Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Blaðsíða 4
Milan Kundera:
Óbærilegur léttleiki
tilverunnar
Hvað gerir ungur læknir þegar fallega
þjónustustúlkan S hótelinu úti á landi stendur allt
í einu á tröppunum hjá honum í borginni með
hafurtask sitt og er bara komin...? Tómas
ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í
líf sitt, en framhaldið er ekki á hans valdi - þau
eru leiksoppar sögunnar, fómarlömb ytri afla eins
og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í
greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega
saman við öriög persóna bókarinnar. Samt er
þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki
tiluerunnar er full af óvæntri gamansemi og iýsir
samhengi stjómmála, kynlífs og dauða með
grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og
frelsi draumsins verður athvarf mannshugans
andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.
Milan Kundera er fæddur í Prag árið 1929. Hann
hefur fengist við tónlist og kvikmyndir auk
bókmennta, og hiotið fjölmargar viðurkenningar
fyrir skáldverk sín. Árið 1975 fluttist hann til
Frakklands, þar sem hann hefur búið síðan.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar kom fyrst út 1984
og hefur síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál.
Friðrik Rafnsson íslenskaði bókina sem er347
bls.
Verð: 1590.-. Félagsverð: 1351.-.
Mál og menning
4