Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 52
9. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 Væntanlegur hingað til lands er einn óheflaðasti og kjaftforasti uppistandarinn í dag, hinn banda- ríski Jason Rouse. Hann segist vera nokkuð spenntur yfir að heimsækja Klakann í fyrsta sinn. „Ég er búinn að reyna að koma hingað í sex ár. Ég hef verið með uppistandssýn- ingar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og í Danmörku síðustu 7-8 ár, en einhvern veginn aldrei komið hing- að. Ísland hefur alltaf verið á tossa- listanum hjá mér,“ segir Rouse, en hann mun halda uppistand í Háskólabíói þann 5. júní. „Þið hljótið að vera ansi klikkuð að hafa bókað mig hingað. En ég get lofað því að í lok sýningarinnar verða allir áhorfendur komnir með Stokkhólmsheilkenni,“ segir uppi- standarinn umdeildi. Líkt og fyrir fleiri erlendum gestum er Ísland fullkomin paradís í hans augum. „Þegar ég hugsa um Ísland dettur mér í hug ferskt loft og hreint vatn. Fyrir mér er Ísland eins og ævintýralandið Narnía.“ Rouse kveðst vera við öllu búinn og ætlar hvorki að láta óútreiknanlega íslenska veðrið né neitt annað á sig fá. „Ég verð vel varinn fyrir öllu,“ segir hann og hlær. Rouse vonast til þess að geta notað ferðina og skoðað landið í leiðinni. „Ég ætla að túristast eitthvað, skoða landið og smakka íslenskan mat. Svið og djúpsteikt pylsa með kartöflusalati er eitt- hvað sem mér er sagt að ég verði að prófa. Svo þarf ég að fara í túr- istaferð og skoða heitu hverina og kíkja á næturlífið. Í framhaldinu hafði ég hugsaði mér að stofna fjöl- skyldu hérna, þannig að vonandi get ég bara verið hér um óákveð- inn tíma,“ bætir hann við og hlær. - asi Spiderman-kærustuparið Emma Stone og Andrew Garfield hefur tekið sér pásu frá sambandinu. Stone og Garfield hafa verið saman undanfarin þrjú ár en nú hefur kastast í kekki. Heimildarmenn segja parið rífast ótæpilega. Það þykir jafnframt renna stoð- um undir sögusagnirnar að Stone, sem tilnefnd var til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk sitt í mynd- inni Birdman, mætti ein síns liðs á rauða dregilinn. Parið hefur ekki sést saman á mynd síðan í janúar síðastliðnum og þykir það vísbend- ing um að ekki sé allt með felldu. Spiderman- sambandspása HNAKKRÍFAST Líkur eru á að parið hafi ekki séð sér annan kost færan en að taka sér pásu. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS Ég ætla að túristast eitthvað, skoða landið og smakka íslenskan mat. Svið og djúpsteikt pylsa með kartöflusalati er eitthvað sem mér er sagt að ég verði að prófa. Svo þarf ég að fara í túrista- ferð og skoða heitu hverina og kíkja á nætur- lífið. ÞIÐ ERUÐ ALVEG KLIKKUÐ AÐ HAFA BÓKAÐ MIG Uppistandarinn Jason Rouse, oft kallaður hirðfífl ið frá helvíti, mun skemmta landanum í júní. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hann spenntur fyrir komunni og hreina loft inu og ætlar að fá sér svið og djúpsteikta pylsu. Íþróttastuðningshlífar Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Veit á vandaða lausn Fimmtudagur er stundum kallað- ur litli föstudagur og er þá skír- skotun í hinn danska lille fredag. Vikan er alveg að klárast og því ekki úr vegi að dekra við bragð- laukana á lokasprettinum. Lasanja með rjómakremi ætti því að skora ansi hátt hjá flestum. Afar sæl kera vænt lasanja með rjómakremi Það er fátt sem jafnast á við gott heimagert lasanja og ekki verra ef það er borið fram með nýbökuðu brauði. BEITTUR Uppistandarinn segir Íslendinga klikkaða að hafa bókað hann. Lasanja með rjómakremi 600 g nautahakk 1 stór gulur laukur 1 kúrbítur 1 dl balsamik edik 1 dós hakkaðir tómatar jurtasalt pipar smá sykur oregano, timjan og marjoram 3 dl sýrður rjómi 2 dl rjómi jurtasalt 2 dl rifinn ostur lasanja-plötur Hitið ofninn í 200°C. Afhýðið og fínhakkið laukinn, skerið kúrbítinn í litla bita og mýkið á pönnu. Takið af pönnunni og steikið nautahakkið. Þegar nautahakkið er tilbúið þá er kúrbítnum og lauknum bætt aftur á pönnuna ásamt balsamik ediki, tómötum, jurtasalti, pipar, sykri og kryddjurtum og leyft að sjóða um stund. Hrærið saman sýrða rjóm- anum, rjómanum og jurtasaltinu þar til það verður að þykku kremi. Takið eldfast mót og setjið til skiptis lag af kjötsósunni og lasagna-plötur. Endið á kjötsósunni og hellið rjóma- kreminu yfir. Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið neðarlega í ofninum í um 30 mínútur. Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði. Uppskrift fengin af ljufmeti.com 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -F C 9 C 1 6 3 E -F B 6 0 1 6 3 E -F A 2 4 1 6 3 E -F 8 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.