Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2 Hrefna Kristmanns- dóttir, professor em- eritus, skrifar grein í Morgunblaðið 2. októ- ber sl. Í greininni lýsir Hrefna áhyggjum vegna gæða náms í há- skólum á landsbyggð- inni! Það séu gerðar minni kröfur til kenn- ara við háskóla á „land- byggðinni“. Ekki veit ég hvaðan Hrefna hefur þessar upp- lýsingar. Meðan ég var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri og yf- irmaður búvísindadeildar Bænda- skólans, var enginn ráðinn sem fast- ur kennari við búvísindadeild nema viðkomandi hefði verið metinn hæf- ur. Það er því alveg óþarfi að gera því skóna að hæfi kennara við búvís- indadeild Bændaskólans á Hvann- eyri hafi ekki verið eins og kröfur eru um við HÍ. Hvað hefur gerst síð- an ætla ég ekki að fullyrða, en veit ekki annað en það hafi verið fylgt ströngustu kröfum. Hrefna segir: „Starfsmenn þess skóla (LbhÍ) telja starfseminni best borgið með sameiningu við öflugan Háskóla Íslands.“ Þetta er rangt. Það er að vísu rétt að nokkrir „akademikarar“, að- allega á Keldnaholti, hafa lýst vilja til að sameinast HÍ. Allur þorri starfsmanna LbhÍ á Hvanneyri, og nokkrir á Keldnaholti, vill ekki sameinast HÍ á þeim forsendum sem boðið var upp á. Það var reyndar ekki boðið upp á sameiningu, heldur var kennsla á háskólastigi lögð niður við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hana átti að færa til Reykjavíkur. Skilja átti bændadeild- ina, framhaldsskóla og tilraunastarf- semi eftir á Hvanneyri, sem hlýtur að verða eins og munaðarleysingi án háskólanámsins eða eins og halak- lipptur hundur. Líta á háskólanám sem byggðastyrki! Engin umræða hefur verið um gæði háskólanámsins segir Hrefna! „ ... togast á sjónarmið þeirra sem vilja hagræða og spara og heima- manna sem líta á háskóla og há- skólasetur á landsbyggðinni sem byggðastyrki en lítið sem ekkert hefur verið rætt um gæði háskóla- starfs“. Svo bætir Hrefna við: „Aug- ljóslega á fámennur skóli úti á landi mun erfiðara með að ráða til sín vel menntaða kennara …“ Augnablik! Úti á landi, hvaða staður er það með leyfi? Það er hinsvegar þannig að þeir sem taka sínar gráður á Hvann- eyri, Akureyri, Bifröst eða Hólum eru mun fúsari til að fara í störf utan Reykjavíkur, en þeir sem ljúka námi í Reykjavík. Í þeim greinargerðum sem lagðar voru fram í upphafi þessarar um- ræðu um sameiningu HÍ og LbhÍ, var ekki bent á neinn sparnað af að leggja niður háskólanámið á Hvann- eyri! Hér var ekki um að ræða hag- ræðingu eða sparnað, eins og Hrefna heldur fram! Það er auk þess frekleg móðgun og lítilsvirðing við það starf sem unnið hefur verið á Hvanneyri síðustu 67 árin, og aðra háskóla utan Reykjavíkur, að segja að litið hafi verið á háskólanámið sem byggðastyrk! Metnaður og virð- ing fyrir rannsóknum og þekkingu hefur verið leiðarljós í starfi há- skólanáms á Hvanneyri. Eru þá þeir fjármunir sem HÍ fær á fjárlögum byggðastyrkur til Reykjavíkur, eða hvað? HÍ vildi ekki taka að sér menntun búfræðikandidata Á árunum eftir stríð var mikil þörf fyrir vel menntaða og hæfa starfs- menn fyrir landbúnaðinn, bæði við rannsóknir og leiðbeiningar. Nokkr- ir áhrifamenn innan landbúnaðarins vildu að námið yrði vistað við HÍ. Ekki virtist áhugi fyrir því á þeim tíma. Þá var rætt um að semja við erlendan landbúnaðarháskóla. Nið- urstaðan varð sú að námið yrði á Hvanneyri. Fyrst hét þetta fram- haldsnám í búfræði, en frá 1979 var deildin nefnd búvísindadeild, ekki