Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 ✝ SigríðurHrafnhildur Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1953. Hún lést 19. ágúst 2014. Sigríður er dótt- ir Jóns Júlíussonar, f. 11.12. 1926, d. 3.6. 1998, fil. kand., latínukennara við Menntaskólann í Reykjavík, fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs Flugleiða og síðar skrif- stofustjóra Norðurlandamála, og Signýjar Sen, f. 23.7. 1928, lögfræðings hjá embætti Lög- reglustjórans í Reykjavík. Al- bróðir Sigríðar er Erlendur Jónsson, f. 26.4. 1948, prófessor Vín. Þau gengu í hjónaband 1996. Sigríður starfaði við út- gáfufélagið Svart á hvítu, sem móttökustjóri Listahátíðar og ýmis fleiri störf 1980-1992. Hún var blaðafulltrúi á Skrifstofu forseta Íslands 1992-1997, sendiherrafrú fastafulltrúa Ís- lands við Evrópuráðið í Strass- borg 1997-2001 og sendi- herrafrú í sendiráði Íslands í Vín 2004-2009. Börn Sigríðar og Sveins Úlfarssonar eru Signý Vala, f. 12.7. 1976, lækn- ir, eiginmaður Þórir Skarphéð- insson hdl., f. 28.10. 1974, og Unnur Edda, f. 22.1. 1982, hdl., sambýlismaður Daði Ólafsson, hdl., f. 10.9. 1980. Börn Signýj- ar Völu og Þóris eru Hrafnhild- ur Helga, f. 7.8. 2001, Sigrún Edda, f. 1.3. 2006, og Skarphéð- inn Egill, f. 19.8. 2010. Barn Unnar Eddu og Rúnars Þórs Jónssonar, hdl. f. 10.3. 1980, er Elsa Vala, f. 16.5. 2007. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey. í heimspeki við Há- skóla Íslands. Sigríður stund- aði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð frá 1969 og lauk þaðan stúdentsprófi 1973. Hún stundaði nám við Freie Universi- tät í Vestur-Berlín í fjölmiðlafræði 1973-1980. Fyrri eiginmaður Sigríðar var Sveinn Úlfarsson, f. 2.2. 1950, fram- kvæmdastjóri. Þau voru gift 1977-1996. Seinni eiginmaður Sigríðar er Sveinn Björnsson, f. 12.12. 1942, forsetaritari, prótókollstjóri og síðar sendi- herra Íslands í Strassborg og Í gegnum húmið hljóðir lækir renna og hvísla kossi að vörum ungra blóma; sjáið á himni sæg af stjörnum ljóma og silfurslæður yfir hvolfið spenna. (Tu Fu. Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Í skini fyrstu aðventuljósanna vil ég minnast dýrmætrar vin- konu, Sigríðar Hrafnhildar Jóns- dóttur, sem lést nú á áliðnu sumri. Með okkur tókst einlæg vinátta þegar hún kom til starfa á skrif- stofu forseta Íslands í minni tíð – vinátta og mikil væntumþykja sem hélst æ síðan. Söknuður minn er mikill nú þegar Sigríður er gengin, ég man hana hvern dag með hlýju og þökk. Sigríður var dóttir bernskuvin- konu minnar, Signýjar Sen, svo ég þekkti hana frá því hún var kornabarn. Ein af hennar góðu vöggugjöfum var sérstakur fríð- leiki, sem var að nokkru sóttur austur í heim, alla leið til Kína, þar sem afi hennar var upp runn- inn. Í gegnum árin fylgdist ég með glæsilegum ferli afburða- námsmannsins Sigríðar Hrafn- hildar og störfum hennar, þar sem traust menntun hennar naut sín m.a. fyrir Listahátíð. Ég var svo forsjál að fá hana til aðstoðar, sem átti reyndar að vera tíma- bundin, á forsetaskrifstofunni. En eftir skamman tíma var ljóst að hún var ómissandi, og þar við sat. Hún var happafengur fyrir mig og embættið, hámenntuð dugnaðarkona og tungumála- manneskja, sem treystandi var í hverri grein. Það var sómi að framgöngu hennar og framkomu, og mikill styrkur í því fyrir mig að hafa hana mér til aðstoðar þegar ekkert mátti út af