Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 59

Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 59
Bergur er annar handritshöfundur myndarinnar og Kristófer mun leikstýra en á myndina vantar Guðmund sem einnig skrifar handritið. Fréttablaðið/GVA „Sagan fjallar um unga vini, Björn og Jórunni, sem lenda í hremmingum þegar forn sáttmáli manns við náttúr- una er rofinn og það fer í gang atburða- rás sem stefnir landi og þjóð í hættu og þau eru eina fólkið sem er með lykilinn að þessari gátu,“ segir Kristófer um söguþráðinn. „Björn vaknar upp einn morguninn með horn á höfðinu og þau fara að reyna að átta sig á því hvernig hann losnar við þau og þau átta sig á því að þau þurfa að leysa úr þessum náttúru- sáttmála,“ segir Kristófer en við það að sáttmálinn er rofinn vakna alls kyns vættir úr dvala og valda talsverðum usla. Kristófer segir þá félaga að vonum sátta við styrkinn og nú fari önnur vinna á fullt skrið. „Handritið er komið á fullt, af því að við fengum grænt ljós. Það eru margir sem sækja um og ekki margir sem fá þannig að við erum mjög sáttir,“ segir hann. Eftir er að finna leikara til þess að fara með hlutverk í myndinni. „Mesta áskorunin er að finna krakk- ana, það vegur mest og þyngst. Þau verða í öllum senum í myndinni.“ Hann hefur þó reynslu af því að leikstýra krökkum en hann leikstýrði sjónvarps- þáttunum Fólkið í blokkinni og hefur ástríðu fyrir því að búa til vandað efni fyrir yngri kynslóðina. „Ég brenn svo- lítið fyrir því að gera efni fyrir yngstu kynslóðina og sinna henni.“ gydaloa@frettabladid.is Trendið Hneppt hnossgæti Afturhvarf tískunnar til sjöunda áratugar síðustu aldar á sér engin takmörk um þessar mundir, og nú er heitasta heitt að skarta svokölluðum A-línu- pilsum, sem hneppt eru alla leið niður. Við pilsin er afar lekkert að klæðast háum stíg- vélum, rúskinns jafnvel eins og kom fram í síðasta Trendkafla Fréttablaðsins. Rúskinnið sjaldan eins og heitt og núna. Gallapilsin eru klæðileg. Top Shop valdi þetta hneppta pils á sína tískupalla. Vintage pils eiga sérlega mikið upp á pallborðið, enda töluvert afturhvarf til fortíðar. Allir í skápana hjá mömmu. B A R Á T T A N G E G N K R A B B A M E I N I Fjöður sem vegur þungt Kauptu Bláu fjöðrina – til stuðnings rannsóknum á bættri greiningu krabbameins. Með kaupum á Bláu fjöðrinni leggurðu þitt af mörkum til stuðnings rannsóknum á bættri greiningu krabbameins. Afrakstur landssöfnunarinnar verður notaður til kaupa á tækjum sem bæta greiningu krabbameins. Mælingar á kjarnsýrum Kjarnsýrur, bæði DNA og RNA, losna frá líffærum út í líkamsvökva. Magn kjarn­ sýranna og gerð þeirra endurspeglar heilsu einstaklingsins. Vonir eru bundnar við að nota megi mælingar á kjarnsýrum í blóði og þvagi til að skima fyrir margvíslegum sjúkdómum, til sjúkdómsgreininga og til að fylgja eftir meðferð. Vonir standa til að mögulegt verði að nota þessi próf í rannsóknaskyni til að berjast gegn krabbameini. Vitað er að stökkbreytingar í erfðaefni meinsins valda sjúkdómum og þessar stökk­ breytingar eru einmitt greinanlegar í líkamsvökvum. Blái naglinn og Landsspítalinn Landssöfnunin Fjöður sem vegur þungt er samstarfsverkefni Bláa naglans og Erfða­ og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans til að byggja upp fullnægjandi aðstöðu til rannsókna á kjarnsýrum í líkamsvökva. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgitta gefur út bók. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í en ákvað bara að dýfa mér í djúpu laugina. Ég byrjaði bara á fyrstu bókinni og það kom mér á óvart hvað ég hafði gaman af að skrifa. Ég var með skýra mynd af því hvernig ég vildi hafa teikning- arnar og endaði á að fá hæfileikaríka stelpu frá Armeníu til þess að mynd- skreyta. Eftir að ég flutti heim fór ég með hugmyndina og teikningarnar í Forlagið og þeir voru mjög spenntir fyrir þessu.“ – gj L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 33M i ð V i K U D A G U R 1 6 . s e p T e M B e R 2 0 1 5 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -0 A 8 0 1 6 4 6 -0 9 4 4 1 6 4 6 -0 8 0 8 1 6 4 6 -0 6 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.