Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Page 24
UGLAN — íslenski
kil j uklúbburinn
UGLAN - fslenski kiljuklúbburinn hóf göngu
sína í apríl 1986. Klúbburinn fékk þegar mjög
góðar undirtektir og eru nú um fimm þúsund
félagar í honum. íslenski kiljuklúbburinn er með
öðru sniði en aðrir bókaklúbbar hérlendis því
hann byggir á áskriftarfyrirkomulagi með líkum
hætti og tímarit. Klúbbfélagar fá senda
bókapakka á rúmlega tveggja mánaða fresti, og í
hverjum pakka eru ýmist þrjár eða fjórar bækur
- í þeim fyrsta voru þær þó reyndar fimm. Verð
pakkans er fast, og hefur það verið 498 krónur til
þessa. Eina skuldbinding klúbbfélaga er að þeir
kaupi þrjá pakka í röð, en að öðru leyti geta
menn sagt upp áskriftinni þegar þeir vilja og eru
þá lausir allra mála.
Á fyrsta árinu sendi klúbburinn áskrifendum
sínum þessar fimmtán bækur:
/ fyrsta pakka:
Karen Blixen: Jörð í Afrfku.
P.D. James: Vitnideyrl.
P.D. James: Vitnideyr2.
Leo Tolstoj: Stríð og friður 1.
Veggjakrot og annar vísdómur.
Verð bókanna í íslenska kiljuklúbbnum er
ótrúlega lágt. Hver bókapakki kostar mun minna
en ein venjuleg innbundin bók. Meðalverð bókar
í kiljuklúbbnum fyrsta árið var 133 krónur.
Þetta framtak er mjög í anda upprunalegs
hlutverks Máls og menningar - að koma
vönduðum bókmenntum á framfæri við
almenning á verði sem engum er ofviða.
Við bjóðum til
bókaveislu
þessi jól
um
Mál og menning
24