Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kuomintang-flokkurinn,sem löngum hefur haft mikla yfirburði í taívönsku stjórn- málalífi og ráðið mestu um framþróun eyjunnar síðustu áratugi, galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum um helgina. Hlaut hann einungis 6 bæjar- og sveitarstjóra af þeim 22 sem voru í boði, en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 15 embætti. Jiang Yi-huah, forsætisráð- herra landsins, sagði þegar í stað af sér og fylgdu allir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar for- dæmi hans, 81 að tölu. Í fram- haldinu tilkynnti Ma Ying-jeou, forseti Taívans, að hann mundi segja af sér sem formaður Ku- omintang. Úrslitin má eins og oft er túlka á mismunandi vegu. Óánægja og efasemdir um kjara- og efnahagsmál eiga sinn þátt í úrslitunum en einnig má telja víst að kjósendur hafi sett spurningarmerki við stefnu stjórnarflokksins í öðrum veigamiklum málum. Þar vegur þyngst spurningin um tengsl Taívans við meginland Kína, þar sem Kuomintang hefur sóst eftir bættum samskiptum. Viðskiptasamningar og ann- ars konar bætt formleg sam- skipti hafa verið ofarlega á blaði, og flokkurinn hefur auk þess farið varlega gagnvart kröfum kommúnistastjórn- arinnar í Peking hvað varðar sameiningu ríkjanna tveggja, sem Kína segist raunar líta á sem eitt ríki. Fyrr á árinu knúðu stúdentar með mótmælum sínum Ma for- seta til þess að setja til hliðar áform um frekari viðskipta- samninga við Kína og er yngri kynslóðin í landinu full efa- semda um aukin samskipti við Kína, í það minnsta ef þau leiða til aukinna áhrifa kínverskra stjórnvalda á eyjunni. Eðlileg tortryggni ríkir í garð stjórn- valda í Peking og eiga þau við- horf sér samsvörun í stúd- entamótmælum í Hong Kong, sem hafa varað lengi en virðast nú vera í rénun. Stjórnarandstöðuflokkurinn DPP, sem stefnir að því að byggja á sigri sínum í næstu þingkosningum, er ólíkt Kuom- intang hlynntur því að Taívanar lýsi yfir sjálfstæði sínu gagn- vart meginlandi Kína í stað þess að reyna að þóknast yf- irvöldum þar með því að forðast að taka skýra afstöðu. Með stuðningnum við DPP er því óhætt að segja að taívanskir kjósendur hafi stigið á hemilinn gagnvart nánari tengslum við Kína. Því fer vitaskuld fjarri að af- leiðingar þessara kosn- ingaúrslita liggi allar fyrir. Þó er ljóst að lítil ánægja er með þau meðal ráðamanna í Peking og að samskipti ríkjanna munu minnka og versna á næstunni. Ungir Taívanar stíga á hemilinn gagnvart samskiptum við stjórnvöld í Kína} Þýðingarmikil kosningaúrslit ÁkvörðunBjarna Bene- diktssonar og þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um val á ráðherra í innanríkisráðu- neytið kom á óvart og mælist vel fyrir. Þess hefur verið getið að nýi ráðherrann sé 20. utanþingsráðherrann í sögu stjórnarráðs Íslands. Ut- anþingsráðherrar eru þó ekki allir sömu gerðar. Þannig sátu Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Sigurðsson báðir sem ráð- herrar í ríkisstjórn án þess að eiga sæti á þingi þegar það gerðist. En báðir voru þeir flokksformenn og þurfti eng- inn að efast um stjórnmálalega ábyrgð þeirra, enda reyndi hvorugur þeirra að skjóta sér undan henni. Ólíkt dæmi voru ráðherrarn- ir tveir sem um stund sátu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Þeir virtust stundum líta svo á að þar sem þeir sætu hvorki í umboði al- mennings né þingsins í rík- isstjórn væru þeir þar með ábyrgð- arlausir af póli- tískum athöfnum þeirrar rík- isstjórnar sem þeir sátu í. Virtust þeir telja sig gegna einhvers konar embættis- mannahlutverki þar og að póli- tískir gerningar, sem framdir voru á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og þingmeirihlutans, sem hún studdist við, væru þeim óviðkomandi, þótt þeir sætu við ríkisstjórnarborðið þar sem ákvarðanir voru stimplaðar. Ólöf Nordal var varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og virtur þingmað- ur hans. Hin stjórnmálalega ábyrgð vefst ekkert fyrir henni eða öðrum. Ólöfu er ósk- að velfarnaðar í ábyrgð- armiklu starfi. Val formanns Sjálf- stæðisflokksins á nýjum innanrík- isráðherra þykir hafa tekist vel} Nýr innanríkisráðherra T veir áratugir voru í byrjun þessa árs síðan Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). Fyrir þá sem ekki þekkja til var samningurinn gerður á milli Evrópusambandsins og Fríverzl- unarsamtaka Evrópu (EFTA) og felur í meg- inatriðum í sér að EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eru í raun aðilar að innri markaði Evrópusambandsins gegn því að taka upp þá löggjöf sambandsins í landsrétt sinn sem á við um hann. Hvort Ísland ætti að gerast aðili að EES- samningnum var umdeilt þegar samningurinn var gerður og hefur í raun alltaf verið umdeilt þó að minna hafi farið fyrir þeirri umræðu í seinni tíð. Fátt bendir til annars en að Ísland geti áfram verið aðili að EES-samningnum um ókomna tíð en samningurinn, líkt og aðrir slíkir, geta þó eðli málsins samkvæmt aldrei orðið markmið í sjálfu sér. Markmiðið hlýtur alltaf að vera hagsmunir Íslands og ís- lenzku þjóðarinnar. Fyrir vikið er sjálfsagt og eðlilegt að reglulega sé lagt mat á það hvort slíkir milliríkjasamn- ingar þjóni þeim hagsmunum. Þó komizt hafi verið að þeirri niðurstöðu á einum tímapunkti er ekki þar með sagt að svo verði um aldur og ævi. Einn helzti gallinn við EES-samninginn er að hann hegðar sér í meginatriðum með sama hætti og Evrópu- sambandið. Það er að hann stefnir jafnt og þétt í átt til aukins samruna þó að vissulega sé það einungis á því af- markaða sviði sem samningurinn nær til. Hið sama á raunar líka við um Schengen- samstarfið sem Ísland á einnig aðild að og gengur út á að fella niður hefðbundið landa- mæraeftirlit á milli aðildarríkjanna en efla það (allavega í orði kveðnu) á ytri landamær- um svæðisins. Þannig er EES-samningurinn í raun kom- inn í dag langt út fyrir það umfang sem reikn- að var með fyrir tveimur áratugum. Í það minnsta hér á landi. Ekki sízt þegar kemur að því regluverki Evrópusambandsins sem taka þarf upp hér á landi þó að það sé aðeins hluti af heildarregluverki sambandsins. Til að mynda hefur verið bent á dæmi þess að EES- samningurinn, sem greiða átti aðgang Íslend- inga að innri markaði Evrópusambandsins, sé farinn að hamla aðgengi okkar að öðrum mörkuðum vegna þess að regluverk sambandsins, sem við þurfum að fara eftir til að mynda varðandi vörumerkingar og öryggisstaðla, er ekki gjaldgengt annars staðar. Ég tel að hagsmunum lands og þjóðar væri mun betur borgið með því að EES-samningnum væri breytt í svokall- aðan annarrar kynslóðar fríverzlunarsamning líkt og bæði EFTA og Evrópusambandið hafa gert á undanförnum ár- um. Þannig er sambandið til að mynda að gera slíkan samning bæði við Kanada og Bandaríkin. Slíkur samn- ingur fæli til að mynda ekki í sér einhliða upptöku á reglum annars samningsaðilans og þvældist ekki fyrir við- skiptum við önnur ríki. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Endurskoðum EES STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkur hundruð ein-staklingar, fyrirtæki ogstofnanir setja uppvarmadælur á ári hverju. Margir geta lækkað rafmagnsreikn- inginn verulega. Þeir sem búa við nið- urgreidda raforku til húshitunar geta fengið stuðning til að koma sér upp varmadælum og fá virðisaukaskatt- inn að auki endurgreiddan. Vegna hækkandi raforkuverðs til húshitunar og spár um að raf- orkuverð muni hækka verulega í framtíðinni hafa íbúar á svæðum sem ekki eiga möguleika á hitaveitum hugað að aðgerðum til að spara raf- magnið. Varmadælur hafa komið sterkt inn í þá mynd síðustu árin, einkum eftir að ríkið fór að niður- greiða kaup á tækjabúnaðinum og aftur nú þegar byrjað var að endur- greiða virðisaukaskatt af tækjunum. Þessi stuðningur stendur aðeins til boða íbúum sem njóta niðurgreiðslu á raforku til húshitunar og þá gegn því að þeir afsali sér samsvarandi nið- urgreiðslu á rafmagninu. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar hafa verið gerðir um 300 slíkir samningar síðustu þrjú árin og greiddar út um 200 milljónir í styrki. Benedikt Guð- mundsson, verkefnisstjóri hjá Orku- stofnun, áætlar að með þessu sparist 6 gígavattsstundir af rafmagni til húshitunar. Það samsvarar raforku- notkun 1.300 heimila. Enn er þó mik- ið óunnið á þessu sviði því ríkið niður- greiðir 320 gígavattsstundir sem fara til húshitunar. Víða tekið í sumarbústaði Þá eru ótaldir þeir kaupendur varmadæla sem ekki njóta styrkj- anna, svo sem atvinnufyrirtæki, stofnanir og sumarbústaðaeigendur. Sá hópur er að minnsta kosti jafn stór og styrkþegarnir. Pétur Bjarni Gunnlaugsson, sérfræðingur í varma- dælum hjá Verklögnum ehf., telur að sumarhúsaeigendur séu stærsti ein- staki viðskiptavinahópur fyrirtæk- isins. Áætlar hann að síðustu árin hafi verið settar upp á landinu öllu alls um 200 til 300 varmadælur á ári. Ekki er hægt að alhæfa um hag- kvæmni varmadæla því húsin og að- stæður eru svo mismunandi. Arðsem- in ætti þó að vera nokkuð borð- leggjandi hjá þeim sem njóta niðurgreiddrar raforku samkvæmt upplýsingum Benedikts Guðmunds- sonar. Þeir eiga kost á styrk sem ræðst af fjölda kílóvattsstunda sem áætlað er að spara, auk niðurfellingar á virðisaukaskatti. Ef þeir afsala sér allri niðurgreiðslunni getur ein- greiðslan orðið að hámarki 1,6 millj- ónir. Ef heimili tekst með varmadælu og ef til vill öðrum aðgerðum að helm- inga rafmagnskaupin getur húshitun- arkostnaður hans nálgast það verð sem notendur hagkvæmra hitaveitna greiða. Loft í loft, loft í vatn Ýmsar útfærslur eru til af varmadælum enda þarfir fólks mis- munandi. Algengasta tegund varma- dæla er kölluð loft í loft en þá er hit- inn unninn úr loftinu utan við húsið og skilað inn í það með blásara. Slík kerfi geta til dæmis hentað sumar- húsum með opið rými. Pétur Gunn- laugsson áætlar kostnað við kaup og uppsetningu á slíkri varmadælu fyrir meðalhús 400 þúsund krónur. Mis- jafnt er hver raforkusparnaðurinn er en hann er í mörgum tilvikum 30- 50%. Mun meiri sparnaður fæst með varmadælum sem nefndar eru loft í vatn. Þá er hitinn unninn úr loftinu en skilað inn á ofnakerfi hússins og virk- ar því eins og eigin hitaveita. Slík kerfi eru mun dýrari, kosta 2 til 2,5 milljónir fyrir meðaleinbýlishús. Sama má segja um jarðvegsdælur sem taka hitann úr jarðvegi og skila honum inn á ofnakerfið. 200-300 varmadælur settar upp á hverju ári Ljósmynd/Pétur Bjarni Gunnlaugsson Öfugur ísskápur Varmadælan er utan hússins og tekur varmann úr loftinu til að hita upp húsið en losar sig við kuldann út aftur. „Varmadælan uppfyllir allar mínar væntingar og vel það,“ segir Óskar Pálsson bygginga- meistari sem hitar tæplega 200 fermetra íbúðarhús í Múlakoti í Fljótshlíð með varmadælu. Hann hefur verið með varma- dælu í 19 mánuði og á þeim tíma keypt 19 þúsund kílóvatt- stundir af raforku til ljósa, hita, eldunar og til að hita upp húsið, eða um 1.000 kílóvattstundir á mánuði. „Ég þarf engar áhyggj- ur að hafa, rafmagnsreikning- urinn er sanngjarn og ég brosi hringinn. Sveitungar mínir líta oftar á rafmagnsmælinn en ég. Það er ákveðin vakning í sveit- inni og áhuginn mun stóraukast eftir því sem húshitunarkostn- aður eykst,“ segir Óskar. Hann segist hafa hitt á mjög hentuga leið. Varmadælan sæk- ir varmann í jarðveginn við hús- ið. Stofnkostnaður hafi vissu- lega verið nokkur en hann hafi þó sloppið vel frá honum vegna þess að hann og fjölskyldan hafi unnið mikið að uppsetningunni. Brosir allan hringinn SANNGJARN REIKNINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.