Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 56
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 28 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar KVIKMYND ★★★★ ★ Hrútar LEIKSTJÓRN OG HANDRIT: GRÍMUR HÁKONARSON AÐALLEIKARAR: SIGURÐUR SIGURJÓNS- SON, THEODÓR JÚLÍUSSON MYNDATAKA: STURLA BRANDTH GRÖVLEN KLIPPING: KRISTJÁN LOÐMFJÖRÐ TÓNLIST: ATLI ÖRVARSSON FRAMLEIÐANDI: GRÍMAR JÓNSSON O.FL. FÖRÐUN: KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR BÚNINGAR: ÓLÖF BENEDIKTSDÓTTIR OG MARGRÉT EINARSDÓTTIR Sýningar á Hrútum Gríms Há- konar sonar hófust í vikunni. Hún var þá í þeirri forvitnilegu stöðu að hafa skrifað sig rækilega í bækur íslenskrar kvikmyndasögu án þess að hafa verið sýnd hér opinberlega. Ástæðan er sú að fyrstu opinberu sýningar myndarinnar fóru fram á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut verðlaunin Un Cert- ain Regard (bræðingur af efnileg- asta og áhugaverðasta myndin). Það hefur ekki beinlínis gustað í kringum Grím í íslenskri kvik- myndagerð en einhverjir gætu kannast við kvikmynd hans Sumar- landið (2010) og bráðskemmti- lega stuttmynd hans Bræðrabylta (2007). Mér virðist, af þeim íslensku kvikmyndum sem hafa verið fram- leiddar undanfarin ár, að íslensk kvikmyndagrein sé að myndast sem kalla mætti hreppamyndir eða eitthvað álíka. Greinaeinkenn- in væru vitanlega að myndin ger- ist í afskektum firði, sveit eða öðru strjálbýli. Þar er fólk iðulega sér- viturt á einhvern undirfurðulega fyndinn máta og hrærist í tákn- heimi fullum af lopapeysum, kjöt- súpum og veggfóðri frá 8. áratug- unum. Hrútar er ein slíkra. Hrútar er auk þess mynd sem maður myndi flokka sem listabíó (e. art-house) og gilda því aðrar „regl- ur“ hvað varðar efni og handbragð en fólk hefur vanist af menningar- varningi draumaverksmiðjunn- ar í vestri. Ekki er ætlast til þess að allir endar séu hnýttir, öllum spurningum mun ekki svarað og þungi tímans á að vera áþreifan- legur. Það skyldi hins vegar enginn fælast við þessa lýsingu og ætla að myndin sé einhvers konar torf fyrir vikið. Öll tæknileg vinna er laus við framúrstefnulegar tilraunir. Notast er við saumlausa framvinduklipp- ingu og stefnt að trúverðugleika og hefðbundnu raunsæi í úrvinnslu. Sagan líður áreynslulaust áfram, án útúrdúra og tiltakanlegra stíl- æfinga. Hrútar er saga sem gæti virst léttvæg í fyrstu en þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós. Tákn- rænir merkingaraukar fjár eru allt að því ótölulegir sem orsakar að djúpt lag þýðingar verður mögu- legt í hvert sinn sem fé kemur fyrir í mynd eða tali. Eins hefur maður ávallt ákveðna tilhneigingu til þess að líta á þorpin eða smá- bæina í hreppamyndum sem ein- hvers konar smækkaða mynd af stærra samhengi – stílbragð sem lesendur íslenskra bókmennta ættu að kannast við: Sumarhús og Óseyri við Axlarfjörð, svo eitthvað sé nefnt. Í þessu tilfelli væri nær- tækt að líta á „Dalinn“ (Bárðardal- ur) sem jafngildi Íslands alls eða hreinlega heimsins, ef maður kýs að hugsa stórt. Hvað á þá að ráða í að það er svartur sauður sem hleypir af stað meinsemd svo stráfella þarf allt kvikt í byggðinni? Grímar ku hafa byrjað að vinna að myndinni ekki löngu eftir efnahagshrunið á Íslandi og á undirritaður erf- itt með að setja Hrúta ekki í sam- hengi við þá atburði. Einn svart- ur sauður verður til þess að þorri manna þarf að fórna öllu því sem hann á og elskar mest. Það leyn- ast hins vegar í það minnsta tvær sögur innan verksins, ein stærri og önnur minni. Sú stærri tekur til samfélagsins í heild og á við um fyrrnefnda túlkun, en sú síð- ari á sér stað á persónulegra plani og hverfist um samband bræðra sem hafa ekki talast við í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þar