Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 16
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Nor- egs fyrir næstum 4 árum, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með sex ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuaug- lýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmennt- aður aðstoðarmaður á bæjar- reknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspít- ala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur sam- kvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar banka- reikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þann- ig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um að ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu … ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverj- um degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér. Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskóla- menntunar er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um auk- inn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálun- um, virðingarleysi fyrir umhverf- inu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar. Er ég mesti kjáni Íslandssögunnar? KJARAMÁL María Björk Steinarsdóttir líff ræðingur ➜ Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fi ska en spennan við að fl ytja aftur heim yfi rgnæfði þann hluta viðtalsins. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunar- fræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við efl- ingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkr- unar fræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnu- degi. Þetta staðfestir öryggis- listi ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunar- fræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkom- in vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkr- unarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en eng- inn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðing- ar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bætt- um launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræð- ingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrun- arfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslensk- ir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunar fræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auð- veldlega geta allir íslensk- ir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Nor- egi og um 650.000 hjúkrunar- fræðinga í Ameríku. Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkr- unarfræðingum að halda og þörf- in mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkr- un og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunar- fræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veik- indi. Markmið okkar hjúkrunar- fræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamennt- aðra ríkistarfsmanna. Hjúkr- unarstarfið verður að vera sam- keppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launa- munur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Aug- ljóst er að hefðbundnar karla- stéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunar- fræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunar- fræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbygg- ingarstarfi sem fram undan er í íslensku heilbrigðiskerfi. Við þurfum á hjúkrunar- fræðingum að halda! KJARAMÁL Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga ➜ Hjúkrunarstarfi ð verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunar- fræðingum í starfi . „Krónan tók á sig höggið“ „Krónan tók á sig höggið.“ „Krónan lagði grunn að nýjum stöðugleika.“ Svona orða þeir hlutina sem telja að við eigum að falla fram og tilbiðja þau öfl í þjóðfélaginu sem nú hamast við að fría sig allri ábyrgð á því, af hverju „krónan tók á sig höggið“. Það er talað um verðgildi krónunnar eins og eitthvað sem komi almenningi ekki við. En það er nú öðru nær. Stór- felldasta gengishrun í rúm 40 ár bitnaði samstundis á almenningi og var hrein kjaraskerðing af áður óþekktri stærð. Það var al- menningur sem tók á sig höggið ef einhver skyldi hafa gleymt því eða vilja leyna því. Síðan segja sömu ritarar nýrrar sögu af Hruninu, að verðbólguna, sem fylgdi, megi skrifa á reikning þeirra sem tóku við strandaðri þjóðarskútu, komu henni af skerinu út úr skerjagarðinum og gerðu við hana svo að hún gæti siglt á ný. Öflin, sem sigldu okkur í strand, eru sýknuð af allri ábyrgð, mærð að nýju og þeim þakkað „lengsta stöðugleikaskeiðið.“ Þegar litið er á línuritin sést að þetta stöðugleikaskeið hófst reyndar áður en gömlu Hrunöflin tóku við stjórninni. Og auðvitað er þagað um það, að meginorsök þess að verðbólga hefur haldist lág er sú, að við fengum að gjöf erlendis frá stærstu og varanleg- ustu verðlækkun á olíu á síðustu árum. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson AF NETINU Save the Children á Íslandi 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 3 -2 9 E C 1 6 3 3 -2 8 B 0 1 6 3 3 -2 7 7 4 1 6 3 3 -2 6 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.