Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 24
9. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Á mánudag fer fram rektorskjör í Háskóla Íslands. Ég er einn þriggja frambjóðenda, og sá fyrsti í sögu skól- ans sem ekki er innan- búðarmaður. Ég hef mjög róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta starfi skólans. Þó ekki róttækari en svo að yrðu þær kynntar í þeim skól- um á alþjóðavettvangi sem HÍ segist vilja líkj- ast, þá myndu flestir áheyrendur í slíkum skólum bara geispa yfir því hvað þær væru sjálfsagðar. Það er margt gott í starfi HÍ, þar á meðal talsvert af góðu vísinda- fólki, sem sumt er fram- úrskarandi á alþjóðavett- vangi á sínum sviðum. Þar er líka örugglega til góð kennsla víða, og aug- ljóst er, af handbók skól- ans fyrir kennara, að innandyra er til ágæt- is þekking á því hvað er góð kennsla og slæm. En því litla rannsóknafé sem skól- inn hefur til umráða er dreift í ýmiss konar starf sem ekki er gjaldgengt á þeim alþjóðavett- vangi sem stefna skólans markar, og þekkingin á góðum kennslu- háttum er víða algerlega huns- uð. Þessu þarf hvoru tveggja að breyta. Við þurfum að nota það takmarkaða fé sem skólinn hefur til að efla það sem er gott í starfi hans, og laga hitt. Til þess þarf forystu sem þorir að viðurkenna vandamálin og taka á þeim. Háskóli Íslands spannar nán- ast allt háskólakerfi landsins að umfangi. Í löndum með jafn stórt háskólakerfi er það óþekkt að allir akademískir starfsmenn séu í rannsóknastöðum; stór hluti þeirra fæst aðeins við kennslu. Þótt HÍ hafi minna fé til rann- sókna en erlendir rannsókna- háskólar þá fá allir akademískir starfsmenn helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir. Þess vegna er Ísland líklega með a.m.k. tífalt fleira fólk á launum við rannsóknir í menntavísind- um, hlutfallslega, en Bandaríkin, rétt eins og Íslendingar séu þau ofurmenni sem haldið var fram fyrir hrun. Metur í engu gæði Háskóli Íslands notar svokall- að vinnumatskerfi, sem ræður hluta af launum starfsmanna og framgangi þeirra. Á átján blað- síðum er því lýst hvernig eigi að telja ýmiss konar framlag starfs- fólks, allt frá birtingum greina í fræðiritum yfir í samningu laga- frumvarpa og námsefnis fyrir leikskóla. Hér er um einskæra baunatalningu að ræða, en ekk- ert mat lagt á gæði viðkomandi verka. Þetta fer svo gersamlega í bága við grund vallar viðhorf þess vísindasamfélags sem HÍ segist vilja hasla sér völl í að kerfi af þessu tagi eru óþekkt í góðum erlendum háskólum. En allt á Íslandi er svo frábærlega séríslenskt, eins og við lærðum svo vandlega fyrir hrun, þótt enn hafi ekki tekist að fara með þetta merkilega kerfi í útrás. Því hefur verið haldið fram, af fólki innan HÍ sem ekki má til þess hugsa að vinnumats- kerfið verði aflagt, að ef fólk af holdi og blóði ætti að meta gæði starfs og ákvarða umbun vegna þess, í stað þeirrar sjálf- virku baunatalningar sem vinnu- matskerfið er, þá myndi skólinn „hrynja vegna illdeilna og inn- byrðis átaka á nokkrum misser- um“. Það hefur samt ekki gerst síðustu aldirnar í þeim skólum sem HÍ vill bera sig saman við og þar sem forystufólk skor- ast ekki undan þeirri ábyrgð að meta gæði starfsins, m.a. með aðstoð utanaðkomandi sérfræð- inga. Vinnumatskerfið metur í engu gæði kennslu, en umbunar fólki eftir því hversu lengi það hefur kennt. Þannig eru kennarar ekki hvattir til að bæta kennslu sína, og vilji svo illa til að kennari sé lakur í kennslu hækka laun hans eftir því sem hann innir af hendi meiri laka kennslu, ekkert síður en þeirra sem vel standa sig. Of algengt er að nemendur fái litla sem enga endurgjöf á vinnu sína yfir alla önnina, og að námsmat, jafnvel í mikilvæg- um og umfangsmiklum nám- skeiðum, sé einskorðað við skrif- legt lokapróf, tekið í einangrun frá þeim tólum og gögnum sem eðlilegt er að nota á viðkomandi sviði, og í tímaþröng. Þess konar námsmat getur aldrei metið getu nemenda til að fást við raun- veruleg verkefni, og það hvetur heldur ekki til þjálfunar í slíku. Kennsluhættir af þessu tagi voru óboðlegir á 20. öld, hvað þá nú á dögum, og forysta skólans verður að taka af skarið og leiða starfið við að bæta kennsluna alls staðar þar sem þess er þörf. Talsvert af starfsfólki HÍ myndi sóma sér ágætlega í hundrað bestu háskólum heims. Við þurfum að nota krafta okkar til að efla allt slíkt starf innan skólans, í stað þess að föndra við tölurnar í því bókhaldi sem notað er til að raða á þá lista yfir góða skóla þar sem HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali. Forysta skólans þarf að horfast í augu við vandamálin, einbeita sér að því byggja upp það sem gott er, og laga hitt. Það er starfið sem ég vil taka að mér að vinna. Þarf einhverju að breyta í Háskóla Íslands? HÁSKÓLI ÍSLANDS Einar Steingrímsson prófessor við University of Strathclyde ➜ Vinnumatskerfi ð metur í engu gæði kennslu, en umbunar fólki eftir því hversu lengi það hefur kennt. Þannig eru kenn- arar ekki hvattir til að bæta kennslu sína, og vilji svo illa til að kennari sé lakur í kennslu hækka laun hans eftir því sem hann innir af hendi meiri laka kennslu, ekkert síður en þeirra sem vel standa sig. TÆPLEGA 500 MIÐAR EFTIR Í FORSÖLU MIÐASALA Á TIX.IS OG Í LUCKY RECORDS #SECRETSOLSTICE 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -7 3 1 C 1 6 3 F -7 1 E 0 1 6 3 F -7 0 A 4 1 6 3 F -6 F 6 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.