Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 6
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir forseti FIFA? 2. Hvað hefur Gunnleifur Gunnleifs- son, markvörður Breiðabliks, spilað marga leiki í efstu deild? 3. Hver er stofnandi verkefnisins Empowering a Billion Women by 2020? SVÖR: 1. Sepp Blatter. 2. 200 leiki. 3. Ingrid Vanderveldt. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is KJARAMÁL Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum í Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræði- legs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjara- deilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verk- falli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hring- braut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venju- lega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér álagið í hugarlund. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundr- uð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags.“ Sigrún segir uppsagnir geisla- fræðinga kall á hjálp. Stjórnend- ur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnu- álag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“ Á meðan á fundi geislafræð- inga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kast- að á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slys- um sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í mag- ann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræð- ingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu. kristjanabjorg@frettabladid.is Átta segja upp vegna niðurbrots í starfi Geislafræðingar segjast vera að gefast upp á 51. degi verkfalls. Að minnsta kosti átta þeirra sögðu upp vegna álags í starfi í gær. Rúmlega sex þúsund rannsóknum hefur verið frestað. Geislafræðingur lýsir dæmigerðum degi fyrir blaðamanni. ÞUSTU AF FUNDI Geislafræðingar sátu fund klukkan tíu í gærmorgun en brugðust skjótt við þegar fregnir af alvarlegu slysi bárust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BILAÐ TÆKI Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala í Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi. EFNAHAGSMÁL Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar breytingar á lögum um opin- bert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þetta kom fram í máli hans á árs- fundi Fjármálaeftirlitsins í gær. Hann segir miklar breytingar hafa orðið á fjármálaumhverfinu og langt síðan lögin voru sett. Breytingar hafa verið boðaðar á löggjöf um Seðlabankann og liggur fyrir vinna sérfræðinefndar vegna þeirrar vinnu. Bjarni segir ótíma- bært að segja til um hvort í boðuðum frumvörpum muni felast samþætt- ing í verkum stofnananna eða jafn- vel sameiningar. „En það er mjög stórt verkefni ef út í það yrði farið. Það þarf að eiga sér aðdraganda og við erum ekki að vinna neina slíka vinnu akkúrat núna,“ segir hann. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að endur- bætt löggjöf þurfi að gera Fjármála- eftirlitinu kleift að grípa inn í ef stofnunin sér að það er hætta fram undan. „Það þarf að endurspeglast í lög- unum að við tökum þátt í að stuðla að fjármálastöðugleika, við þurfum að fá lagaákvæði um að forgangsraða málum í samræmi við áhættumið- að eftirlit,“ segir Unnur. Löggjöfin þurfi að vera í takti við það vald og þá ábyrgð sem stofnuninni sé falin. - jhh Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi verði í samræmi þá ábyrgð sem Fjármálaeftirlitið ber: Ráðherra hyggst bæta löggjöf um FME Á ÁRS- FUNDI Vinna við nýja lög- gjöf hefst fljótlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR VEISTU SVARIÐ? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 4 -F 5 1 C 1 6 3 4 -F 3 E 0 1 6 3 4 -F 2 A 4 1 6 3 4 -F 1 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.