Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 54

Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 54
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur 16. september 2015 Náttúrulíf Hvað? Fuglaskoðun við Bakkatjörn Hvenær? 17.00 Hvar? Bakkatjörn Fuglavernd verður með fuglaskoðun við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Til stendur að skoða endur, gæsir og máfa og líklega einhverja vaðfugla. Mælt er með að taka með sér fuglabók og sjónauka en að auki verður stór fuglasjónauki með í för. Elma Rún Benediktsdóttir fuglaskoðari með meiru mun leiðbeina við fugla- skoðunina. Heimspeki Hvað? Heimspekikaffi Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarbókasafnið Gerðubergi Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á fyrsta Heimspekikaffi haustsins fær Gunnar Hersveinn til sín Þórodd Bjarnason myndlistarmann. Gunnar, sem er rithöfundur og heimspekingur, tekst á við leitina að svari í mann- heimum á Heimspekikaffi og Þóroddur skoðar málið m.a. út frá spurningunni um hvort hægt sé að fullgera lífið eða hvort það sé ævinlega ógert og ósvarað. Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og gestir taka virkan þátt í umræðum. Tónleikar Hvað? 10 ára afmælistónleikar Ljóssins Hvenær? 20.00 Hvar? Háskólabíó 10 ára afmælis og styrktartónleikar. Frábærir listamenn stíga á svið, eins og Friðrik Dór, Jón Jónsson, Lay Low, Ragga Gröndal, Glowie, María Ólafs, Sigríður Thorlacius, Kristjana Stefáns og Bagga- lútur. Sigga Eyrún flytur ásamt skólakór Kársness nýtt lag, Leitaðu í Ljósið, sem var samið sértaklega fyrir samtökin. Miðar aðeins á 3.500. Sjá allt um tón- leikana á www.ljosid.is. Hvað? Borko Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra Borko flutti nýverið til Reykjavíkur eftir þriggja ára útlegð á Drangsnesi á Ströndum og treður upp ásamt hljóm- sveit. Þetta eru fyrstu tónleikar Borko í höfuðborginni síðan í lok árs 2013 og má því búast við mikilli flugelda- sýningu. Ný lög verða flutt í bland við sígilda smelli af plötunum Celebrating Life og Born to Be Free. Markús and the Diversion Sessions spila á undan en sú sveit hefur líka legið í dvala í nokkurn tíma enda liðsmenn verið búsettir víða um lönd. Miðaverð er 1.500 kr. Hvað? Steampunk tónlistartilraunir Hvenær? 20.00 Hvar? Gaukurinn Gestir klæða sig upp í sitt fínasta púss, einhverjir ætla að vera með smá tón- listartilraunir og allir ætla að skemmta sér vel. Það kostar 500 krónur inn. Málstofur Hvað? Réttindabarátta fyrir fólk á flótta Hvenær? 08.30 Hvar? Rauði Krossinn, Efstaleiti 9 Nú er rúmt ár liðið frá því að Rauði krossinn á Íslandi tók að sér réttar- gæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hingað til hafa verið kallaðir hælisleitendur. Í dag verður haldinn fræðslufundur þar sem starfsfólk hælis- teymisins fer yfir starfið og situr fyrir svörum. Haldin verða tvö erindi. Annars vegar um réttindabaráttu fyrir fólk á flótta og hins vegar um baráttuna við aðgerðaleysið. Allir velkomnir. Hvað? Hvort vel ég verðtryggt eða óverð- tryggt lán í dag? Hvenær? 17.00 Hvar? Íslandsbanki Granda, Fiskislóð 10 Íslandsbanki stendur fyrir fræðslu- fundi í útibúinu úti á Granda. Markmið fundarins er að fá svör við spurningum á borð við hvaða áhrif hafa hækkandi stýrivextir á lánið, er skynsamlegt að endurfjármagna núna, hvort er betra að hafa fasta eða breytilega vexti. Haukur Skúlason og Finnur Bogi Hannesson halda erindi. Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Boðið verður upp á kaffi- veitingar. Uppistand Hvað? Goldengang Stand-up Hvenær? 21.00 Hvar? Tjarnarbíó Goldengang er hópur af athyglissjúkum uppistöndurum sem hafa haldið uppi- standskvöld í Reykjavík. Þeir hafa verið starfandi frá því í júní. Fram koma Gísli Jóhann, Greipur Hjaltason, Sigurður Anton og Ólafur Freys. Viðburðurinn verður bæði á íslensku og ensku. Frítt inn og allir velkomnir. Hugleiðsla Hvað? Hugleiðsla okkar tíma Hvenær? 19.20 Hvar? Dansverkstæðið, Skúlagötu 30 Kraftmikil og djúp hugleiðsla sem er á miðvikudögum og í þetta sinn undir stjórn Tristan Gibbin. Styrkur þessarar hugleiðslu er hve vel hún hentar fólki í stressi sem við búum við í nútíma samfélagi. Nútíma hugleiðsla skiptist í fjóra kafla. Fyrsti hlutinn snýst um að opna hugann og tilfinningarnar, í öðrum verður fundin djúp ró á náttúrulegan hátt. Í þeim þriðja er einblínt á að hugsa og tengjast innsæinu. Fjórði kaflinn snýr að því að framkvæma til að þær upp- lýsingar eða uppgötvanir sem finnast í hugleiðslunni nýtist í lífinu. Margvísleg tónlist er notuð. Það kostar 2.000 kr. inn. Sara Pétursdóttir, eða Glowie, er ein af þeim sem koma fram á styrktartónleikum Ljóssins í kvöld í Háskólabíói. Borko snýr til höfuðborgarinn- ar eftir þriggja ára útlegð á Drangsnesi. MAZE RUNNER 6, 9 NO ESCAPE 8, 10 STRAIGHT OUTTA COMPTON 10:15 ABSOLUTELY ANYTHING 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA KNOCK KNOCK KL. 10:30 LOVE & MERCY KL. 8 THE TRANSPORTER REFUELED KL. 10:30 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 8 VACATION KL. 5:50 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 5:50 KNOCK KNOCK KL. 5:50 - 8 - 10:30 KNOCK KNOCK VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20 LOVE & MERCY KL. 8 - 10:30 SELF/LESS KL. 8 - 10:30 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 5:30 - 8 - 10:30 VACATION KL. 5:50 - 8 - 10:30 SKÓSVEINARNIR ÍSLTAL 2D KL. 5:50 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 5:50 KNOCK KNOCK KL. 5:50 - 8 - 10:20 SELF/LESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 5:30 - 8 - 10:30 VACATION KL. 5:50 - 8 MISSION: IMPOSSIBLE KL. 10:20 LOVE & MERCY KL. 5:30 - 8 - 10:30 THE MAN FROM U.N.C.L.E. KL. 5:30 - 8 - 10:30 MISSION: IMPOSSIBLE KL. 8 ANT-MAN 2D KL. 10:45 INSIDE OUT ÍSLTAL 2D KL. 5:50 KNOCK KNOCK KL. 8 - 10:10 LOVE & MERCY KL. 8 MAZE RUNNER: SCORCH TRIALS KL. 10:30 NÝJASTA MYND GUY RICHIE LEIKSTJÓRA SNATCH OG SHERLOCK HOLMES  THE TELEGRAPH  HITFIX  TIME OUT LONDON FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR LOOPER SÁLFRÆÐIÞRILLER AF BESTU GERÐ  CINEMABLEND  HITFIX  EMPIRE  VARIETY  NEW YORK TIMES  CHICAGO TRIBUNE  VARIETY  VILLAGE VOICE  WASHINGTON POST  HITFIX  TRI-CITY HERALD Sýningartímar á eMiði.is og miði.is Mættu og taktu númer Verður þú Íslandsmeistari í Ökuleikni? Keppnirnar fara fram á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.brautin.is og í síma 588 9070. Brautin - bindindisfélag ökumanna Laugardagur 19. september Sunnudagur 20. september Ökuleikni á rútum kl. 11:30 Ökuleikni á trukkum kl. 14 Meirapróf er skilyrði fyrir þátttöku. Opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á fólksbílum kl. 13. 1 6 . s e p T e M b e r 2 0 1 5 M I Ð V I K U -28 M e N N I N g ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 6 -0 A 8 0 1 6 4 6 -0 9 4 4 1 6 4 6 -0 8 0 8 1 6 4 6 -0 6 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.