bera, hvort sem það var í opinberum heimsókn- um, eða í bréfaskiptum við höfð- ingja heimsins. Sigríður Hrafnhildur var engin hversdagsmanneskja. Hún stækkaði andartakið með nærveru sinni, með glæsi- leika og gáfum, gagnrýninni hugsun og leiftrandi kímni. Alltaf var stutt í hlátur hjá okkur Sigríði Hrafnhildi. Það var léttir eftir annríki daganna að mega hlæja dátt með henni og fá þá um leið skarpa vinkilinn hennar á málin. Eitt af því sem einkenndi kæra vinkonu mína var nákvæmnin. Hún hafði líka það sem mætti kalla „absolútt“ smekk. Það sýndi sig í klæðaburðinum, og ekki síð- ur í því hvernig hún bjó heimilin sín og veitti gestum. Það var voru forréttindi að mega sækja hana heim og njóta höfðingsskapar hennar og Sveins Björnssonar sendiherra, seinni mannsins hennar – en ég naut einnig hans góðu starfskrafta í forsetaemb- ættinu. Órofa tryggð þeirra hjónanna í minn garð, einstök vin- átta þeirra heldur áfram að lýsa mér veginn. Ég hugsa til Sveins, sem glímir við alvarlegar afleið- ingar veikinda, og samhryggist honum innilega. Á þessari stundu hugsa ég einnig sem oftar til Sig- nýjar Sen, móður Sigríðar Hrafn- hildar. Ég votta henni, dætrum Sigríðar Hrafnhildar, Signýju Völu og Unni Eddu, börnum þeirra og fjölskyldunni allri dýpstu samúð mína. Ég kveð Sigríði Hrafnhildi með heilli þökk fyrir allt það góða sem hún gaf mér í lífi og starfi. Vigdís Finnbogadóttir. Svo fylgir oss eftir á lestaferð ævilangri hið ljúfa vor, þegar alls staðar sást til vega. Því skín á hamingju undir daganna angri og undir fögnuði daganna glitrar á trega. (T.G.) Við Sigríður Hrafnhildur urð- um vinkonur á ljúfu vori þegar gleði æskunnar ríkti og lífið blasti við okkur. Áður höfðum við oft hist þar sem mæður okkar eru góðar vinkonur. Æskuheimilið bar merki vandaðs smekks og menningar og hún var yndi og eft- irlæti foreldra sinna. Vinkonurnar fjórar í Ísaks- skóla, Sigga, Madda, Kristín og Ragnhildur. Vinkonurnar sem nutu ítalskrar óperutónlistar hjá Möddu á Kársnesbrautinni, fengu verðlaun í lestri, vinkon- urnar sem voru svo heppnar með hver aðra. Líf okkar Siggu var samtengt, við komum hvor ann- arri við og vináttan var djúp og einlæg til hinstu stundar. Ég sakna vinkonu minnar og lífið er tómlegt án hennar. Hún bar sterk persónuein- kenni og hafði mikil áhrif á alla sem kynntust henni. Mannkost- irnir voru miklir, góðar gáfur, tungumálakunnátta í besta lagi og fáir voru henni framar í mat- argerð. Hún hafði góðan húmor sem gat á stundum verið talsvert kaldhæðinn. Sigríður Hrafnhildur var kona tveggja heimsálfa og kínverskar rætur hennar settu mark sitt á skapgerð hennar. Lundarfarið járnsterkt, ástríki og tryggð og þegar hún veitti einhverjum fylgi sitt brást hún ekki. Sigríður Hrafnhildur var fag- urkeri og hafði ríka fegurðarþrá. Sjálf var hún undurfögur og yfir heimili hennar var heillandi brag- ur af fegurð, samræmi og smekk. Kínversk áhrif voru mikil enda var hún alin upp í djúpri virðingu fyrir landinu, sögu þess og menn- ingu. Mesta fegurðin í lífi Siggu Hrafnhildar voru dætur hennar tvær, Signý Vala og Unnur Edda. Ungar konur sem eru til fyrir- myndar og sóma. Megi góðar minningar um móður ykkar ríkja og veita ykkur styrk. Ég sendi Sveini, Signýju, Sig- nýju Völu, Unni Eddu, Erlendi og fjölskyldunni allri einlægar sam- úðarkveðjur. Ragnhildur Hjaltadóttir. Ég hef stundum velt því fyrir mér á