Fréttablaðið - 09.04.2015, Page 20

Fréttablaðið - 09.04.2015, Page 20
9. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20 Mýrdalshreppur skipulags – og byggingarfulltrúi Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Í samræmi við 1.mgr.41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipu- lagstillögur. Sólheimahjáleiga – Deiliskipulag Deiliskipulagið nær yfir um 4 ha spildu úr landi Sólheima- hjáleigu í Mýrdalshreppi. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, skemmu og húsum fyrir ferðaþjónustu. Deiliskipulag fyrir vesturhluta Víkurþorps Deiliskipulagssvæðið sem um ræðir er samtals um 7 hektarar að stærð. Tilgangur deiliskipulagsins er að skil- greina betur notkun svæðisins og framtíðarsýn, lóðastærðir og aðgengi að lóðum. Auk þess eru skilgreind ný bílastæði sem eiga að þjóna vaxandi aukningu ferðamanna innan svæðisins. Suðurvíkurvegur – Mylluland – Deiliskipulag Deiliskipulag þetta tekur til íbúðarsvæða og verslunar – og þjónustusvæðis. Markmið tillögunnar er að skýra kvaðir og heimildir á byggðum og óbyggðum lóðum á skipulags- svæðinu. Tillögur þessar liggja frammi hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála Mýrdalshreppi, Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is. Frá 1.apríl 2015 til og með 22.maí 2015. Að auki mun auglýsing þessi og göng vera sett inn á facebooksíðu skipulagsmála í Mýrdalshreppi https://www.facebook.com/Myrdalshreppur.skipulagsmal. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif- stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 22. maí 2015. Þeir sem ekki gera athuga- semdir við tillögu þessa teljast samþykkir henni. Vigfús Þ. Hróbjartsson Fulltrúi skipulags-og byggingarmála Skaftár-og Mýrdalshreppi. Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Framleiðsla á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. er einnig að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.skipulagsstofnun.is. „Það er mikið talað um það hvort við séum komin á endimörk stækkunar. Hvort við getum haldið áfram að vaxa svona og svarið er já. Það getum við gert,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á Kauphallardögum Arion banka í gær. Björgólfur sagði að Ice- landair Group væri með tiltölu- lega lítið hlutfall af markaðn- um sem ferðast milli Evrópu og Ameríku. „Og við höfum töluverð tækifæri í að ná stærri köku þar,“ sagði hann. Gjörbylting hefur orðið á rekstri Icelandair Group frá árinu 2010. Það sést kannski best á því að rekstrartekjur félags- ins hafa aukist um 65 prósent, farið úr 92 milljörðum króna (673 milljónum dala) í 152 millj- arða króna (1.113 milljónir dala). EBITDA hefur aukist um 50 pró- sent á sama tíma, farið úr 14,1 milljarði króna (103 milljónum dollara) í 21 milljarð króna (154 milljónir dollara). Auknar tekjur fyrirtækisins, segir Björgólfur mega einkum rekja til vaxtar í flutningum. Leiga á vélum hefði snarminnk- að á þessum sama tíma. Björg- ólfur sagði að virði félagsins á þessum tíma hefði aukist um rúm 500 prósent, en það var tæpir 108 milljarðar króna í gær. Að sögn Björgólfs hefur Ice- landair fjölgað áfangastöðum verulega á undanförnum árum. Þeir voru 27 árið 2010 en verða 39 í ár. Aukin umsvif á árinu 2015 megi aftur á móti að mestu leyti rekja til aukins framboðs á þá staði sem félagið hefur verið að fljúga til. Björgólfur segir að Icelandair sé lykillinn að stækkun móður- félagsins Icelandair Group en fleiri þættir hafi gengið vel. „Við höfum aldrei séð slíka nýt- ingu á hótelherbergjum hjá okkur í rekstri,“ segir Björgólfur. Nýt- ing á hótelum hafi farið úr 52 prósentum árið 2011 í 75 prósent á fyrsta ársfjórðungi nú. „Þetta skiptir alveg gríðarlegu máli fyrir afkomu þessarar starfsemi. Það er afskaplega mikilvægt að ná að nýta allt árið. Það er það sem við höfum verið að vinna í sem er lykilatriði til þess að bæta afkom- una,“ segir Björgólfur. Hann getur þess að rekstur Flugfélags Íslands hafi aftur á móti verið erfiður í vetur. Farþeg- um hafi fækkað. „Við skrifum það töluvert mikið á veðurfarið. Það er búið að vera hreint með ólík- indum hvað við höfum þurft að fella niður mikið af ferðum, bæði innanlands og til Grænlands,“ segir Björgólfur. Hann býst við því að sjá breytingar þar á næstu misserum. jonhakon@frettabladid.is Virði Icelandair Group margfaldast Forstjóri Icelandair Group telur að fyrirtækið geti enn vaxið. Markaðsvirðið hefur aukist um 507 prósent á fimm árum. Vöxtinn má einkum rekja til aukinna flutn- inga. Áfangastöðum félagsins hefur fjölgað úr 27 í 39, en leiguflug dregst saman. Það er búið að vera hreint með ólíkindum hvað við höfum þurft að fella niður mikið af ferðum, bæði innanlands og til Græn- lands. