Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 3
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 6 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M i ð v i k u d a g u r 1 6 . s e p t e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag Markaðurinn Stefnir í meira en 70 verslanir Verslanir Hamleys verða hátt í 80 í árslok. skoðun Sigrún Magnúsdótt- ir skrifar um náttúruvernd og ferðaþjónustu. 16 -17 sport Brynja Magnúsdóttir sleit krossband í þriðja sinn. 20 Menning Fyrsta fullmótaða starfsár Menningarfélags Akur- eyrar. 26 lÍfið Samkomulag um lögbann á Deildu.net og Pirate Bay í höfn. 32-34 plús sérblöð l fólk l  eldhús *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 skólaMál Meðalstarfsaldur íþrótta- kennara á Íslandi er aðeins tæp fimm ár. Margir íþróttakennarar hverfa frá starfinu vegna álags á raddbönd og heyrn þeirra þar sem vinnuskilyrðin eru talin óboðleg. „Vinnuaðstæður langflestra íþróttakennara eru ólíðandi og óþolandi. Við erum að sjá ár eftir ár stórslys hvað varðar rödd og heyrn kennara. Við Íslendingar fljótum sofandi að feigðarósi hvað varðar hljóðvist og mannsæmandi skilyrði við kennslu. Við erum illa að okkur þegar kemur að hávaða og hljóði og gerum okkur enga grein fyrir mikil- vægi þess að hafa þessa hluti í lagi,“ segir dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur. „Það sem skiptir meira máli er að það er samband á milli streitu og hávaða í vinnu sem veldur andlegri vanlíðan kennara.“ Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri í næst- um þrjátíu ár, hefur þurft að hætta störfum sökum álags á raddbönd. Ekki er langt síðan annar íþrótta- kennari á Akureyri, Jóhanna Einars- dóttir, þurfti að hætta kennslu sökum raddleysis. Orsakir raddleysis eru raktar beint til vinnuaðstæðna íþróttakennara og vinnuaðstæður þeirra eru ólíðandi að mati Valdísar. „Íslensk íþróttahús eru ekki hönnuð til að dempa hljóð. Kennurum er gert að kenna í fyrsta lagi undir óþolandi aðstæðum í allt of stórum rýmum með of mörg börn,“ segir Valdís. „Fyrir mig er þetta eiginlega bara áfall. Ég hef minn metnað sem kenn- ari og löngun til að standa mig í vinnu,“ segir Jóhannes. „Þegar mitt atvinnutæki bilar svona hressilega með því að vera settur í ótíma- bundið leyfi þá er það skellur fyrir mig. Mér líður hreint út sagt illa yfir því að vera heima eða mæla göturnar,“ segir Jóhannes. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akur- e y ra r k a u p s t a ð a r , segir það áfall að kennarar séu að detta út vegna starfsskilyrða þeirra. „Þetta er engu lagi líkt og við þurfum að skoða það h v e r n i g v i ð dælum allt að sjötíu börnum inn í íþróttahöllina á sama tíma. Þetta skapar mikil vand- ræði. Við verðum að taka höndum saman og skoða framhaldið,“ segir Soffía. – sa / sjá síðu 4 Hætta störfum vegna álags og illra aðstæðna Starfsskilyrði íþróttakennara eru handónýt að mati doktors í talmeinafræði. Stórslys eiga sér stað á hverju ári þar sem raddbönd íþróttakennara eyðileggjast varanlega. Talmeinafræðingur segir íþróttahús ekki hönnuð til að dempa hljóð. Betri kjara krafist Félagar í Starfsmannafélagi ríkisins, Landssambandi lögreglumanna og Sjúkraliðafélagi Íslands komu saman á baráttufundi í Háskólabíói í gær. Fullt var út úr dyrum og sungu menn Maístjörnuna. Að sögn fundarmanna var mikill hiti í mönnum sem krefjast betri kjara. Fréttablaðið/Anton Það er ekki hægt að vera lengi með um 50 nemendur í Íþróttahöll- inni og á sama tíma með 20 fullorðna nemendur úr Verk- menntaskólanum. Jóhannes G. Bjarnason íþróttakennari á Akureyri saMkeppnisMál Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla skekkir samkeppnis- stöðu bílaleiga gagnvart leigubílum sem njóta áfram ívilnunar. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bif- reiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlaga- frumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta verði afnumin í tveimur skrefum. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmda- stjóri Bílaleigu Reykjavíkur, telur undanþágur almennt dálítið vafa- samar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. – sg / sjá síðu 8 Eðlilegra að afnema ívilnun hjá öllum Egill Jóhannsson lögregluMál Íslensks karlmanns er leitað í Cataníu á Sikiley. Hann heitir Benjamín Ólafsson og er 23ja ára skipverji á norska skipinu Siem Pilot. Skipið tekur þar þátt í Triton- aðgerðinni, svokölluðu. En sú aðgerð miðar að björgun flóttamanna á hafi. Benjamin sást síðast á mánudaginn klukkan 3.30 að nóttu til í Cataníu þar sem Siem Pilot liggur við bryggju. Á vef Frontex, landamærastofn- unar Evrópusambandsins, segir að Benjamíns sé leitað bæði á landi og sjó. – jhh Íslendings leitað á Ítalíu 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 5 -F 1 D 0 1 6 4 5 -F 0 9 4 1 6 4 5 -E F 5 8 1 6 4 5 -E E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.