undanförnum árum hvað hafi eiginlega orðið um hana Siggu Jóns. Hana Sigríði Hrafn- hildi Jónsdóttur, þessa glaðværu, fallegu og vel gefnu konu sem ég hef þekkt nánast allt mitt líf. Ég man fyrst eftir henni í afmælum hjá kærri frænku minni í Kópa- voginum fyrir meira en fimmtíu árum. Við frændur vorum boðnir í þessi afmæli og þar var alveg ótrúlega mikið af stelpum sem áttu það sameiginlegt að vera all- ar alveg einstaklega sætar. Þetta var alltaf í maí og í minningunni skín sól í heiði. Þar var Sigga Sen, eins og hún var þá alltaf kölluð, falleg eins og alltaf en öðruvísi en allar hinar af því hún var af kín- versku bergi brotin. Árin líða og næst þegar hún varð á vegi mínum vorum við komin í MH, Menntaskólann við Hamrahlíð, um og eftir 1970. Á þessum árum kynntist ég mínum ævivinum flestum og þar á meðal Vigdísi minni. Sigga Jóns var ein af hennar bestu vinkonum og varð þar af leiðandi ein af mínum bestu vinum. Þannig var það bara og ég átti tryggan vin í henni Siggu alla tíð og hún í mér. Eftir árin í MH flaug þessi vinahópur í allar áttir en sam- bandið hélst áfram. Við vorum dugleg að heimsækja hvert annað og ég minnist góðra stunda með Siggu og hennar fyrri manni, Sveini Úlfarssyni, í Berlín, á Seyðisfirði og í Toronto, svo ekki sé nú talað um árin eftir að allir voru komnir til baka til Reykja- víkur. Sigga var mikill höfðingi heim að sækja og oftast skemmti- leg og fyndin. Nú eru tveir fuglar úr þessum vinahópi horfnir á ann- að tilverustig. Við auðvitað von- um öll að þessir fuglar tveir nái nú saman á ný. Já, hún Sigga missti flugið, því miður, og úr því sem komið er getum við ekki annað en minnst þeirra góðu daga þegar hún stóð keik og ör, eignaðist sín- ar yndislegu dætur og ól upp. Þær eru báðar flottar konur sem gefa foreldrum sínum góðan vitn- isburð. Þau áttu líka að mörgu leyti góð ár saman Sigga og Sveinn Björnsson, hennar eftirlifandi eiginmaður. Þau kynntust í stjórnarráðinu og fóru saman á vit ævintýra erlendis sem fulltrú- ar þjóðar sinnar á erlendum vett- vangi. Sem slík voru þau sendi- herrahjón í Strassborg og Vín. Heimkomin keyptu þau sér hús á landi Sæbóls í Kópavogi og komu sér upp fallegu heimili enn á ný. Stuttu seinna veiktist Sveinn og náði eftir það aldrei fastri búsetu í þessu fallega húsi. Sigga náði sér einhvern veginn aldrei á strik eft- ir þetta og átti erfitt með að mæta þessu mótlæti. Því miður fór hún að gera minnkandi kröfur til sjálfrar sín. Ég votta öllum sem um sárt eiga að binda af þessu tilefni sam- úð mína. Sjálfur er ég leiður yfir þessu. Blessuð sé minning Sigríðar Hrafnhildar Jónsdóttur. Árni Vilhjálmsson. Oft síðan í haust hefur mér orð- ið hugsað til Sigríðar Hrafnhildar en ef til vill aldrei oftar en nú í að- draganda jóla. Það hlýtur að vera sárt fyrir aðstendur hennar að hugsa til þess að hún verður ekki hjá þeim, kvödd á brott í haust svo langt fyrir aldur fram. Ég fór fyrst að fylgjast með Sigríði Hrafnhildi þegar hún starfaði við forsetaembættið í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Þær störfuðu náið saman og hún átti sinn þátt í að móta þá mynd sem embættið fékk í forsetatíð Vigdís- ar og einkenndist af hlýju og virðuleika. Síðar kynntumst við Sigga vel þegar hún og maður hennar Sveinn Björnsson gegndu saman sendiherraembætti í Strassborg. Ég segi gegndu sam- an vegna þess að það var svo aug- ljóst hversu