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunar- fræðideild skólans, og mun ann- ast mat á því hversu vel gengur að laga notandann að búnað- inum. „Í raun á að meta hvort bún- aðurinn verður hluti af þeim – notkunin verði ósjálfráð – en notandinn sé ekki sífellt að hugsa um hann. Eins hvaða hljóð henta best og pirrar fólk minnst. Þetta á ekki að vera áreiti heldur eitthvað sem styð- ur fólk í daglegu lífi,“ segir Rúnar. Verkefnið er eitt þeirra sem kynnt verða á Degi verkfræð- innar 2015 á Hilton Reykjavík Nordica á morgun. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is NÝSKÖPUN „Við ætlum að veita blindum sýn í krafti þeirrar tækni sem nú fleygir fram,“ segir Rúnar Unnþórsson, lektor við Háskóla Íslands og verkefn- isstjóri Sound of Vision, þriggja ára samstarfsverkefnis fimm Evrópulanda um hátæknibúnað fyrir blinda sem byggir á hljóði og snertiskynjun. Miðstöðin – þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta er samstarfsaðili HÍ en undirbún- ingsvinna hófst í janúar. Í hnotskurn útskýrir Rúnar að verkefnið snúi að gerð tölvu- líkana í þrívídd (3D) sem verða túlkuð yfir í tvenns konar upp- lýsingar; hljóð og snertingu – eða þær upplýsingar sem blint fólk notar í sínu daglega lífi. „Tæknin snýst um að fólk þurfi ekki að þreifa fyrir sér heldur skynji hluti lengra frá sér, en okkar höfuðverkur verð- ur aðallega sá að túlka 3D-lík- önin yfir í hljóð og snertingu,“ segir Rúnar en snertihluti verk- efnisins er þegar stórt svið við þróun tölvuleikja – eða að búa til titring og aðra snertingu við spilarann. „Þessa tækni ætlum við að nýta okkur því hljóðið leysir ekki allt. Þetta snýr ekki síst að eldra fólki sem hefur misst sjón en hefur jafnframt misst heyrn.“ Þjálfun þeirra sem búnaðinn koma til með að nota er einnig í forgrunni. „Við ætlum að búa til hermi fyrir blint fólk til að æfa sig og þar munum við líka meta árang- urinn af tækinu. Þetta verður sett upp eins og tölvuleikur þar sem þú ferð úr einu borði í annað. Útskráðir eiga að geta farið út að labba með Sound of Vision-búnaðinn,“ segir Rúnar. Ætla að gefa blindum „sýn“ Háskóli Íslands leiðir stórt verkefni fimm Evrópulanda þar sem búa á til hátæknibúnað fyrir blinda sem byggir á þrívíddartækni – og hefur snertifleti við þróun tölvuleikja. Um 600 milljóna króna styrkur fékkst frá ESB. Við ætlum að búa til hermi fyrir blint fólk til að æfa sig og þar munum við líka meta árangurinn af tækinu. Þetta verður sett upp eins og tölvuleikur þar sem þú ferð úr einu borði í annað. Rúnar Unnþórsson Vor í Róm Verð frá Flugsæti fram og til baka *Verð án Vildarpunkta 59.900 kr. Fararstjórar: Guðmundur V. Karlsson og Sr. Þórhallur Heimisson Flogið með Icelandair 49.900 kr.* 30. apríl í 4 nætur og 12.500 Vildarpunktar HJÁLPARSTARF SOS Barnaþorpin eru um þessar mundir að byggja 600 heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í fellibyl sem reið yfir Filippseyjar í nóvem- ber 2013. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín. SOS tóku þátt í neyðaraðstoð- inni, meðal annars með þessum húsbyggingum en utanríkisráðu- neytið styrkti verkefnið sem og fjöldi einstaklinga og fyrirtækja. Alls sendu SOS rúmar 15 milljón- ir til verkefnisins. Framkvæmdir hófust í desember 2014 og áætlað er að þeim ljúki í nóvember. - fbj SOS-barnaþorpin byggja: 600 ný heimili á Filippseyjum LÖGREGLUMÁL Mikið af sterum og lyfseðilsskyldum lyfjum fannst í fórum íslensks karlmanns nýver- ið þegar tollverðir stöðvuðu hann við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn, sem er rétt um sjötugt, var að koma frá Taílandi með millilendingu í Ósló. Hann hefur komið við sögu áður vegna svipaðra mála. Í ferðatösku hans fundust rúm- lega 3.500 ampúlur af sterum auk talsverðs magns af sterum í töfluformi. Þá var hann með á annað þúsund skammta af lyf- seðilsskyldum lyfjum. Tollstjóri kærði málið til lög- reglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn þess. - ngy Tollstjóri kærir til lögreglu: Fundu stera í fórum manns Hafið þið eitthvað að fela? „Það er allavega eitt sem ég hef að fela og það er fullkomni felustaður- inn minn í Ikea.“ Ellen Rosdahl stendur fyrir feluleik í Ikea á laugardag ásamt vinkonu sinni Megan Dunley. Á FILIPPSEYJUM Byggt er yfir 600 fjöl- skyldur. SOUND OF VISION Hér sést prótótýpa sem einn pólski þátt- takandinn úr tæknihá- skólanum í Lodz útbjó og er nýtt sem grunnur að íslenskri lausn. NÝ SÝN Verkefnið snýst um að stórauka lífsgæði blindra og sjónskertra. MYND/SOUND OF VISION BANDARÍKIN Enn á ný hefur hvítur lögreglumaður orðið óvopnuðum þeldökkum Banda- ríkjamanni að bana, og atvik- ið náðist á myndbandsupptöku. Mótmæli hófust samdægurs, en lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð og rekinn úr starfi. Þetta gerðist í Charleston í Suður-Karólínu í gærmorgun, klukkan hálf tíu að staðartíma. Lögreglumaðurinn Michael Slager stöðvaði hinn fimmtuga Walter Scott vegna umferðar- lagabrots, en myndbandið sýnir það sem gerðist nokkru síðar. Þar sést Scott standa við hlið lögreglumannsins, en stuttu eftir að myndbandið hefst byrjar Scott að hlaupa frá honum. Svo virðist sem lögreglumaðurinn hafi gripið til rafstuðsbyssu og Scott þá lagt á flótta. Lögreglu- maðurinn tekur þá upp byssu og skýtur átta sinnum uns Scott fellur til jarðar. Í hljóðupptöku af samtali lög- reglumannsins við lögreglustöð- ina heyrist hann segja: „Skotum hleypt af og einstaklingurinn fallinn, hann greip í rafbyssuna mína.“ Lögreglumaðurinn fer síðan og handjárnar Scott þar sem hann liggur hreyfingarlaus á jörðinni. Þetta atvik kemur í beinu framhaldi af fjölmörgum sam- bærilegum undanfarin misseri, þar sem hvítir lögreglumenn hafa skotið óvopnaða þeldökka menn til bana. - gb Hvítur bandarískur lögregluþjónn skaut svartan óvopnaðan mann í Charleston, Suður-Karólínu: Ofbeldi lögreglu gegn svörtum mótmælt MÓTMÆLI Í CHARLESTON Undanfarin misseri hafa sambærileg atvik vakið reiði víða í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -F C 9 C 1 6 3 E -F B 6 0 1 6 3 E -F A 2 4 1 6 3 E -F 8 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.