Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverð- launa kvenna, voru kynntar í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur í gær. Alls eru níu bækur tilnefndar til verðlaunanna, þrjár í hverjum flokki, þ.e. flokki fag- urbókmennta, fræðibóka og barna- og unglingabóka. Í flokki barna- og unglingabóka eru tilnefndar bæk- urnar: Á puttanum með pabba eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur; Hafnfirðingabrand- arinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Vinur minn, vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Í umsögn dómnefndar um Á puttanum með pabba segir m.a.: „Sagan er fjörlega og vel skrifuð og fram- vindan er ófyrirsjáanleg og spennandi. Bókin snertir á því hvernig er að eiga foreldra af mismunandi þjóðerni.“ Um bók Bryndísar segir: „Sagan er vel skrifuð og skemmtileg. Þessi bók snertir á viðkvæmum málefnum eins og einelti, kvíðaröskun unglinga, ástinni og ást- arsorginni og fjallar um þessi mál á raunsæislegan hátt, án þessa að bjóða upp á einfaldar lausnir.“ Um bók Bergrúnar segir: „Bókin er mild og lágróma og það er kyrrð yfir henni. Hún færir nærumhverfi barna í sam- hengi og gerir náttúruna og náttúrufyrirbæri sem börn- in þekkja úr sínu daglega umhverfi skiljanlegri.“ Óvenjuopinská ljóð Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar bækurnar: Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur; Lóabora- toríum, eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Í umsögn dómnefndar um Englaryk segir m.a.: „Sag- an er sögð frá nokkrum sjónarhornum og höfundi tekst vel að varpa ljósi á flókin sambönd persóna og skapar skemmtilega togstreitu þeirra á milli. Hinn íslenski smá- bær birtist hér laus við allar klisjur og stíllinn er fal- legur, áreynslulaus og tær.“ Um Lóaboratoríum segir: „Teikningarnar í bókinni hafa sterk höfundareinkenni og textinn er meinhæðinn og beittur og vísar beint í nú- tímann. Lóa sýnir okkur í þessu verki að hún er ótrú- lega nösk að greina íslenska þjóðarsál í sinni rannsókn- arstofu. Um bók Elísabetar segir: „Ljóðin lýsa á óvenju opinskáan og einlægan hátt ástarsambandi ljóðmæl- anda við ofbeldismann og hvernig hún festist í þrá- hyggju og ástarfíkn. Þetta er ljóðabálkur í þremur hlut- um sem byrjar í tilhugalífinu og endar með skilnaði.“ Frumkvöðlarannsókn Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru til- nefndar bækurnar: Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson; Kjaftað um kynlíf eftir Siggu Dögg og Ofbeldi á heimili – Með augum barna í ritstjórn Guð- rúnar Kristinsdóttur. Í umsögn dómnefndar um bók Helgu segir m.a.: „Hér er einstaklega áhugaverð og spennandi saga sett saman úr mörgum ólíkum heimildabrotum. Hún veitir sjaldgæfa innsýn í líf kvenna sem allar fóru gegn straumnum, hver á sinn hátt. Bókin er kærkomin og fróðleg heimild um líf og örlög kvenna á þessu tíma- bili.“ Um bók Siggu segir: „Hér er komin heildstæð handbók fyrir kynfræðslu. Hún er til þess fallin að opna og hvetja til umræðu, þar sem jafnframt er lögð áhersla á að svigrúm þurfi að vera til að skoða fjölbreytileikann og bera virðingu fyrir honum.“ Um bókina Ofbeldi á heimili – Með augum barna segir: „Bókin samþættir niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar á þekkingu barna á heimilisofbeldi, viðtöl við börn og mæður þeirra sem búið hafa við ofbeldi á heimilum ásamt greiningu á orðræðu fjölmiðla um heimilisofbeldi. Þetta er frum- kvöðlarannsókn sem á sér fáar hliðstæður erlendis og er einstök í íslensku samfélagi, þar sem ofbeldi á heim- ilum hefur ekki áður verið rannsakað frá sjónarhóli barna.“ silja@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fjöruverðlaunin Guðrún Eva, Elísabet, María Hjálmtýsdóttir (fulltrúi Lóu), Guðrún, Helga Guðrún, Sigga Dögg, Bergrún Íris, Bryndís og Kolbrún Anna voru viðstaddar, þegar greint var frá tilnefningunum í gær. Níu bækur tilnefndar  Fjöruverðlaunin verða afhent í janúar á nýju ári  Bókmenntaverðlaun kvenna fyrst veitt hérlendis 2007 Boðið verður upp á hádeg- isdjass alla föstudaga á Kex hosteli í desem- bermánuði með tónleikum sem hefjast kl. 12.15 og eru um klukku- stund að lengd. Þannig verður sköpuð skemmtileg stemning þar sem tónlist og veitingar renna nið- ur með ófyrirsjáanlegum hætti, segir í tilkynningu. Fyrstu hádegistónleikarnir fara fram í dag og er það Tómas R. Ein- arsson kontrabassaleikari sem ríð- ur á vaðið með Gunnari Gunn- arssyni píanóleikara og Snorra Sigurðarsyni sem leikur á trompet og bongótrommur. Djassgeggjari Tómas R. Einarsson Hádegisdjass á föstudögum Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 6/12 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Sun 7/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 14/12 kl. 18:00 aukasýning Sun 28/12 kl. 20:00 Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 28/12 kl. 18:00 aukasýning Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 15:00 Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Karitas (Stóra sviðið) Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 29.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 28.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 11:00 Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð. Ofsi (Kassinn) Sun 7/12 kl. 19:30 5.sýn Lau 13/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 19:30 Sýning sem hefur fengið frábærar viðtökur. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Mán 29/12 kl. 13:00 Lokas. Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur) Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 7/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00 MP5 (Aðalsalur) Fös 5/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00 Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Lau 6/12 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Aðventa (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 Átta ungir listamenn opna í kvöld kl. 20 Hina konunglegu teiknisýningu í sýning- arrýminu Ekkisens sem er í kjallara Berg- staðastrætis 25B. Listamennirnir eru vinir sem hittast af og til og teikna saman. Nú sýna þeir afrakstur þessara teiknifunda og segir í tilkynningu að teikning sé þeim einkar hugleikin. Listamennirnir eru Matthías Rúnar Sig- urðsson, Karl Torsten Ställborn, Sigurður Ámundason, Arn- grímur Sigurðsson, Héðinn Finnson, Gylfi Freeland Sigurðsson, Sölvi Dúnn Snæbjörns- son, Arnór Kári Eg- ilsson. Teikningar ungra listamanna í Ekkisens Teiknararnir Listamennirnir sýna teikniáhöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.