Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 40
 | 8 16. september 2015 | miðvikudagur Áshildur Bragadóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún tekur við starfinu þann 16. september næstkomandi. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu ber ábyrgð á verkefnum sem tengjast ferða­ málum. Höfuðborgarstofa rekur fjölþætta upplýsingamiðlun fyrir ferðamenn, meðal annars í gegn­ um aðalupplýsingamiðstöð höfuð­ borgarinnar í Aðalstræti og sér um framkvæmd stórra borgar­ hátíða ásamt samráði og ráðgjöf við skipuleggjendur annarra við­ burða í borginni. Áshildur var valin úr hópi 39 umsækjenda. „Það var mikið af hæfu fólki með mikla reynslu meðal umsækjenda. Þannig að það var bara mjög gaman að vera valin úr þessum góða hópi,“ segir Áshildur. Áshildur segir aðspurð starfið leggjast mjög vel í sig. „Að mínu mati er þetta starf sem er með sterkan prófíl og þetta eru umfangsmikil verkefni. Við erum í raun að markaðssetja höfuð­ borgina fyrir ferðamenn. Þannig að þetta eru gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Áshildur. Áshildur er viðskiptafræðing­ ur með M.Sc. í stjórnun og stefnu­ mótun frá Háskóla Íslands. Frá árinu 2012 hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Markaðs­ stofu Kópavogs. Áshildur segir að mörg tækifæri séu í að mark­ aðssetja höfuðborgarsvæðið allt gagnvart erlendum ferðamönn­ um. „Við á Höfuðborgarstofunni erum í samstarfi við sveitarfé­ lögin á höfuðborgarsvæðinu um að vinna saman að þessari mark­ aðssetningu og búa til fleiri tæki­ færi til að draga ferðamenn að fleiri svæðum innan höfuðborgar­ svæðisins,“ segir Áshildur. Áshildur er gift Björgvini Snæ­ björnssyni arkitekt og eiga þau saman fjórar dætur á aldrinum 10­20 ára. Utan vinnunnar stund­ ar hún mikla hreyfingu, hleypur, gengur á fjöll á sumrin og stund­ ar skíði á veturna. Auk þess les hún mikið og fylgist vel með þjóðfélagsumræðunni. „Sömu­ leiðis hef ég alltaf gaman af því að bæta við mig nýrri þekkingu. Ég hef verið síðustu tvö árin að læra spænsku, og hef áður tekið námskeið í frönsku. Að læra er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Áshildur og bætir við að í ellinni, þegar hún er hætt að vinna, dreymi hana um að setj­ ast aftur á háskólabekk.  saeunn@frettabladid.is Finnst skemmtilegast að læra Áshildur Bragadóttir tekur við starfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu 16. september. Hún hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs frá árinu 2012. Glaðlynd oG með húmorinn í laGi Áshildur er mikil áhugamanneskja um þjóðmál og sam- félagið. Hún er fréttafíkill og hefur skoðanir á samfélags- málum. Hún er líka gríðarlega skipulögð og öflug í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er fljót að sjá stóru myndina og góð í að tengja hluti saman, eins og hún hefur gert hjá Markaðsstofu Kópavogs. Hún er alltaf mjög glaðlynd og jákvæð og tekur öllum verkefnum með mikilli gleði. Hún leysir öll verkefni, ekkert verkefni er of flókið. Hún er höfðingi heim að sækja, býr til ofboðslega góðan mat og öll umgjörð í kringum hana er glæsileg, hún hefur lag á að hafa allt smart og lekkert. Hún er líka ein af þeim sem láta verkin tala. Ragnheiður Guðmundsdóttir vinkona Áshildur er einstaklega hugmyndarík, klár, dugleg og drífandi, allt eiginleikar sem hafa nýst í vinnu hennar hjá Markaðsstofu Kópavogs og munu pottþétt gera það hjá Höfuðborgarstofu. Hún er ráðagóð og ráðholl þegar vinir og starfsfélagar þurfa á að halda, en óttast heldur ekki að leita ráða sem er ekki síður mikilvægur eiginleiki. Áshildur er félagslynd og á sæg af góðum vinkonum, vinum og kunn- ingjum, sem er ekki skrítið því hún er svakalega skemmti- leg, hress og með