Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 31
METOD-eldhúslína IKEA, sem kom á markað fyrir rúmum tveimur árum, er mjög fjölhæf og sveigjanleg. Línunni má í raun líkja við ein- ingakubba sem hægt er að raða saman nokkurn veginn hvern- ig sem er. Grunneiningarn- ar, skápar og skúffur, eru fest- ar á veggbrautir sem veitir bæði mikið frelsi í skipulagningu og svo einfaldar það uppsetning- una til muna. „Frelsið var í raun sett í fyrsta sæti við hönnun línunnar,“ segir Auður Gunnarsdóttir sölustjóri. „Samkvæmt grunnhugmynda- fræði IKEA á fyrirtækið að bjóða upp á húsbúnað fyrir sem flesta og það á bæði við um breitt úrval sem hentar mismunandi þörfum og svo auðvitað verð- ið. Verðið á að vera þannig að allir geti fundið fallega gæða- vöru sem hæfir fjárhagnum og sú er líka raunin með METOD.“ Til dæmis fáist tvær tegundir af skúffum; FÖRVARA og MAXI- MERA. Þær fyrrnefndu upp- fylla allar gæðakröfur en þær síðarnefndu eru með ljúflokum og kosta því meira. Eins sé mis- jafnt hvort fólk vilji heldur skápa eða mikið af skúffum og jafnvel skúffur inni í skápum. METOD- einingarnar gera fólki kleift að stjórna ferðinni og velja út frá fjárhag og plássinu sem það hefur frekar en að þurfa að fylgja fyrirfram ákveðnum skorðum. „Möguleikarnir eru í raun ótelj- andi. Bak við hurðirnar í eldhús- skápunum geta verið hillur eða hillur og skúffur, bara skúffur eða einn eða fleiri skápar. Frels- ið er mjög mikið.“ Gott úrval Auður segir auðvitað tísku- strauma í eldhúsum eins og öðru en að úrvalið sé breitt og stílf lokkarnir nokkrir. „Hvort sem verið er að innrétta eldhús- krók í sumarbústaðnum í sveita- stíl eða stórt nútímalegt eldhús í nýbyggingu, þá eru grunnein- ingarnar þær sömu og svo velur fólk hurðir og skúffuframhliðar í þeim stíl sem það vill. Heim- ilistækin okkar hafa endurnýj- ast mikið undanfarið og úrvalið af orkunýtnum heimilistækjum er glæsilegra en nokkru sinni. Þau fást svo í mismunandi stíl, þannig að þau passi við eldhús- ið, hvort sem útlitið er sígilt eða nútímalegt.“ Auður segir þrjár nýjar línur hafa bæst í úrval- ið undanfarna mánuði. „EKE- STAD er úr eik, sem er mjög vinsæl núna. Svo hafa bæst við tvær hvítar línur; MÄRSTA, sem er mjög stílhrein með innbyggð- um höldum, og HITTARP, sem er í hlýlegum sveitastíl.“ Snjallt að utan sem innan Auður segir svo afar mikilvægt að huga að smáatriðunum líka. „Þegar eldhúsinnréttingin er til- búin og uppsett, kemur að litlu hlutunum sem við erum frek- ar upptekin af í IKEA núna. Litlu hlutirnir geta nefnilega skipt sköpum og í eldhúsinu er það innvolsið sem setur punkt- inn yfir i-ið í skipulagningunni. Þegar allt er á sínum stað í skúff- unum og skápunum þarf enginn að eyða tíma í að leita eða lenda í því að kaupa eitthvað sem þegar var til aftast í skápnum,“ segir Auður. „Eins og sjá má er ekkert því til fyrirstöðu að byrja að láta eldhúsdrauminn rætast. Fyrsta skrefið er að skoða úrval- ið og finna það sem heillar, ná svo í Home Planner-teikniforrit- ið á vefnum okkar og prófa sig áfram. Viðskiptavinir geta svo séð alfarið um hönnunina sjálf- ir eða fengið aðstoð teiknaranna okkar við að hanna draumaeld- húsið!“ Algjört eldhúsfrelsi hjá IKEA Eldhúsið er líklega vinsælasta herbergið á hverju heimili. Þar byrjar dagurinn, og um leið og fjölskyldumeðlimir snúa heim eftir skóla- og vinnudaginn liggur umferðin aftur um eldhúsið. Við höfum auðvitað flest matarást á eldhúsinu, en það vill verða svo að aðrar athafnir finni sér stað þar líka, eins og að læra, lesa, vinna eða bara spjalla. Því er mikilvægt að eldhúsið uppfylli ólíkar þarfir og að allir hafi pláss fyrir sitt. Fjölbreytt úrval eldhúsinnréttinga hjá IKEA ætti því að henta hvaða fjölskyldu- og eldhússtærð sem er. HITTARP-línan fellur fullkomlega inn í sveitastílinn ásamt tilheyrandi borðbúnaði og heimilistækjum. Nýju MÄRSTA-framhliðarnar skapa stílhreint eldhús sem fær hér hlýlegan blæ með bambusklæðningu og -aukahlutum. Hægt er að velja á milli fjögurra lita af innbyggðum höldum, sem fylgja með. BROKHULT-framhliðarnar eru með hnotuáferð. Hvítar HERRESTAD-hurðir með þrívíddaráferð gefa eldhúsinu svo skemmtilegan svip. Nýju EKESTAD-eikarlínunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda er eikin sígild og hlýleg. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI 3EldhúsKynning − auglýsing16. SEPTEMBER 2015 MIÐVIKUDAGUR 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 5 -E C E 0 1 6 4 5 -E B A 4 1 6 4 5 -E A 6 8 1 6 4 5 -E 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.