Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.04.2015, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 9. apríl 2015 | FRÉTTIR | 17 SAMGÖNGUR „Hvalfjarðargöng verða opin um næstu helgi eins og venjulega,“ segir í tilkynningu frá Speli sem frestað hefur fyrirhug- uðum malbikunarframkvæmdum um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits. Loka átti Hvalfjarðargöngunum vegna malbikunarinnar frá klukk- an 20 að kvöldi föstudags 10. apríl til mánudagsmorguns 13. apríl. „Nú blasir við óhagstæð veðurspá fyrir helgina og óhjákvæmilegt er að slá framkvæmdum á frest,“ segir Spölur sem kveður nýjan framkvæmdatíma enn ekki hafa verið ákveðinn. - gar Veður setur strik í malbikun: Opið í göngin um helgina HVALFJARÐARGÖNG Lokun frestað í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Fjöldi þinglýstra kaup- samninga um fasteignir á höfuð- borgarsvæðinu í mars var 713. Þjóðskrá Íslands tók saman. Heildarvelta nam 27,7 millj- örðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 38,8 millj- ónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 17,8 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 7,5 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2,3 milljörðum króna. Þegar mars 2015 er borinn saman við febrúar 2015 fjölgar kaupsamningum um 63,5 prósent og velta eykst um 75,9 prósent. - fbj 713 kaupsamningar í mars: Fleiri kaupa fasteignir SLYS Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærmorgun. Mað- urinn var að fara yfir ljósa- stýrða gangbraut, án þess að nota búnaðinn og fór gegn rauðu gangbrautar ljósi. Ökumaður sem átti leið hjá stansaði á hægri akrein, þrátt fyrir að umferðar- ljósið væri grænt. Maðurinn gekk þá af stað og varð fyrir bíl sem ekið var á vinstri akrein. Maður- inn, sem komst næstum því yfir götuna, lenti á vinstra framhorni bílsins og skall í götuna. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild og gekk hann sjálfur upp í sjúkrabílinn. - skó, vh Gekk yfir á rauðu ljósi: Varð fyrir bíl SKALL Í GÖTUNA Maðurinn fór yfir götuna þar sem annar bíll hafði stansað þrátt fyrir að það væri grænt ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýjar uppþvottavélar frá Siemens með Zeolith®-þurrkun sem er afburðagóð og árangursrík þurrkun og byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Orkuflokkur A+++. Þurrkhæfni A. 13 manna. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. „aquaStop“- flæðivörn. Stytta má vinnslutímann á öllum kerfum vélanna. Eitt sjálfvirkt kerfi. Siemens uppþvottavélar hafa lent í fyrsta sæti hjá virtum neytendasamtökum í Evrópu undanfarin ár. -allt svo glitrandi og þurrt! Kynningarverð: 109.900 kr. Uppþvottavél, SN45M208SK (hvít) Uppþvottavél, SN45M508SK (stál) Kynningarverð: 122.900 kr. Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. „All in 1“ uppþvotta- töflurnar frá Finish fylgja með öllum Siemens uppþvottavélum. SAMFÉLAG Ef marka má viðhorf ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014 eru gestir Geysis ánægðastir með salernisaðstöðuna. Þetta má lesa úr skýrslu Ferða- málastofu, Þolmörk ferðamanna. „Markmið rannsóknarinn- ar var meðal annars að kanna hversu ánægðir ferðamenn eru með heimsókn sína. Salernin voru einn af þeim þáttum sem ferðamenn voru síst ánægðir með. Við Sólheimajökul, Jökuls- árlón, Hraunfossa og Þingvelli eru um þrettán til átján pró- sent gesta óánægð með salernis- aðstöðuna en innan við fimm pró- sent á Geysi. Þar sögðust flestir ánægðastir með slíka aðstöðu. Almennt eru ferðamenn ánægðir með alla þá þætti sem spurt var um og mest var ánægj- an með náttúruna og dvölina á stöðunum átta sem Ferðamála- stofa tók til skoðunar. - ngy Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum: Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi GEYSIR Í HAUKADAL Einn átta staða í könnun Ferðamála- stofu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -A 8 A C 1 6 3 E -A 7 7 0 1 6 3 E -A 6 3 4 1 6 3 E -A 4 F 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.