Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.04.2015, Qupperneq 6
9. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Evrópuþingmaðurinn Andreas Schwab mun fjalla um skýrslu sem Evrópuþingið vinnur að um EES- samninginn og samskipti ESB og Sviss Andreas Schwab er þingmaður á Evrópuþinginu og skýrslugjafi (e. rapporteur) nefndar þingsins um EES-samninginn og samskipti ESB og Sviss. EES-samningurinn: Aukið frelsi eða skilyrt sjálfstæði? John Erik Fossum er prófessor við ARENA, Evrópufræðasetur Háskólans í Osló, og höfundur bókarinnar Det Norske Paradoks. Hröðun á innleiðingu ESB gerða í EES-samninginn? Jóhanna Jónsdóttir er með doktorspróf í Evrópufræðum frá Cambridge háskóla og starfar sem sérfræðingur hjá EFTA. Eftir erindin verða pallborðsumræður með fyrirlesurum en að auki mun Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, taka þátt. Fundarstjóri: Baldur Þórhallsson, deildarforseti og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu FÖSTUDAGINN 10. APRÍL KL. 9.00-10.30 Í NORRÆNA HÚSINU EVRÓPUMÁL EES: Ástand og áskoranir www.ams.hi.is og www.evropustofa.is Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET Andreas Schwab John Erik Fossum Jóhanna Jónsdóttir Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 8:30 til 9:00. KJARAMÁL „Ég held að samninga- nefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samninga- fundur sem fram fór hjá ríkis- sáttasemjara í gær hafi verið tíð- indalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og rík- isins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstu- dag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“ Að meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtak- anna niður störf í allsherjarverk- falli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótíma- bundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðu- fundar BHM-félaganna á Lækj- artorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskor- un og halda svo til fundar í Rúg- brauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverj- ar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítal- anum eða öðrum heilbrigðisstofn- unum, en í hópnum eru geisla- fræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðing- ar. Þá eru líka í verkfalli lög- fræðingar hjá Sýslumanninum á höfuð borgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átök- um öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildar- félög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánað- arins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa raf- iðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfalls- aðgerðum á næstu vikum. olikr@frettabladid.is Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Hall- dórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun. HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Í GÆR Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, rýnir í tölurnar í rauðu möppunni, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari (lengst til hægri) undirbýr fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugg- lega ekki neitt. Páll Halldórsson, formaður BHM. SAMFÉLAG Íbúar á höfuðborgar- svæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfs- könnunar sem var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuð borgar- svæðinu dagana 19.-30. mars. Aðeins 2,3 prósent íbúa á höfuð- borgarsvæðinu segjast vera nei- kvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu, þar af segjast tvö prósent fremur neikvæð og 0,3 prósent mjög neikvæð. Þetta hlut- fall er 3,1 prósent í póstnúmerinu 101 í miðborg Reykjavíkur þar sem ferðamannafjöldinn er mestur. Í tilkynningu frá Höfuðborgar- stofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá telja 91,8 prósent íbúa að erlend- ir ferðamenn á höfuðborgarsvæð- inu séu fremur eða mjög vinsam- 2,3 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast vera neikvæð í garð ferðamanna: Borgarbúar jákvæðir í garð ferðamanna ALLIR GLAÐIR Innan við eitt prósent Reykvíkinga telur erlenda ferðamenn óvinsamlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA legir í samskiptum við íbúa. Aðeins 0,7 prósent telja þá óvinsamlega og 7,5 prósent í meðallagi.Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær en Maskína sá um framkvæmd og úrvinnslu könn unarinnar. - ngy RÚSSLAND Rússneski njósnarinn fyrrverandi, Dimitrí Kovtun, segir líklegt að rússneski njósnarinn Alexander Litvinenko hafi drep- ið sjálfan sig óvart í London árið 2006. Hann hafi verið að höndla með geislavirka efnið pólon-210 og líklega farið kæruleysislega með það. „Það er mögulegt að eitthvað sem hann bar á sér hafi smám saman leitt til þess að pólon safn- aðist upp í líkama hans,“ sagði Kovtun á blaðamannafundi, sem hann efndi til í Moskvu í gær til þess að koma þessu á framfæri. BBC skýrði frá þessu. „Ég er þess meira en fullviss að hann hafi verið að höndla með pólon án þess að vita það sjálfur,“ segir hann. Kovtun hefur ásamt öðrum fyrr- verandi njósnara, Andrei Lugovoi, legið undir grun um að hafa myrt Litvinenko með því að byrla honum geislavirkt eitur. Bret- ar hafa krafist framsals þeirra beggja, en ekki fengið til þess samþykki rússneskra stjórnvalda. Sjálfur sakaði Litvinenko rússnesk stjórnvöld og Vladimír Pútín for- seta persónulega um að hafa skip- að fyrir um morðið á sér. - gb Kovtun segist saklaus af að hafa myrt rússneska njósnarann Litvinenko: Litvinenko hafi drepið sig óvart DIMITRÍ KOVTUN Efndi til blaða- mannafundar í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVONA ERUM VIÐ 588 þúsund ferðamenn eru taldir hafa komið til Þingvalla í fyrrasumar. Ég er þess meira en fullviss að hann hafi verið að höndla með pólon án þess að vita það sjálfur. Dimitrí Kovtun, fyrrverandi njósnari. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -4 6 A C 1 6 3 F -4 5 7 0 1 6 3 F -4 4 3 4 1 6 3 F -4 2 F 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.