Fréttablaðið - 09.04.2015, Page 30

Fréttablaðið - 09.04.2015, Page 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Ég hef verið aðdáandi Disney-mynda alla tíð en horfði ótæpilega á slíkar kvikmyndir þegar tvíburarnir mínir voru litlir. Fyrir nokkrum árum fæddist sú hugmynd að búa til ljósmyndaseríu með Disney-prinsessum,“ segir Heida sem tekur myndir undir merkinu Heida HB. Þegar hún fór að skoða málin sá hún að margir höfðu reynt sig við prinsessurnar í gegnum tíðina en oftast voru þær í fullum skrúða. „Mig langaði að gera þetta aðeins öðruvísi og færa þær meira inn í nútímann,“ segir hún. Heida fékk til liðs við sig stílistann Ástu Sigurðardóttur sem rekur fyrirtækið Bellu og sérhæfir sig meðal annars í að búa til kjóla fyrir samkvæmisdansa. „Ásta er frá- bær og ég hef gefið henni frjálsar hendur með stílíseringuna. Einu kröfurnar sem ég set er að það sjáist glögglega á myndinni um hvaða prinsessu er að ræða. Þá vil ég líka að litaþemað í myndinni sé það sama og í upprunalegu teiknimyndunum,“ segir Heida og telur að Ástu hafi tekist full- komlega upp. „Ég fékk það staðfest þegar fjögurra ára frænka mín kallaði upp yfir sig: „Mamma, þetta er frósen!“ þegar hún sá myndina af Elsu,“ segir Heida glettin. ARÍEL Í VOGUE Heida hefur unnið að seríunni í hálft ár og er verkefnið vel á veg komið en þó er enn langt í land. „Ég er búin með fimm prinsessur af tólf sem ég lagði upp með, þetta eru Mjallhvít, Þyrnirós, Elsa, Esmeralda úr Hringjaranum frá Notre Dame og Aríel,“ segir Heida en myndin af litlu hafmeyjunni var nýlega birt á vef hins ítalska Vogue. „Ég er nú langt í frá fyrsti Íslendingurinn sem kemur mynd- um þar inn. Kári Sverris er með nokkrar myndir og Anna Ósk Erlingsdóttir er með fleiri blaðsíður hjá þeim. En að sjálfsögðu kemst ekki hvað sem er þarna inn og ég er því ákaflega stolt af þeim myndum sem ég á hjá þeim,“ segir hún. Myndin af litlu hafmeyjunni er í raun samsett. „Ég tók myndina af módelinu, Liv Elísabetu, í Sundhöll Hafnarfjarðar en bakgrunnurinn er mynd sem ég tók í Kúala Lúmpúr árið 2009,“ útskýrir Heida. Ásta var eins og áður stílisti myndarinnar og hannaði meðal annars bikiníið sem Liv er í. Iðunn Jónasar sá um förðunina og Linda á Sprey hárstofu í Mosfellsbæ sá um hárið. FAGRAR KONUR Heida segist afar heppin með mannskap- inn sem kemur að myndunum, ekki síst er hún ánægð með það úrval fyrirsæta sem hafa staðfest þátttöku. „Ég er með allar fallegustu konur landsins með mér,“ segir hún glaðlega, en það eru Liv Elísabet Frið- riksdóttir, Svanhildur Steinarrs, Hanna Rún Bazev Óladóttir, Magdalena Dubik, Hjördís Björg Hermannsdóttir, Tinna Alavis, Maria Jimenez Pacifico, Berglind Elva Björnsdóttir og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. ■ solveig@365.is MYNDAR NÚTÍMA DISNEY-PRINSESSUR LJÓSMYNDUN Heida Hrönn Björnsdóttir vinnur að ljósmyndaseríu með nútíma Disney-prinsessum. Mynd af Aríel rataði inn á vef ítalska Vogue. HEIDA HB Heida Hrönn fæst við afar skemmtilegt Disney- prinsessuverkefni með- fram öðrum störfum sem ljósmyndari. MYNDIR HEIDABH.COM Hægt er að skoða fleiri prinsessur og aðrar myndir sem Heida hefur tekið á www.heidahb.com STÍLÍSERAÐ „Ásta er frábær og ég hef gefið henni frjálsar hendur með stílíseringuna. Einu kröfurnar sem ég set er að það sjáist glögglega á myndinni um hvaða prinsessu er að ræða. Þá vil ég líka að lita þemað í myndinni sé það sama og í upp- runalegu teikni- myndunum.“ MYND/HEIDA HB LITLA HAFMEYJAN Mynd af Liv Elísabetu Friðriksdóttur í gervi litlu hafmeyjunnar Aríel var birt á vef ítalska Vogue. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Léttar yfirhafnir Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook kvartbuxur Sídd 62 cm. Str. 36-46 Litir: hvítt, svart, grátt, rautt, drapp. Kr. 10.900. Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -1 5 4 C 1 6 3 F -1 4 1 0 1 6 3 F -1 2 D 4 1 6 3 F -1 1 9 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.