Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Aðventan er gengin í garð og aðdragandi jólanna ávallt með einhvern veginn öðru- vísi brag en endranær á ársins hring. Mér er efst í huga hversu þessi árstími dregur miskunn- arlaust fram þá mis- munun sem ríkir í samfélaginu, mis- munun sem heldur er að aukast ef eitthvað er. Þar vega sjálfskaparvítin oft þungt og eru oft hvað átakanlegust í sinni nöktustu birtingarmynd einmitt í aðdrag- anda mestu hátíðar ársins. En þessi mismunun, þetta hyldýpi sem á milli allsnægta og örbirgðar er, á auðvitað alltaf að vera okkur sem þjóð, ekki bara umhugsunarefni, heldur fyrst og síðast hvati til raun- hæfra aðgerða í þágu þeirra sem erfiðast eiga. Svo einfaldur var ég að eftir græðgisvæð- inguna miklu í byrjun aldarinnar og hrapalleg endalok hennar, þá hélt ég að menn hefðu lært og lært nóg. En nú örl- ar á henni á ný, ekki bara örlar, heldur er stefnan sett á end- urtekningu hennar. En aftur að sjálfskaparvít- unum þar sem vímu- efnin vega þyngst og eru mestu ógæfuvald- arnir. Þar er áfengið mikilvirkast í eyðingu sinni á mann- legum gildum. Okkur bindind- ismönnum hefur oft verið legið á hálsi fyrir að leggja svo mikla áherzlu á baráttuna gegn áfenginu og gleyma öðrum eyðingarvöldum s.s. hinum ólöglegu vímuefnum, en við höfum ávallt tekið fram að bar- átta okkar varðar öll vímuefni hverju nafni sem þau nefnast . Hins vegar kemur það ofurskýrt fram í nýlegri bandarískri rannsókn, þeirri vönduðustu sem gjörð hefur verið, að við höfum, því miður má kannski segja, rétt fyrir okkur um mikilvirkasta eyðingaraflið. Bretar segja áfengið einnig versta heil- brigðisvandamálið og algengustu dánarorsökina í þokkabót. Við get- um því stolt sagt að við séum og höfum verið á réttri leið og enn á ný leggjum við áherzlu á baráttuna gegn öllum þessum eyðingaröflum. Hins vegar eru svo hræðilega margir sem draga áfengið út fyrir sviga og berja sér svo á brjóst í heilagri hneykslun varðandi önnur vímuefni. Þetta er hættuáróður sem virðist ná til svo margra, máske vegna þess að einmitt þarna er að finna fjölmennasta neytendahópinn. Við bendum líka á leið, leið bind- indis, okkar leið sem er líka nauð- synleg fyrir þær sakir að við getum sýnt fram á hversu heilbrigt og um leið hamingjuríkt bindindið er. Ég sagði nemendum mínum á átján ára kennsluferli mínum, sem ég get svo sannarlega sagt í dag einnig: Hversu ótalmarga hef ég hitt um dagana sem sjá sárt eftir því að hafa átt áfengið að vini, enga sem sjá eftir því að hafa valið leið bind- indis heldur þvert á móti. Þessi ein- falda mynd segir meira en löng prédikun. Það fólk sem berst fyrir bættu og heilbrigðara þjóðlífi á mikið verk óunnið, en verst er að mæta því of- urefli sem áfengisauðvaldið er, þeim ofurfjármunum sem teflt er gegn heilbrigði og hollum lífs- háttum og þar er aðventan engin undantekning nema síður sé. Aldrei er glansmynd blekking- arinnar skýrari en einmitt þá og vafalaust finnum við mest til þess þá hversu eyðingaröflin eru öflug. Og það er staðreynd að ætíð skulu þau sækja á þann garð sem veik- astur er fyrir, ungt fólk og ómótað eru ævinlega fremstu skotmörk áfengisauðvaldsins, það sýnir reynslan okkur. Nauðsynin er því ríkust að verja þennan hóp sem bezt, það á að vera samfélagsleg skylda okkar. Menn segja gjarna að hvert ár ungmennis án vímuefna sé dýrmætt, ugglaust rétt, en dýr- mætast að láta öll slík efni lönd og leið ævina alla. Reynslan er ólygnust og ef menn aðeins vilja hlusta á aðvör- unarraddir þeirra sem fást við af- leiðingarnar þá hlýtur almenn skynsemi að segja mönnum hvað helzt skuli varast. Megi aðventan verða vakningartími og færa okkur nær því að eiga vímulaus jól, vímu- lausa ævitíð. Gleðilega og gæfuríka aðventu. Umhugsunarefni á aðventu Eftir Helga Seljan » Bretar segja áfengið einnig versta heil- brigðisvandamálið og al- gengustu dánarorsökina í þokkabót. Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Ís- landi, er enn við sama heygarðshornið og svarar málefna- legum spurningum, sem að honum er beint, með þjósti og útúrsnúningum eða þá alls ekki. Í Morg- unblaðið 3. desember ritar hann greinarstúfinn „Gústafi svarað“ og vísar til þeirra orða Salmanns Tamimi, fyrrverandi formanns félagsins, frá 8. október 2010, og gerir að sínum, að moska á Íslandi þurfi að vera á íslensk- um forsendum án erlends fjár- magns, svo ekki hendi að erlendir aðilar taki yfir stjórnartaumana. Með þessu reynir hann greinilega að breiða yfir ágreining sinn við forverann, því hann lætur ógert að vísa í sín eigin orð um þetta atriði, sem hann viðhafði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins 24. október 2013 „að fjármagn til byggingarinnar fáist víða og með- al annars sé leitað í sjóði múslima í Kúveit og Sameinuðu arabísku furstadæmunum“. Gott og vel, engan áhuga hef ég á hugs- anlegum ágreiningi í Félagi músl- ima á Íslandi hvað varðar fjár- mögnunina, sem vel kann að vera tilbúningur, í því skyni að kasta ryki í augu almennings. Hér þyk- ir mér málflutningur Ibrahims Sverris vera orðinn „lúsugur“ og í hávegum hafður orðskviðurinn: „Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.“ Eða ber að túlka orð hans svo að Félag músl- ima á Íslandi hafi í hyggju að leita eftir fjármögnun á mosk- ubyggingunni í útlöndum? Lakara þykir mér þó að Ibra- him Sverrir hefur ekki haft rænu á því að lesa opna bréfið frá 18. nóvember sl. til enda, því þar gat að líta fleiri spurningar en þær sem lutu að fjármögnun mosku í Reykjavík. Þykir mér því viðeig- andi að árétta þær og óska svara við fyrstu hentugleika. Í þessu sambandi vísast til viðtals við Ibrahim Sverri á útvarpsstöðinni Bylgjunni 2. júní 2014, en þar lýsti hann því yfir að félagsmenn hans væru fylgjandi því að sjaría- lög giltu um erfða- og fjöl- skyldumál múslima hér á landi. Af þessu tilefni spurði ég hvort félagsmenn trúfélagsins teldu, að rétt væri að ráða til lykta á grundvelli sjaríalaga fleiri mál- um en erfða- og fjöl- skyldumálum og sömuleiðis hvort trú- félagið teldi það samræmast góðu sið- ferði og allsherj- arreglu, að gera erfðahlut kvenna og óskilgetinna barna rýrari en samkvæmt íslenskum lögum. Þetta eru „gleymdu spurn- ingar fordómafulla kjánans“, sem mjög svo hefur pirrað trúar- leiðtogann. Gleymdu spurn- ingar kjánans Eftir Gústaf Níelsson Gústaf Níelsson »Hér þykir mér mál- flutningur Ibrahims Sverris vera orðinn „lúsugur“ og í hávegum hafður orðskviðurinn: „Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.“ Höfundur er sagnfræðingur. sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Hæ sæti, hvað ert þú að borða? Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Verð frá 2.494 kr. – fyrir dýrin þín Bragðgott, holl t og næringarr íkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.