samhent þau voru í því verkefni sínu að gera veg Ís- lands sem mestan í samfélagi þjóðanna. Við sem sátum fundi fyrir hönd Alþingis á þingi Evr- ópuráðsins sáum hversu mikils þau hjónin voru metin af fulltrú- um annarra þjóða. Við nutum einnig gestrisni þeirra sem alltaf opnuðu heimili sitt fyrir okkur og öðrum þeim Íslendingum sem staddir voru í Strassborg. Sigga var einstaklega glæsileg kona með góðan smekk sem sannar- lega sást á heimili þeirra hjóna hvort sem var í Strassborg, Vín eða hér heima. Sigga var mjög vel gefin og vel lesin, alltaf vel inni í því sem var að gerast, ekki bara hér heima, heldur á heimsvísu. Það nýttist vel í störfum þeirra hjóna sem eignuðust vini um allan heim, sú vinátta hélst eftir að Sveinn kom heim til starfa í utanríkisráðu- neytinu. Sigga vildi alltaf hafa mikið um að vera í kringum sig og blómstraði þegar álagið í starfi þeirra var hvað mest. Það getur því verið erfitt fyrir konu sem hefur verið í hringiðu atburðanna, fyrst við hlið forseta Íslands síðar við hlið sendiherra, að koma heim og uppgötva að það getur reynst konu sem komin er á sextugsald- ur erfitt að fá vinnu við hæfi þrátt fyrir frábæra menntun og starfs- reynslu. Það er ekki þannig að störf maka sendiherra eða sendi- fulltrúa okkar erlendis séu metin að verðleikum. Þetta tók sinn toll, ásamt því að eiginmaður hennar, Sveinn, veiktist alvarlega þannig að síðustu árunum eyddi hún meira og minna á sjúkrastofnun- um til að sinna honum. Það er skrýtið og tekur langan tíma að venjast því að eiga ekki von á símtali frá Siggu eftir að hún hafði hlustað á fréttir úr póli- tíkinni hér heima eða erlendis, eða lokið við lestur góðrar bókar sem hún vildi deila með mér. Erf- iðleikarnir voru til staðar en minningin um glæsilegan og greindan fulltrúa Íslands á inn- lendum og erlendum vettvangi og hlýja manneskju mun lifa áfram með okkur sem fengum að kynn- ast henni. Ég votta Sveini, dætr- um hennar, barnabörnum og öðr- um aðstandendum innilega samúð. Sérstakar kveðjur til móður hennar Signýar Sen en þær mæðgur voru mjög nánar. Missir hennar er mikill. Margrét Frímannsdóttir. Sigríður Hrafn- hildur Jónsdóttir ✝ Guðbjörg Sig-urpálsdóttir fæddist 9. nóv- ember 1926 á Ósi í Breiðdal. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 1. des- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurpáll Þorsteinsson, f. 14. nóvember 1893, d. 29. október 1982, og Rósa Jónsdóttir, f. 15. ágúst 1888, d. 26. mars 1978. Systkini hennar eru: Hulda Emelía Em- ilsdóttir, f. 1. mars 1915, d. 20. júlí 2001, Anna Sigurrós Sig- urpálsdóttir, f. 16. maí 1919, d. 7. ágúst 1974, Bergur Sig- október 1990, kvæntur Louise Biering, f. 16. júlí 1948, 5) Sig- rún, f. 3. maí 1949, gift Emil Brynjari Karlssyni, f. 4. janúar 1949, 6) Vilberg Smári, f. 7. apr- íl 1951, kvæntur Gerði Hjaltalín, f. 8. júlí 1951, d. 2. júní 2014, 7) Hreinn Ómar, f. 9. maí 1952, var kvæntur Ólafíu Guðrúnu Ott- ósdóttur, f. 13. ágúst 1952, d. 29. september 2008. Sambýliskona Hreins Ómars er Kolbrún Þór- isdóttir, f. 11. júní 1952, 8) Svana, f. 28. maí 1953, gift Ing- ólfi Árna Sveinssyni, f. 9. apríl 1947, d. 16. júní 2002, 9) Run- ólfur, f. 31. maí 1956, kvæntur Halldóru Bachman, f. 11. maí 1956, 10) Svala, f. 3. desember 1956, 11) drengur, f. 3. sept- ember 1958, d. 21. febrúar 1959. Guðbjörg á 35 barnabörn, 74 barnabarnabörn og 1 