Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 ARM & HAMMER • Framúrskarandi tann- vernd fyrir hundinn þinn • Tannburstar sem auðvelda þér að hreinsa tennur hundsins • Tannkrem • Mynta sem eyðir tann- steini og andremmu • Vökvi og spray sem eyðir tannsteini og andremmu Dreifingaraðili: Petco ehf. S: 896 2006 Þú færð tannhreinsivörurnar frá Arm & Hammer fyrir hundinn þinn í öllum helstu gæludýraverslunum.                                     ! !! !  ""#"  #" " !$ %! #$$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $ #!% ! !#" " #$  "% "% !$ $ %!$ #$!"   ### !" ! $ ""!#  # "# !$$ %" #$# ! $% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Lýstar kröfur í félagið FI fjárfest- ingar nema samtals 46,5 milljörðum króna. Félagið var tekið til gjald- þrotaskipta 16. desember árið 2011. Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum á því 26. nóvember síðastlið- inn. FI fjárfestingar voru í eigu Hann- esar Smárasonar og voru nokkurs kon- ar móðurfélag hans. FI fjárfestingar hétu áður Primus og voru eignir þess meðal annars Oddaflug ehf. sem átti hollenska félagið Odda- flug BV. Stærsta eign Oddaflugs var hlutur í fjárfestingafélaginu FL Group en Hannes var forstjóri félagsins um hríð. Kröfur í félag Hannesar 46 milljarðar króna ● Efnahags- og viðskiptanefnd hefur lagt fram frumvarp um að heimild líf- eyrissjóða til að eiga allt að 20%, í stað 15%, af hlutafé í samlagshlutafélagi verði framlengd um ár, til ársloka 2015. Heimildin kom inn í lög um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða 2008 og hefur verið fram- lengd tvívegis; 2009 og 2013. Í grein- argerð með frumvarpinu er bent á að nefnd vinni nú að endurskoðun laga- ákvæða um fjárfestingarheimild líf- eyrissjóða. Áætlað er að hún skili til- lögum sínum í lok þessa árs. Vilja að undanþágu- ákvæði verði framlengt STUTTAR FRÉTTIR ... um 0,5% allra samþykktra krafna. Paulson öðlaðist heimsfrægð þegar félag í hans eigu, Paulson & Co., hagnaðist um 15 milljarða dala á árinu 2007 með því að veðja miklum fjárhæðum á fall fasteigna- markaðarins vestanahafs, svo- nefnds undirmálslánamarkaðar. Hagnaðist Paulson, sem hefur stundum verið nefndur undirmáls- lánakóngurinn, persónulega um 4 milljarða dala, jafnvirði um 500 milljarða íslenskra króna, á við- skiptunum. Á síðasta ári var Paul- son talinn vera í hópi hundrað rík- ustu manna heims. Sjóður Paulsons keypti fyrst kröfur á slitabú Glitnis í marsmán- uði 2013 fyrir um 20 milljarða króna að nafnvirði. Samtals eru vogunarsjóðir á vegum Paulsons með um 20 milljarða dala í stýr- ingu, sem jafngildir um 135% af landsframleiðslu Íslands. Veðmál sem gekk ekki eftir Það tók að halla nokkuð undan fæti hjá Paulson í kjölfar alþjóð- legu fjármálakreppunnar. Töpuðu sjóðir hans miklum fjárhæðum með því að veðja á áframhaldandi hækkun á verði gulls og að ávöxt- unarkrafan á þýsk ríkisskuldabréf myndi hækka samhliða dýpkandi kreppu á evrusvæðinu. Hvorugt gekk eftir. Á árinu 2013 skiluðu sjóðir Paulsons hins vegar ávöxtun upp á tugi prósenta en það sem af er þessu ári hefur afkoman verið dræm. Þannig hefur Paulson Cre- dit Opportunities lækkað um 3,4% fyrstu tíu mánuði ársins. Írskur fjárfestingasjóður eignast kröfur Paulsons Morgunblaðið/Árni Slitabú Kröfur í eigu Pac Credit Fund á hendur Glitni nema um 2,4% allra samþykktra almennra krafna. Kröfur á Glitni » Írski sjóðurinn Pac Credit Fund hefur eignast 53 millj- arða kröfur sem voru áður í eigu bandaríska vogunarsjóðs- ins Paulson Credit Opport- unities. » Bandaríski sjóðurinn á hins vegar 14 milljarða kröfu á hendur slitabúi Kaupþings. » Sjóðir á vegum Johns Paul- sons eru samtals með eignir að fjárhæð 20 milljarðar dala í stýringu. Það jafngildir 135% af landsframleiðslu Íslands.  