Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 9. apríl 2015 | SKOÐUN | 25 Mikil vinna hefur átt sér stað innan framhalds- skóla landsins vegna styttingar náms til stúd- entsprófs. Skólarnir eru önnum kafnir við að setja upp nýjar þriggja ára stúdentsbrautir sem taka eiga gildi nú í haust. Í byrjun mars á þessu ári var stjórn- endum framhaldsskóla boðið til fundar af hálfu mennta- og menningarmálaráðu- neytis þar sem meðal annars var rætt um tillögu 10.4. Í þessari tillögu kemur fram að takmarka eigi líkams- og heilsurækt í fram- haldsskólum við þrjár til sex framhaldsskólaeiningar sem er skerðing um 50-70% og umfram það tímamagn sem nær til stytt- ingar til stúdentsprófs. Þessi tillaga er ekki komin í umsagnarferli en samt sem áður eru framhaldsskólar byrjaðir að vinna eftir henni. Skólar sem hafa verið að senda inn nýjar námsbrautir til að fá þær sam- þykktar hjá ráðuneytinu virð- ast knúnir til þessara verka, því skólar sem hafa verið með eining- ar umfram tillöguna hafa fengið athugasemd þess efnis. Í tillögu 10.4 kemur fram: „Gert er ráð fyrir að umfang íþrótta, líkams- og heilsuræktar í kjarna séu 3-6 framhaldsskóla- einingar.“ Til nánari útskýringar: 3-6 framhaldsskólaeiningar jafngilda 1,8-3,6 einingum úr gamla einingakerfinu eða 3 gaml- ar einingar verða 5 framhalds- skólaeiningar. Hvar eru faglegu vinnubrögðin? Hvernig stendur á því að vinnu- brögð af þessum toga eru viðhöfð í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu? Er eðlilegt að byrjað sé að vinna eftir tillögu sem er ekki komin í umsagnarferli? Er eðlilegt að hægt sé að taka svona ákvarðanir án þess að færa fagleg rök fyrir slíkum breyting- um? Vegna innleiðingar verkefnis- ins „Heilsueflandi framhalds- skóli“ hafa framhaldsskólar landsins tekið jákvæðum breyt- ingum undanfarin ár. Verkefnið er þróað í samráði við mennta- og menningar málaráðuneytið, vel- ferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Síðan verkefnið var sett á lagg- irnar hefur umhverfið í fram- haldsskólum breyst mikið. Það hefur verið frábær stuðningur fyrir íþróttakennara að fá þetta verkefni inn í skólana og marg- ar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Helstu breytingarnar voru þær að mötu- neytunum var breytt úr sjoppu í heilsusamlegt mötuneyti og sömuleiðis fóru skólarnir að bjóða upp á fjölbreyttari líkams- og heilsuræktar áfanga. Áhugi nemenda fyrir líkams- og heilsu- rækt hefur aukist umtalsvert frá því að þessi vinna hófst. Viljum við ekki að nemendur læri heilsu- læsi og verði sjálfbærir á eigin hreyfingu í framtíðinni? Á framhaldsskólaárum eiga sér stað miklar líkamlegar og andlegar breytingar hjá fram- haldsskólanemum. Brottfall þessa aldurshóps úr íþróttum hjá íþróttafélögum er mikið á þess- um árum, miklar félagslegar breytingar og tilgangur hreyfing- ar sjaldan eins mikilvægur. Með þessari breytingu verður líkams- og heilsurækt svo rækilega skor- in niður að það tekur því varla að bjóða upp á greinina. Samfélagslega hagkvæmt? Eru þetta virkilega skynsam- legustu sparnaðarleiðirnar í íslensku samfélagi? Miðað við alla þá þekkingu og rannsókn- ir sem við höfum ætti birtinga- myndin að vera í hina áttina! Það hlýtur að vera skynsamlegra að bæta hreyfingu og heilsuvitund ungmenna fyrir komandi kyn- slóðir! Hefur heilsan ekkert vægi hjá ráðherra menntamála? Þann 19. mars síðastliðinn var birt opið bréf í Fréttablaðinu eftir Dr. Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bréfið var stíl- að á ráðherra mennta- og menn- ingarmála, ráðherra velferð- ar og landlækni. Þar fór Janus meðal annars yfir þessa skerð- ingu á líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum og þær afleið- ingar sem þessi tillaga kann að hafa í för með sér á heilsu ung- menna út í lífið og vísar í rann- sóknir sér til stuðnings. Þar óskar hann einnig eftir svörum við raunverulegri heilsustefnu ráðuneytanna. Hver er ábyrgur fyrir þess- ari tillögu? Á hvaða forsendum er hún samin? Íþrótta- og heilsu- fræðifélag Íslands sendi ráð- herra bréf fyrir hálfum mán- uði þar sem félagið óskaði eftir fundi til að ræða þennan niður- skurð. Ekkert svar hefur borist. Ég vonast til að þess að fundur- inn með ráðherra verði haldinn sem fyrst. Skólarnir eru búnir að fá samþykktar brautir með þess- um fjölda framhaldsskólaeininga í líkams- og heilsurækt. Slíkt er með ólíkindum! Óskað er eftir faglegum rök- stuðningi frá mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti. Verður líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum skorin niður um 50–70%? ➜ Hvernig stendur á því að vinnubrögð af þessum toga eru viðhöfð í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu? Er eðlilegt að byrjað sé að vinna eftir tillögu sem er ekki komin í umsagnar ferli? MENNTUN Irena Ásdís Óskarsdóttir íþróttafræðingur Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -7 3 1 C 1 6 3 F -7 1 E 0 1 6 3 F -7 0 A 4 1 6 3 F -6 F 6 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.