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. VIRÐI ICELANDAIR HEFUR AUKIST VERULEGA Í SAMANBURÐI VIÐ ÖNNUR EVRÓPSK FLUGFÉLÖG 507% 372% 270% 140% 29% -31% -70% Allt útlit er fyrir að kosið verði í stjórn HB Granda á aðalfundi sem fer fram á morgun. Sjö frambjóð- endur eru til stjórnar en stjórnar- sætin eru fimm. Allir núverandi stjórnarmenn eru í framboði. Að auki bjóða þau Birgir Sveinn Bjarnason og Helga Hlín Hákonardóttir sig fram. Birgir er framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar. Hann situr í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, en sá lífeyrissjóður á 9,97 prósent hlut í HB Granda. Helga Hlín hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og situr meðal annars í stjórnum Strategíu, Festi, Greiðsluveitunnar, Summu rekstrar félags og WOW air. Hún hefur ekki tengsl við hluthafa sem eiga meira en 10 prósent í félaginu. Þessir eru í framboði: Birgir Sveinn Bjarnason, Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir, Krist- ján Loftsson, Rannveig Rist, Þórð- ur Sverrisson. - jhh Sjö manns bítast um fimm stjórnarsæti í stærsta útgerðarfélagi landsins: Kosið í stjórn HB Granda STJÓRNARFORMAÐUR Kristján Lofts- son hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 1988. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Alls verða 109 bækur seldar á sameiginlegu bókauppboði Gall- erís Foldar og bókaverslunarinnar Bókarinnar, sem fram fer þessa dagana á vefnum uppbod.is. Þetta er fyrsta sameiginlega uppboð þessara aðila á árinu, en það stendur til 3. maí. Meðal ann- ars eru gamlar bækur um Kjarval, Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson. Einnig bækur sem Franz Ponzi tók saman og eru ófáanlegar, um Ísland á nítjándu öld – og um Ísland á átjándu öld. - jhh Bækur um merka listamenn: Yfir hundrað bækur til sölu Stjórnendur Fjarðalax og bæjar- yfirvöld Vesturbyggðar komust að samkomulagi í gær sem felur í sér að uppsagnir fjórtán starfsmanna fyrirtækisins, sem starfa við vinnslu og pökkun á Patreksfirði, verða dregnar til baka. Í tilkynningu er haft eftir Ein- ari Erni Ólafssyni, framkvæmda- stjóra Fjarðalax, að félagið, Vest- urbyggð og aðrir hagsmunaaðilar á svæðinu hyggist finna lausn sem tryggir varanlega vinnslu afurða félagsins á atvinnusvæðinu. - jhh Verða áfram á Patreksfirði: Starfsmenn halda vinnunni Nýr forstjóri N1 segir alveg ljóst að fyrirtækið starfi ekki á vaxandi markaði, þótt mikill vöxtur sé í sölu flugvélaeldsneytis. Horfa þurfi í kostnað til þess að auka arðsemina. „Það er ljóst að þetta er ekki vaxtabisness, fyrir utan að selja flugeldsneyti sem er mikill vöxtur í. Að öðru leyti er þetta frekar flatur markaður,“ sagði Eggert Þór Kristófersson á kauphallardegi Arion banka í gær. Eggert sagði að vegna ferðamennsku væri rekstur félagsins breytilegur eftir árstíðum. „Annar og þriðji ársfjórðungur eru bestir þar sem þá er ferðamennska í hámarki. Þá nýtist kerfið okkar að fullu,“ sagði Eggert og vísaði í það að fyrirtækið er með þétt net eldsneytisstöðva víða um landið. „Fjölgun ferðamanna hefur mjög góð áhrif. Frá því ég byrjaði höfum við séð bílaleigubílum fjölga mjög mikið. Þeir eru farnir að aka um landið allt árið, sem hefur mjög jákvæð áhrif,“ segir hann. Arðgreiðsludagur N1 var í gær, en stjórn N1 lagði til við aðalfund félagsins að greiddar yrðu 840 milljónir króna til hluthafa í arð þetta árið. - jhh Nauðsynlegt að skera niður kostnað til að auka arðsemi olíufélaganna: Hluthafar fengu 840 milljónir FORSTJÓRINN Eggert Þór Kristófersson var ráðinn forstjóri N1 á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -2 9 0 C 1 6 3 F -2 7 D 0 1 6 3 F -2 6 9 4 1 6 3 F -2 5 5 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.