Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 44
USD 127,21 GBP 196,35 DKK 19,29 EUR 143,90 NOK 15,50 SEK 15,44 CHF 131,28 JPY 1,06 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6.137,60 53,01 (0,87%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti Stjórnar - maðurinn 13.09.2015 Þetta er eins og í bókinni sem ég les stundum fyrir dóttur mín, Einar Áskell er að fara að sofa, bara aðeins að gera eitt áður en hann fer að sofa, bara aðeins leika með dótið sitt, svo þarf hann að fá sér eina kexköku, svo ætlar hann aðeins að fara aftur að pissa, o.s.frv. Svo endar bókin á að pabbi hans sofnar inni í eldhúsi, svona finnst mér samtalið í raun og veru vera. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2015. Það er lakari niðurstaða en á sama tíma 2014 þegar afkoman var neikvæð um 3,1 milljarð króna. Tekju- hallinn nam 1,9% af landsframleiðslu ársfjórð- ungsins eða 4,8% af tekjum hins opinbera. Fyrstu 6 mánuði ársins nam hallinn 17,6 milljörðum eða 4,0% af tekjum tímabilsins. Tekjuafkoma hins opin- bera var neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða sem nemur 0,1% af landsframleiðslu. 10,2 milljarðar Afkoma hins opinbera neikvæð Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 604,5 ma.kr. í lok ágúst og lækkaði um 15,5 ma.kr. milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 447,6 ma.kr. í lok ágúst 2015 samanborið við 407,9 ma.kr. í lok júlí. Nettó útgreiðslur gjald- eyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 156,9 ma.kr. miðað við lok ágúst samanborið við 212,1 ma.kr. miðað við lok júlí. 605 milljarðar króna Gjaldeyrisforði Seðlabankans lækkaði FréTTir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríks- sonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sex- tíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. ÞóknAnir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjá- tíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. ÞETTA er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturl- aðar til að réttlæta endurtekning- arnar. SkilAnEFnDArFólk hefur gjarn- an réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskipta- miðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. SlíkAr borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sér- þekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrif- stofuhúsnæði á besta stað í stór- borg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjár- hagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. ÞESSU er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af frétt- um að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. ÞVí er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að rétt- læta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. ÞAU Steinunn og Páll eru hold- gervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrota- búum bankanna á langinn út í hið óendan lega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. ÞAð kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn. Ormar á gulli 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 6 -0 F 7 0 1 6 4 6 -0 E 3 4 1 6 4 6 -0 C F 8 1 6 4 6 -0 B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.