Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 34
Systurnar Þorbjörg Þórhild­ur Snorradóttir og Krist­ín Snorradóttir eyða mikl­ um tíma í eldhúsinu og þá aðal­ lega við bakstur enda segja þær áhugann á bakstri sennilega hafa komið með móðurmjólkinni. „Ég var farin að prófa mig áfram í eld­ húsinu á unglingsárunum, for­ eldrum okkar til mikillar ánægju,“ segir Þorbjörg eða Tobba eins og hún er kölluð. Kristín, Stína, bætir við að hún hafi sett í f luggírinn fyrir meira en áratug þegar hún fór að lesa matarblogg. „Ég varð eiginlega óstöðvandi í bakstri þá.“ Bakkelsi á borðum Systurnar segjast hafa alist upp við að móðir þeirra og móður­ amma heitin voru báðar mjög afkastamiklar í eldhúsinu og ekki síst bakstri. „Það eru ein­ mitt margar uppskriftir sem koma frá mömmu sem hafa ratað á bloggið okkar, Eldhús­ systur. Amma var alltaf með bakkelsi á borðum þegar gest­ ir komu í heimsókn og nokkrar af hennar uppskriftum hafa líka ratað á bloggið okkar.“ Uppskriftin að súkkulaði­ kökunni sem Eldhússysturn­ ar gefa hér kemur að sjálfsögðu frá mömmu þeirra. Hindberja­ smjörkremið er hugmynd sem þær suðu saman eftir að hafa séð svipuð krem á netinu. „Þessi kaka klikkar aldrei, við erum lík­ lega búnar að baka hana hundr­ að sinnum og eigum eflaust eftir að baka hana mörg hundruð sinnum í viðbót, meðal annars vegna þess að þetta er afmælis­ kakan í fjölskyldunni. Þetta er klassísk súkkulaðikaka sem getur verið einföld og f ljótleg með hefðbundnu súkkulaði­ smjörkremi en það er líka gaman að leyfa hugmyndafluginu að ráða og skreyta hana á ýmsan máta eins og við gerðum í þetta sinn.“ Súkkulaðikaka með hindberjasmjör- kremi og marengstoppum Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara. Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur Hitið ofninn í 120 gráður með blæstri Þeytið eggjahvíturnar, þegar þær eru farnar að freyða skal hella sykrinum saman við í litlum skömmtum og þeyta vel á milli. Þeytið þar til marengsinn er stífur. Litið marengsinn að vild og setjið í sprautupoka. Sprautið litlum toppum á bökunarpappír. Skemmtilegt er að gera toppana í nokkrum litum og hafa þá mismunandi í laginu. Bakið í 60 mínútur. Ágætt er að leyfa toppunum að kólna inni í ofninum yfir nótt. Súkkulaðikaka 2 bollar hveiti 1,5 tsk. lyftiduft 0,5 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1,5 bolli sykur 200 g smjör 1 bolli mjólk 2 stór egg 2-3 msk. kakó Kveikt á ofninum, 175°C. Öllum efnum nema eggjum blandað saman í skál og hrært með hrærivél í tvær mínútur eða þar til allt er vel blandað saman. Eggin látin út í og hrært áfram í um tvær mín­ útur. Sett í tvö smurð, lausbotna form og bakað í um það bil 35 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út þegar stung­ ið er í kökuna. Látið kökuna kólna alveg áður en smjörkremið er sett á hana. Súkkulaði-ganache 110 g suðusúkkulaði ½ bolli rjómi salt á hnífsoddi Hakkið niður súkkulaðið og setjið í skál með saltinu. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið standa í tíu mínútur án þess að hræra. Hrærið súkk­ ulaðið vel saman við rjómann og leyf­ ið að kólna. Hindberjasmjörkrem 110 g smjör 1,25 dl frosin (eða fersk) hindber ½ tsk. vanilludropar 450 g flórsykur Smjör, hindber og vanilludropar hrært mjög vel saman. Flórsykri bætt saman við smátt og smátt og þeytt vel á milli. Eins og alltaf með smjörkrem þarf að stilla magn flórsykurs af þannig að kremið verði hæfilega þykkt. Samsetning Setjið annan kökubotninn á fat, smyrj­ ið smjörkremi á kökubotninn og legg­ ið síðan hinn kökubotninn ofan á. Þekið kökuna með smjörkreminu. Gott er að skella kökunni í kæli í smá stund til að kremið stífni aðeins. Látið súkkulaði­ ganache á kökuna að vild og raðið marengstoppum ofan á eftir smekk. Afmæliskaka úr eldhúsi Eldhússystra Súkkulaðikaka með hindberjakremi og marengstoppum hljómar dásamlega girnilega en þær Þorbjörg Þórhildur og Kristín Snorradætur gefa hér uppskrift að henni. Uppskriftina fengu þær hjá móður sinni. Uppskriftir að öðru gómsæti má finna á bloggi þeirra, Eldhússystur, en þær segja fjölskyldu sína og vini verða fyrir því óláni að þurfa að borða afraksturinn. Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, Tobba, segist ábyggilega hafa gert súkkulaðikökuna girnilegu hundrað sinnum og að systir hennar, Stína, hafi gert hana álíka oft. MYND/GVA Súkkulaðikaka með hind- berjakremi og marengs- toppum er á borðum í flestum afmælisboðum Eld- hússystra. Dragháls 14-16 · 110 Reyk jav ík S ími 4 12 12 00 · www. i s l e i f u r . i s L O G I S 1 6 0 T a l i s S V A R I A R C T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a F O C U S 2 6 0 m . ú ð a r a Gæði fara aldrei úr tísku T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a T a l i s S F O C U S 1 6 0 F O C U S 1 6 0 L O G I S 2 6 0 T a l i s S m . ú ð a r a Eitt mesta úrval landsins af eldhúsblöndunartækjum Kynning − auglýsing 16. SEpTEmbEr 2015 mIÐVIKUDAGUr6 Eldhús 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 5 -E C E 0 1 6 4 5 -E B A 4 1 6 4 5 -E A 6 8 1 6 4 5 -E 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.