Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 10
9. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SAKAMÁL Mesti samdráttur í hald- lögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýr- ingar að mati þeirra Guðmund- ar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglu- stjóra. Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, lækn- ir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæð- urnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dreg- ist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaín neyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár. Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftir- spurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljót- legt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættin- um. „Það eru sveiflur í þessu, nokk- ur stór mál hafa mikil áhrif á töl- fræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefna- málið kom upp og segir enga ein- falda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýr- ing á því en það eru ákveðnar vís- bendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnk- unin virðist hafa orðið eftir hrun- ið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“ Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guð- mundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hug- stætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, lithá- ískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamín- basa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“ Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Allar líkur eru á því að hér á landi sé viðamikil amfetamínframleiðsla. Lögreglan leggur hald á umtalsvert minna magn af efninu síðustu ár en neyslan er hin sama. NEYSLAN HIN SAMA Lögreglan leggur hald á lítið af amfetamíni. Líklegt er að eftirspurn sé annað með framleiðslu hér á landi. NORDICPHOTOS/GETTY Lögreglan á Suðurnesjum ECSTASY (STYKKI) 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 AMFETAMÍN (GRÖMM) 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 KÓKAÍN (GRÖMM) 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is Ég hef vitneskju um að tækjabún- aðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri FÍKNIEFNAINNFLUTNINGUR Á ÍSLANDI 1 2 3 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 67 62 8 Prag Sumardaginn fyrsta 23. apríl í 4 nætur Frá kr. 59.900 Hotel Park Inn Frábært verð Frá kr. 77.900 Netverð á mann frá kr. 77.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Penta Frábært verð Frá kr. 72.900 Netverð á mann frá kr. 72.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. NH Hotel Frábært verð Frá kr. 71.900 Netverð á mann frá kr. 71.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel ILF Frábært verð Frá kr. 59.900 Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Prag er sannarlega ein fegursta borg Evrópu en saga borgarinnar er einstök. Stórkostlegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu og hugsjónir, vísindi og listsköpun allt fram til dagsins í dag. Upplifðu Hradcany kast- alann, stjórnarsetur í 1.000 ár, Vitusarkirkjuna sem gnæfir yfir borgina, iðandi Karlsbrúna, gamla bæ- inn við Staromestske torgið, þröngar göturnar og Wenceslas torgið; allt eru þetta ógleymanlegir staðir. Ekkert jafnast á við að rölta um götur Prag og drekka í sig mannlífið og söguna. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa og í borginni er einnig frábært að versla. 49.900 Flugsæti frá kr. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -6 4 4 C 1 6 3 F -6 3 1 0 1 6 3 F -6 1 D 4 1 6 3 F -6 0 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.