háskóli, til að storka ekki Háskóla Íslands! Ég ætla ekki að fara að velta fyrir mér hugleiðingum Hrefnu um meintar aðferðir „minni háskóla“ við að taka upp ódýrar kennslugreinar til að auka hagkvæmni í rekstri. Verð þó að segja að mér finnst þær ekki hæfa professor emeritus við HÍ. Ég vil taka fram í lokin, að allir starfsmenn LbhÍ vilja hafa samstarf við Háskóla Íslands, og aðra há- skóla, en flestir vilja ekki leggja skólann niður. Ég hef hins vegar verið talsmaður þess að eiga náið samstarf við HÍ, að því gefnu, að LbhÍ héldi fullu sjálfstæði, enda er frelsi leiðarljós í öllu háskólastarfi. Frumkvæði, áræði og þekking- ariðnaður á landsbyggðinni mun í framtíðinni m.a. koma frá fólki sem stundað hefur háskólanám og hefur þekkingu og sköpunargáfu. Verði háskólanám lagt niður á Hvanneyri, Hólum, Bifröst og Ak- ureyri myndi ég spyrja: Hvers á landsbyggðin að gjalda? Hvers á Hvanneyri að gjalda? Eftir Svein Hallgrímsson » Verði háskólarnir á Hvanneyri, Ak- ureyri, Bifröst og Hól- um lagðir niður mun ég spyrja í alvöru: Hvers á landsbyggðin að gjalda? Sveinn Hallgrímsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Friðarsúlan í Viðey, sem eins og kunnugt er er hugar- og ást- fóstur myndlistar- og tónlistarmannsins að ógleymdum friðarsinn- anum Yoko Ono, er ekki aðeins fram- úrstefnuleg hugmynd sem varð að veruleika heldur jafnframt ein- stakt listaverk og sögulegt sameiningartákn. Hugsað sem leiðarljós fyrir heimsfriði. Það er von Yoko að friðarsúlan lýsi upp heitar óskir um frið í heiminum hvaðanæva úr veröldinni og veiti hvatningu, innblástur og samstöðu í heimi þar sem ríkir ótti og ringul- reið. Að fólk sameinist í þeirri ósk sinni að gera friðsæla veröld að veruleika. Falleg hugsjón Ég deili þessari fallegu hugsjón Yoko Ono svo innilega og einlæg- lega. Friðarsúlan hefur einmitt reynst mér dýrmætur innblástur og andlegt hjálpartæki við að lyfta hug og hjarta í hæðir í bæn til hans sem er ljós heimsins. Frið- arhöfðingjans sem gefur okkur líf- ið og einn megnar að viðhalda því um eilífð. Til hans sem elskar okk- ur út af lífinu. Hans sem er lífið sjálft. Þegar ég bið mínar einlægu en fátæklegu bænir á kvöldin finnst mér gott að horfa til friðarsúl- unnar sem mér finnst auðvelda þeim að klifra upp og fljóta með hinum einstaka friðar-, óska- og bænageisla upp í himininn. Hvort heldur ég bið fyrir sjálfum mér, ástvinum mínum og samferðafólki eða fyrir friði í heiminum, almenn- um samskiptum manna eða öðru því sem á mér hvílir hverju sinni og upp í hugann kemur. Og í þakk- læti fyrir lífið og allt það góða sem við höfum og er gefið. Fyrir allt hið fallega sem við fáum að búa við, þiggja og njóta. Litróf Litróf mannlegrar tilveru fær sín ekki notið nema allir lit- irnir komi fram og fái að njóta sín, hver með sínum hætti. Til- veran verður þá fyrst fullkomin, þegar daufu litirnir styðja við þá sterku og hinir sterku við þá daufu. Væri tilveran ekki fá- tækleg ef allt væri bara svart og hvítt? Ég á mér draum Ég á mér nefnilega líka draum. Draum um betra líf. Draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorg- ir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Friðarsúlan í Viðey Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Friðarsúlan hefur reynst mér dýr- mætur innblástur og andlegt hjálpartæki við að lyfta hug og hjarta í hæðir í bæn til hans sem er ljós heimsins. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.