Sjóðurinn Pac Credit Fund hefur eignast 53 milljarða kröfu á slitabú Glitnis FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Írska félagið Pac Credit Fund hef- ur eignast allar kröfur á slitabú Glitnis sem voru áður skráðar í eigu vogunarsjóðs bandaríska fjár- festisins Johns Paulsons. Keypti félagið kröfurnar, samtals um 53 milljarða króna að nafnvirði, undir lok ágústmánaðar á þessu ári. Frá því var greint í Viðskipta- Mogganum í gær að vogunarsjóð- urinn Paulson Credit Opportuni- ties Master hefði selt allar almennar kröfur sem sjóðurinn átti á Glitni en hann var á meðal stærstu kröfuhafa slitabúsins. Í apríl síðastliðnum fór bandaríski vogunarsjóðurinn með um 2,4% allra samþykktra krafna Glitnis og hafði meira en tvöfaldað hlutdeild sína á ríflega einu ári. Sjóðurinn Pac Credit Fund, sem var stofnaður í apríl 2013, er einn af fjölmörgum sjóðum sem heyra undir írska sjóðsstýringarfélagið MPMF Fund Management. Miðað við að væntar endurheimtur al- mennra kröfuhafa Glitnis eru nú um 30% má áætla að markaðsvirði krafnanna í eigu Pac Credit Fund sé um 16 milljarðar króna. 14 milljarða krafa á Kaupþing Vogunarsjóðurinn Paulson Cre- dit Opportunites á hins vegar enn kröfur á slitabú Kaupþings. Í nóv- ember síðastliðnum átti sjóðurinn um 14 milljarða kröfu að nafnvirði á hendur slitabúinu, að því er fram kemur í nýjustu kröfuskrá Kaup- þings sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Ekki fást upplýs- ingar um hvenær sjóðurinn eign- aðist kröfuna en fjárhæðin nemur Landsbankinn hefur fallist á að gerðar verði breytingar á þeirri sátt sem bankinn gerði við Samkeppnis- eftirlitið í kjölfar kaupa á öllu hlutafé Ístaks haustið 2013. Í ljósi þess að tilraunir til að selja félagið hafa enn ekki gengið eftir og að eignarhald á Ístaki hefur verið fært í eignarhalds- félag í eigu bankans taldi Samkeppn- iseftirlitið nauðsynlegt að gera breytingar á núgildandi skilyrðum í því skyni að „hraða úrlausn málsins og þar með draga úr mögulegum samkeppnisvandamálum“. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins en breyting- arnar eru sagðar til þess fallnar að skapa meiri fjarlægð á milli bankans og verktakafyrirtækisins. Í ákvörðun eftirlitsins segir að eignarhlutnum skuli komið í eignar- haldsfélag sem gæti hagsmuna Landsbankans sem hluthafa. Starfs- menn eignarhaldsfélagsins mega meðal annars ekki sitja í lánanefnd bankans þar sem teknar eru ákvarð- anir um útlán til Ístaks, keppinauta og mikilvægra viðskiptavina Ístaks. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá var ákveðið að Ístaki yrði skipt upp í tvö sjálfstæð félög utan um starfsemina í Noregi annars veg- ar og á Íslandi hins vegar. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Landsbank- inn ætli að auglýsa Ístak Ísland til sölu um næstu mánaðamót en félagið í Noregi fer í söluferli núna í des- ember. Ekki er enn búið að ganga frá því að færa rekstur Ístaks á Ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum inn í dótturfélagið Ístak Ísland. Ístak komst í eigu bankans þegar danska móðurfélagið Phil & Søn varð gjaldþrota í september 2013. Morgunblaðið/Árni Sala Bankinn hafnaði 15 óskuld- bindandi tilboðum í Ístak í apríl. Hlutur settur í eignarhaldsfélag  Tryggi sjálf- stæði Ístaks gagn- vart bankanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.