húmorinn í lagi. Sigríður Björg Tómasdóttir samstarfskona bjartsýn í borginni Áshildur Bragadóttir segir að mörg tækifæri séu í að markaðssetja höfuðborgarsvæðið allt gagnvart erlendum ferðamönnum. Fréttablaðið/GVa Ég hef verið síðustu tvö árin að læra spænsku, og hef áður tekið nám- skeið í frönsku. Tækifæri Íslendinga til þess að flytja út vörur til Kína eru vax­ andi, að mati Ársæls Harðarson­ ar, formanns Íslensk­kínverska viðskiptaráðsins. Viðskiptaráð­ ið stóð fyrir stefnumóti íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja frá borg­ inni Foshan í Kína á föstudaginn. Þar tóku þátt sautján fyrirtæki frá Kína og um 20 íslensk fyrirtæki. Eins og fram kom í Markaðn­ um í síðustu viku er rúmt ár liðið frá því að fríverslunarsamning­ ur milli Íslands og Kína tók gildi. Enn sem komið er hefur útflutn­ ingur íslenskra fyrirtækja ekki aukist verulega. „Ég hef alltaf litið svo á að þetta taki sinn tíma og það muni falla hvert vígið á fætur öðru í þessu með tímanum,“ segir Ársæll. „Það er augljóst að það hefur töluvert gerst í innflutningi. En á útflutningshlutanum þurfa fyrirtækin að sækja á. Og samn­ ingurinn er þannig að ef það eru hnökrar á honum þá er vilji á báða bóga að laga það. Það þarf svolítið að vinna það mál fyrir mál og það hefur komið upp fullt af málum sem hnökrar eru á og þá þurfa menn að vinna það og það tekur tíma,“ segir Ársæll. Nú þegar Rússlandsmarkaðir lokast fyrir sjávarafurðir telur Ársæll mögulegt að hægt verði að flytja út makríl til Kína. „Við létum þau til dæmis vita í sendi­ nefndinni frá Dalí að það væri tækifæri á Íslandi og það kann að vera að það sé mögulegt. En við verðum líka að átta okkur á því að makríllinn okkar, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, hefur verið sendur á Rússlands­ og Níg­ eríumarkað og það bendir til þess að hann sé kannski ekki í hæsta gæðaflokki fyrir neytendamarkað. Þannig að það getur verið að það séu takmarkanir á því hvar eftir­ spurnin er. En það er alveg aug­ ljóst að það eru tækifæri.“ Ársæll bendir á að Kína sé gífurlegur neyslumarkaður og fari mjög hratt vaxandi. „Þann­ ig að íslensk fyrirtæki eiga tæki­ færi. Það er ekki spurning,“ segir Ársæll, en bendir þó á að þetta muni velta á öflugu markaðs­ starfi. „Menn þurfa að taka vinn­ una í sínar hendur og mér sýnist það nú vera það sem er að gerast,“ segir hann. Fyrirtækin sem komu til Íslands í síðustu viku eru frá Foshan­hér­ aði á Kanton­svæðinu, nærri Hong Kong. „Þetta er mjög stórt svæði með mikinn iðnað og þeir eru að fara með 17 fyrirtæki til Evrópu og komu til Þýskalands í sam­ bærilegum erindagjörðum og ósk­ uðu eftir okkar aðstoð til að hitta íslensk fyrirtæki hér.“ Ársæll segir að Íslensk­kín­ verska viðskiptaráðið hafi fengið töluverðan fjölda af slíkum heim­ sóknum. „Við höfum gert töluvert af þessu og höfum fengið heim­ sóknir frá Shenzhen­ og Dalian­ héraði líka.“ Fyrirtækin eru flest í framleiðslu á vélatækni og því um líku. „Þetta eru gríðarlega stór fyrirtæki og eru framarlega í Kína hvert á sínu sviði. Og sum þeirra eru framarlega á heimsvísu,“ segir Ársæll. jonhakon@frettabladid.is Íslensk fyrirtæki þurfa að sækja á í markaðsstarfi Sautján fyrirtæki frá Foshan komu til Íslands í síðustu viku. Tækifærin til að flytja vörur til Kína eru að aukast, að mati formanns Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Innflutningur Íslendinga á kínverskum vörum vex stöðugt. Á grand hóteli Fundur Kínverjanna með fulltrúum íslenskra fyrirtækja fór fram á Grand hóteli á föstudag í síðustu viku. 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 6 -2 8 2 0 1 6 4 6 -2 6 E 4 1 6 4 6 -2 5 A 8 1 6 4 6 -2 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.