má einnig sjá táknræna túlk- unarmöguleika fjárins leika stórt hlutverk. Sigurður Sigurjónsson (Gummi) og Theodór Júlíusson (Kiddi) leika bræðurna tvo og heppnast með ágætum að miðla þeirri tilfinningu að samband þeirra eigi sér hvort tveggja langa og flókna sögu, án þess að verið sé að eyða í það of mörgum orðum. Eins og fyrr segir er þetta engin stórslysa- eða kapp- akstursmynd og hvílir sú ábyrgð að koma sögunni til skila að miklu leyti á herðum Sigurðar. Áhorf- andi fylgir persónu hans í gegnum myndina og fylgist með framvindu atburða frá hans bæjardyrum. Hann stimplar sig inn sem þunga- vigtarleikari sem er fær um að túlka sálfræðilega krefjandi hlut- verk. Að öllum ólöstuðum verður að segjast að það sé umfram allt persóna Sigurðar sem er eftir- minnileg þegar sýningu lýkur. Kjartan Már Ómarsson NIÐURSTAÐA: Ágætis ræma sem tekur á málefnum á borð við einsemd, samband manns við náttúru, hugsjónir og fyrirgefningu og býður upp á ótal túlkunarmöguleika. Dalurinn, það er heimurinn BYGGÐ Á SJÓNVARPSÞÁTTUNUM NJÓSNADEILDIN KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ EGILSHÖLLÁLFABAKKA EMPIRE VILLAGE VOICE EMPIRE TOTAL FILM TIME OUT NEW YORK Frá leikstjóra Mission Impossible: Ghost Protocol og The Incredibles EMPIRE THE GUARDIAN THE HOLLYWOOD REPORTER VILLAGE VOICE Save the Children á Íslandi TOMORROWLAND 5, 8, 10:30 HRÚTAR 4, 6 SPY - FORSÝNING 10:35 PITCH PERFECT 2 5, 8 MAD MAX 3D 8, 10:30 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA tilkynnti blaðamönnum að um sorgardag væri að ræða á miðvikudag þegar fréttist að háttsettir menn í hreyfing- unni hefðu verið handteknir. Meint mútuþægni allt aftur til ársins 1990 er til skoðunar. Dagurinn var hins vegar ekki sorglegur heldur gleðilegur enda löngu kominn tími á að spilling innan FIFA verði upprætt. Vafalítið er þó rétt byrjað að kroppa í skorpuna á snúðnum. FRÉTTIRNAR bárust tveimur dögum fyrir kosningu forseta FIFA sem fram fer í dag. Í boði er annars vegar jórdansk- ur prins, einn átta varaforseta FIFA, og hins vegar Sepp Blat- ter sem gegnt hefur embætt- inu frá 1998. Svisslendingurinn er 79 ára og verður því 82 ára þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Rúss- landi árið 2018. FORVERI Blatters í starfi, Brasilíu- maðurinn Joao Havelange, var einnig 82 ára þegar hann lét af embætti 1998. Þeir félagar eiga því ekki aðeins sam- eiginlegt að hafa verið gjörspilltir á forsetastóli, eins og flest bendir til, heldur einnig að þekkja ekki vitjunar- tíma sinn. BLATTER hefur í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýndur fyrir kjánaleg ummæli samhliða ásökunum um spill- ingu. Hvernig á að auka veg kvennafót- bolta? Þrengri stuttbuxur voru tillaga Svisslendingsins sem síðar hefur lýst sjálfum sér sem guðföður kvennaknatt- spyrnunnar. ENDURTEKIÐ hafa formaður KSÍ og kollegar í álfunni fengið tækifæri til að gagnrýna Blatter. Þjóðum sem brjóta á mannréttindum er út hlutað HM, dauðir verkamenn á hverju strái í Katar, skýrslur sem sagðar eru sanna spillingu sem fá ekki að koma fyrir augu almennings, glórulaus ummæli. Lengi mætti telja. Aldrei var tækifærið nýtt. ÞAÐ þarf að breyta til innan FIFA, það er alveg augljóst. Þetta er óþol- andi staða sem við erum í,“ sagði Geir Þorsteinsson í gær eftir að hafa ákveðið að KSÍ færi að tillögu Michels Platini að kjósa prinsinn. Mjög eðlileg ummæli en mörgum árum eða áratug- um of seint. Vagninn til að gagnrýna Blatter og spillinguna innan FIFA er löngu kominn á Árbæjarsafnið. Laumufarþegar um borð 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 5 -8 E 2 C 1 6 3 5 -8 C F 0 1 6 3 5 -8 B B 4 1 6 3 5 -8 A 7 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.