Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 52
Menningarfélag Akur-eyrar stendur fyrir kröftugri starfsemi í vetur en þrátt fyrir að byggja á áralangri reynslu er hér á ferðinni fyrsta heila starfsárið sem er mótað að fullu innan félagsins. Gunnar Ingi Gunn- steinsson er framkvæmdastjóri MAK og hann er spenntur fyrir líflegum og menningarlegum vetri á Akureyri. „Að fullmynda Menningarfélag Akureyrar var ákveðið sameiningar- ferli í tvö ár en það var svo undirritað fyrir um ári. Menningarfélagið tók svo formlega til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Þannig að við erum í raun algjörlega ný af nálinni og erum í fyrsta skipti að skipuleggja heilan vetur með þrjú menningarsvið undir einum hatti. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og viðburðasvið Hofs mynda þessi þrjú svið Menningarfélagsins og þarna er á ferðinni mikil og kröftug starfsemi. En þegar við byrjuðum að vinna um áramótin þá vorum við auðvitað að erfa dagskrá sem var fullunnin. Við notuðum tækifærið til þess að læra inn á hvernig þessar þrjár lista- og menningarstofnanir virka og vinnum svo okkar dagskrá út frá því og út frá þeirri reynslu sem var til staðar. Það er dagskráin sem við kynntum núna nýverið og þar kennir svo sannarlega margra og ólíkra grasa svo vonandi munu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og vel það. Menningarfélagið virkar þannig að það eru stjórnendur yfir hverju og einu sviði og síðan er stjórn og fram- kvæmdastjóri yfir öllu. Hver og einn sviðsstjóri sér um sitt svið og vissu- lega er þetta öðruvísi uppbyggt en hjá nokkurri annarri menningarstofnun á Íslandi. Ég sem framkvæmdastjóri ber svo bæði rekstrarlega og líka list- ræna ábyrgð þegar upp er staðið en hver og einn sviðsstjóri hefur vissu- lega frjálsar hendur með að marka sína stefnu. Breytingin felst í því að það fellur líka ábyrgð á sviðsstjórana að halda utan um sitt svið en svo er það mitt að samþætta þetta þrennt. Okkur er uppálagt að minnka yfir- byggingu og auka framleiðslu og erum auðvitað að láta þessa peninga sem við fáum frá ríki og bæ nýtast betur. Við erum að framleiða tuttugu stykki þennan veturinn sem er rosa- lega mikið – tónleikar, leiksýningar og alls konar viðburðir á borð við ráðstefnur og fyrirlestra sem við- burðasviðið stendur fyrir og er með í Hofi. Málið með viðburðasviðið er að það stendur líka fyrir tónleikum og öðrum slíkum viðburðum sem eru í sjálfu sér í samkeppni við hin sviðin tvö en það gerir þeim bara gott og heldur öllum á tánum.“ Gunnar segir að þessi nálgun, að færa sviðin svona saman, sé að koma vel út en að grunnurinn að starfinu sé auðvitað í höndunum á þeim sem sækja viðburðina. „Við erum svo heppin að þetta samfélag hérna er ákaflega duglegt að mæta. Við höfum lagt vel í og verið með mikið af við- burðum og fólk virðist einfaldlega hafa gríðarlegan áhuga á listum og menningu hérna á Akureyri, þannig að það hefur gengið mjög vel. Auð- vitað eru ýmsir snertifletir sem við þurfum að hreinsa og finna bestu leiðina að en við lítum fyrst og fremst á það sem tækifæri. Núna hefur leik- listarsviðið t.d. aðgang að 500 manna sal í Hofi í staðinn fyrir aðeins 200 manna salinn í gamla samkomuhús- inu og það þýðir að það er hægt að gera stærri sýningar. Eftir áramót erum við að fara að setja á svið í Hofi risastóran barna- söngleik með hljómsveit í gryfju af því að Sinfóníuhljómsveitin leggur í púkkið. Þetta er í raun fyrsta stóra samvinnuverkefnið þar sem öll starfssviðin þrjú koma saman og við ákváðum að það yrði fjölskyldu- sýning. Skemmtun sem höfðaði til breiðs hóps þannig að sem flestir gætu notið þess að koma til okkar og það hefur ekki verið neitt mjög mikið um þannig viðburði á síðustu árum og við erum að leitast við að mæta slíkri þörf á Norðurlandi. En það á margt skemmtilegt eftir að koma fyrir augu og eyru fólks hér fyrir norðan áður en kemur að þessari sýningu. Þar má nefna að á föstudaginn verður frumsýning á Býr Íslendingur hér hjá Leikfélagi Akur- eyrar og í október standa fyrir dyrum magnaðir stórtónleikar hjá Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og Dimmu og svo mætti áfram telja. Stóra málið er að við viljum gera vel við okkar fólk vegna þess að það er duglegt að mæta og þannig getur starfsemin haldið áfram að vaxa og dafna.“ magnus@frettabladid.is Hér er áhuginn á listum og menningu svo mikill að við verðum að standa okkur Menningarfélag Akureyrar kynnti fyrir skömmu sína fyrstu fullmótuðu vetrardagskrá og þar er af mörgu að taka. Hof hefur reynst mikil lyftistöng fyrir menningarlífið á Akureyri sem var þó blómlegt fyrir. Fréttablaðið/Pjetur Gunnar Ingi Gunnsteinsson, fram- kvæmdastjóri MAK. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Verð kr. 24.875 C L A S S I C C O M F O R T K O D D A R TEMPUR® CLOUD COMFORT HEILSUKODDINN Comfort koddinn er gerður sérstaklega úr TEMPUR® ES (Extra Soft) efninu og veitir einstakt jafnvægi í mýkt og stuðningi. Tilvalinn fyrir þá sem vilja stuðninginn sem TEMPUR® er þekkt fyrir, en mýktina líka. Hentar nær öllum svefnstellingum EXTRA MJÚKUR Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 | Opið virka daga frá kl. 10-18 & Laugard. frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 | Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 | www.betrabak.is Þú færð TEMPUR® koddana BARA hjá okkur! Verð kr. 18.900 TEMPUR® ORIGINAL HEILSUKODDINN Þessum mælum við sterklega með fyrir þá sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna líkamlegra ástæðna. Hönnun hans fylgir náttúrulegri sveigju hálsins til að styðja við mænu og hrygg til að veita þér fullkomna næturhvíld. Hentar þeim sem sofa á hlið S É R H A N N A Ð I R H E I L S U K O D D A R FÁANLEGUR MJÚKUR, MEDIUM OG STÍFUR Verð kr. 19.900 TEMPUR® TRADITIONAL HEILSUKODDINN Sígild lögun þessa kodda veitir unaðslega tilfinningu og þægilegan stuðning í öllum svefnstellingum. Fáanlegur mjúkur, medium og stífur – sígild þægindi fyrir alla. Hentar nær öllum svefnstellingum ÞettA er í rAun fyrstA stórA sAM- vinnuverkefnið ÞAr seM öll stArfssviðin Þrjú koMA sAMAn og við ákváðuM Að ÞAð yrði fjölskyldusýning. 1 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U -26 m e n n I n g ∙ F r É t t A b L A Ð I ÐMenning 1 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U D A g U r 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 5 -F 6 C 0 1 6 4 5 -F 5 8 4 1 6 4 5 -F 4 4 8 1 6 4 5 -F 3 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.