Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 2
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 14 ÓFÆDD BÖRN Í LÍFSHÆTTU Fyrstu þrjá mánuði ársins 2015 var tilkynnt um 14 börn í lífshættu. Sum vegna heimilisofbeldis. 65 BÖRN Í HÆTTU Hætta steðjaði að 65 börnum að mati tilkynn- anda fyrstu þrjá mán- uði ársins. 2,4% AUKNING Hlutfall tilkynninga þar sem um heimilisofbeldi var að ræða hækkaði úr 5,0% í 7,4% á milli ára. HEIMILISOFBELDI OG OFBELDI GEGN BÖRNUM SAMFÉLAG Fjórtán tilkynningar bárust Barnaverndarnefnd um að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu fyrstu þrjá mánuði ársins 2015. Flestar tilkynningar koma frá lögreglu, ekki er ljóst hversu marg- ar þeirra eru vegna ofbeldis á með- göngu. Sextíu og fimm börn voru í yfir- vofandi hættu að mati tilkynnanda fyrstu þrjá mánuði ársins. Í til- kynningum um ofbeldi var hlutfall tilkynninga þar sem um heimilis- ofbeldi var að ræða 7,4% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2015 en 5,0% fyrir sama tímabil árið á undan. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, segir mikilvægt að heil- brigðisstarfsfólk sé vakandi fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir sýni að aukin áhætta sé á heimilisofbeldi á meðgöngu. Í umfjöllun Fréttablaðs- ins í gær um ofbeldi sem kona var beitt á fæðingardeild og var ekki til- kynnt til lögreglu sagðist hún vonast eftir nánara samstarfi við heilbrigð- isyfirvöld. Hjúkrunarfræðingur fylgdi verklagsreglum spítalans og tilkynnti atvikið til félagsráðgjafa sem sendi tilkynningu til Barna- verndar. Það var mat starfsmanna á fæðingardeild að ekki þyrfti að kalla til lögreglu þar sem maðurinn var farinn af vettvangi. Barnsfaðirinn braut meðal ann- ars síma og tölvu sem unnusta hans var með á fæðingardeildinni og átti atvikið sér stað skömmu eftir að konan hafði gengið í gegnum keis- arauppskurð og fleiri en eitt vitni voru að því. Versta ofbeldinu beitti barnsfaðirinn þegar börnin voru átta daga gömul. „Við hefðum gjarn- an viljað fá símtal frá heilbrigðisyf- irvöldum og atvikið minnir okkur á þörfina á að rýna til gagns í kerfið,“ sagði Alda og minnti á að skamm- ur viðbragðstími væri mikilvægur þegar um líf og heilsu væri að tefla og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir alvarlegt ofbeldi með skjótari viðbrögðum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist ekki geta sett sig í dómarasæti um það hvort kalla hefði átt til lögreglu en bend- ir á að bæði lögregla, heilbrigðis- starfsfólk og barnaverndaryfirvöld hafi brugðist skjótt við. Tilkynn- ing hafi borist Barnaverndarstofu nokkrum klukkutímum eftir atvikið og starfsmaður Barnaverndar vitj- að móðurinnar á fæðingardeildina samdægurs. Jón Hilmar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri barna -og kvenna- sviðs, segir að þeim verklagsreglum sé fylgt að atvik sem varði öryggi barna séu tilkynnt til barnavernd- ar. „En þegar um fullorðið fólk er að ræða þá tekur það sjálft ákvörð- un um hvort það hefur samband við lögreglu nema um alvarleg atvik sé að ræða.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Fjórtán ófædd börn tilkynnt í hættu Fjórtán tilkynningar bárust Barnaverndarnefnd um að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu fyrstu þrjá mánuði ársins. Ofbeldi á fæðingardeild var ekki tilkynnt til lögreglu en til barnaverndar eins og verklag kveður á um. Atvikið minnir okkur á þörfina á að rýna til gagns í kerfið. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um heimilisofbeldi frá nóvember 2012 kemur fram að það er ekki lagaleg skylda heilbrigðisstarfs- fólks að kæra eða láta lögreglu vita af ofbeldi í nánum samböndum. Þolandinn verði sjálfur að taka ákvörðun um að stíga slíkt skref. Fleiri en þúsund látist í hitabylgju SLYS Tveimur ferðamönnum er haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlega bílveltu við Hellissand í gærmorgun. Þau eru bæði þungt haldin. Sex manns voru í bílnum og nota þurfti klipp- ur til að ná einum þeirra úr bílnum en þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítalann. Hinir þrír voru fluttir á Heilsugæsluna á Ólafsvík. Samkvæmt heimildum blaðsins var nokkur óánægja á meðal starfsmanna sem tóku á móti þeim slösuðu vegna skorts á aðbúnaði á spítalanum. Hugbúnaður í sneiðmyndatæki fraus við meðferð á ferðamönnunum og tafðist því aðgerð á þeim en bilunin hafði ekki áhrif á heilsu þeirra. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. Spítalinn á tvö tæki, eitt við Hringbraut, annað í Fossvogi. Lengi hefur verið á dagskrá að kaupa nýtt sneið- myndatæki en það kostar um 250 milljónir. Stefnt er að því að festa kaup á tækinu á næsta ári. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir hann. - srs / bá Sneiðmyndatæki fraus fyrir aðgerð á ferðafólki sem lenti í bílveltu í gær: Tvö þungt haldin í öndunarvél KOMIN AF SLYSSTAÐ Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá til Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN INDLAND Indverskur bóndi í Bangalore skoðar ræktarland sitt sem hefur gereyði- lagst í hitabylgjunni sem nú ríður yfir Indland. Hitabylgjan er sú mannskæðasta frá upphafi mælinga en yfir þúsund manns hafa látist vegna hennar. Hitinn á Indlandi er rúmlega 50 gráður á Celsíus og hefur valdið víðtækri eyðileggingu á ræktarlandi. Fjöldi fólks reynir að kæla sig með vatni og yfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig megi sporna við skaðlegum áhrifum hitans. Regntímabilið á Indlandi hefst 31. maí og vonast er til að það muni bæta ástandið töluvert. EPA/JAGADEESH KJARAMÁL Stefnt er að því að skrifa undir nýjan kjarasamning VR, Flóabandalagsins, LÍV og Stéttar- félags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, verður samningurinn borinn undir stjórn VR í dag og fáist þar samþykki verður hann undirritað- ur í kjölfarið. Samningarnir verða þó ekki að fullu samþykktir fyrr en félagar í VR, Flóabandalaginu, LÍV og Stéttar félagi Vesturlands greiða um þá atkvæði. Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí það ár. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. Launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krón- um en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lág- marki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækk- un upp á 4,5 prósent og almennri hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. - vh Formaður VR segir að fundað verði með stjórn VR í dag til þess að fá samþykki fyrir samningnum: Stefnt að því að skrifa undir samning í dag SAMNINGAR Í HÖFN Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR. ➜ Gert er ráð fyrir að lág- markslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. VEÐUR Norðan 3-10 í dag. Skúrir norðan til, en léttskýjað sunnan til. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. SJÁ SÍÐU 20 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag VELDU GRILL SEM EN DAST OG ÞÚ SPARA R Landmann gasgrill Avalon 4ra brennara 18,7 KW 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 3 -6 5 2 C 1 6 3 3 -6 3 F 0 1 6 3 3 -6 2 B 4 1 6 3 3 -6 1 7 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.