Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 24
4 • LÍFIÐ 29. MAÍ 2015 ? Mér finnst þetta hljóma kjánalega og það gerir það örugglega en þannig er það að konan mín á titrara, eins og marg- ar konur, og ég veit hún notar hann í sjálfsfróun eða mig grunar það og stundum notum við hann saman. Mér finnst allt í lagi að nota hann saman, en ekki alltaf, þá verður það pirrandi af einhverri ástæðu, en mín spurning er sú hvort það geti farið svo að hún geti ekki feng- ið fullnægingu nema að nota titr- andi tæki? Gæti hún farið að kjósa það frekar en að vera með mér? SVAR Mig grunar að þetta sé spurning sem brennur á vörum margra elskenda, enda kominn lít- ill (nú eða misstór) þriðji aðili sem getur klárað málið á skotstundu án allra leiðbeininga og samningavið- ræðna. Bara kveikja, smyrja, titra, fá það, slökkva, skola og aftur ofan í skúffu. Málið er dautt á undir fimm mínútum. Skiljanlega getur slíkt verkað ógnandi en það er ástæða fyrir því að mannfólk stundar kynlíf með öðru mannfólki. Kynlíf er meira en bara fullnæging, það snýst um að tengjast annarri manneskju, finna af viðkomandi lyktina og líkams- þungann og snertinguna. Það snýst um fegurðina sem felst í einlægni án orða. Fullnæging er skemmtilegt krydd sem fylgir kynlífinu en engan veginn það sem heila málið snýst um, sérstaklega ekki þegar það er stundað með annarri mann- eskju. Hins vegar getur það verið þannig að þegar mann langar í einn snöggan, bara fá útrás og vel- líðunartilfinningu á sem skemmst- um tíma, þá getur titrandi hjálpar- hönd komið sér einkar vel. Ef þér finnst vanta tengingu á milli ykkar, að nándin og innileik- inn séu farin að dofna, þá getur verið gott að gefa sér tíma í smá innilegt kelerí. Kynlífstæki voru fundin upp til að auka kynferðis- legan unað og flýta fyrir fullnæg- ingu og því ber að fagna. Þau eru ekki staðgengill heldur skemmti- leg viðbót svo reyndu að stressa þig ekki á þessu heldur gleðjast að maki þinn passi upp á eigin unað. Margar konur vanrækja grind- arbotnsvöðvann eða jafnvel þjálfa hann vitlaust. Það er mik- ilvægt að hafa grindarbotn- inn í lagi en ef þú glímir við áreynsluþvagleka; þá kemur smá þvag þegar þú hlærð, hoppar eða hnerrar, þá getur það verið merki um að nú þurfi að styrkja grindarbotninn. Sterkur grind- arbotn getur leitt af sér auk- inn unað í kynlífi og er sérstak- lega mikilvægt að styrkja hann fyrir meðgöngu og eftir fæð- ingu. Þessar æfingar hjálpa þér að koma vöðvanum í lag. ● Til að staðsetja vöðvann getur þú stöðvað bununa þegar þú pissar. Ekki þjálfa vöðvann svona að staðaldri því það getur valdið sýkingum, þetta er bara fyrir þig að finna hvernig það er að spenna. ● Gott er að sitja á bríkinni á stól þegar æfingin er gerð. ● Ef botninn er slappur er gott að byrja liggjandi á hlið. ● Þá er gott að spenna bæði grindarbotninn og endaþarm- inn (ekki rassinn, ef þú lyft- ist upp þá ertu að spenna rass- vöðvann). ● Þú spennir og telur upp að 10 og passar að halda spennunni allan tímann. ● Svo er mikilvægt að slaka á og telja upp að 15. ● Þetta endurtekur þú svo tíu sinnum; kreppa í 10 sekúndur og hvíla í 15 sekúndur. ● Þetta er gott að endurtaka fimm sinnum yfir daginn. ● Þegar þú hefur náð góðum tökum á þessu þá er gott að þjálfa bæði úthald og styrkinn með því að bæta við æfingu þar sem er haldið í 5 sekúnd- ur og hvílt í 5 sekúndur og það endurtekið tíu sinnum í röð og svo fimm sinnum yfir daginn, auk fyrri æfinganna. „Sterkur grindarbotn getur leitt af sér aukinn unað í kynlífi og er sérstaklega mikilvægt að styrkja hann fyrir meðgöngu og eftir fæðingu “ Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is SVONA ÞJÁLFAR ÞÚ GRINDAR- BOTNINN Grindarbotninn styður við líffæri í grindarholi og passar að hægt sé að halda í sér þvagi og hægðum. Það er því mjög mikilvægt að styrkja hann reglulega með réttu æfingunum. Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Margar konur vanrækja grindarbotninn. NORDICPHOTOS/GETTY AF HVERJU NOTAR HÚN TITRARANN? Sumarsprengja 20-50% afsláttur Skipholti 29b • S. 551 0770 Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 5 -C 4 7 C 1 6 3 5 -C 3 4 0 1 6 3 5 -C 2 0 4 1 6 3 5 -C 0 C 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.