barna- barnabarnabarn. Útför Guðbjargar verður gerð frá Guðríðarkirkju í dag, 5. desember 2014, klukkan 13. urpálsson, f. 1. júlí 1922, d. 19. febrúar 2011, og Nanna Björg, f. 24. mars 1931. Guðbjörg giftist Sigtryggi Runólfssyni húsa- smið, f. 11. júlí 1921, d. 7. sept- ember 1988. Börn þeirra eru 1) Jón Guðlaugur, f. 2. nóvember, 1944, 2) Fríða Hrönn, f. 11. maí 1946, d. 27. janúar 2009, gift Garðari Andréssyni, f. 20. mars 1935, d. 5. júlí 2001, 3) Rósa Pálína, f. 12. maí 1947, gift Karli M. Karls- syni, f. 24. júlí 1945, 4) Magnús Arnar, f. 17. maí 1948, d. 15. Elsku besta amma mín. Nú er stundin komin sem ég hélt að kæmi aldrei, kveðjustundin. Sterkari konu hef ég aldrei kynnst. Það er alveg sama hvað hefur gerst í þínu lífi, þú hefur bognað en aldrei brotnað. Ég hélt að sú yrði raunin í þetta skipti líka. En það eru víst takmörk fyr- ir öllu. Þegar ég kvaddi þig á laug- ardaginn sagðistu hlakka til að hitta okkur á fimmtudaginn. Mér fannst þú hress og trúði því að þú værir orðin frísk. Rúmum sólar- hring síðar kvaddir þú þessa ver- öld. Þú hefur alla tíð haft ákveðnar skoðanir á því sem gerðist í kring- um þig og lést fólk heyra það ef svo bar undir en sterkari klett gat enginn fengið sér við hlið ef eitt- hvað bjátaði á. Þegar ég var lítil var spenning- urinn alltaf gífurlegur þegar von var á þér og afa í sveitina. Það var alltaf von á nammi og einhverju smálegu sem við sáum ekki oft. Það var eins og heilt ævintýri að fá að skoða í veskið þitt sem var fullt af snyrtivörum og einu og öðru sem þú hafðir keypt á ferða- lögum ykkar afa. Allt þetta var leyfilegt að taka upp úr veskinu, skoða og skila svo aftur á sinn stað. Við áttum alltaf samastað hjá þér og afa og síðar þér og Billa þegar við áttum leið í bæinn. Þú passaðir vel upp á það að nóg væri til að borða og vildir svo gjarnan fá að vita hvað mér fannst gott að borða. Þá var það alltaf í matinn þegar ég kom. Það var ekki nóg með að vel væri tekið á móti okk- ur, vinir okkar voru líka alltaf vel- komnir. Fyrst eftir að afi dó kúrði ég iðulega í afaholu þegar ég kom til Reykjavíkur. Það var notalegt en líka pínulítið fyndin upplifun fyrir okkur báðar. Þú hraust hátt og ég rumskaði gleraugnalaus í myrkr- inu og skildi ekkert hvar ég var stödd og rýndi ofan í andlitið á þér þar til þú vaknaðir og þér snarbrá við að hafa krakkakjánann star- andi á þig. Það sem við gátum hlegið að því. Þú varst alltaf ung í anda og ég gleymi ekki svipnum á þér þegar þú fékkst bréf frá félagi eldri borgara þar sem þér var boðin þátttaka í þeirra starfi. Þú skildir ekkert í því hvernig þeim datt það í hug að þú værir eitthvert gam- almenni! Þú elskaðir jólasveina og jólin og bættir sífellt í jólasveinasafnið. Billi frændi hjálpaði þér svo fyrir hver jól að setja upp heilt jóla- sveinaland í íbúðinni. Þessi að- venta byrjaði á sama hátt, jóla- sveinalandið var sett upp í vikunni og þótt þú hefðir eiginlega ekki krafta í það í þetta sinn var allt sett upp undir öruggri stjórn þinni. Þú hafðir unun af því að fá gesti og þá ekki síst yngstu kynslóðina sem þú dekraðir með sælgæti úr skúffunni þinni og ís. Mikið verð- ur nú skrítið að koma til ömmu og Billa þegar það verður engin amma sem situr í horninu sínu og læðir molum að þeim yngstu, eng- in amma sem læðist fram á næt- urnar til að fá sér köku og kaffi og engin amma sem stendur eins og klettur með sínum. Ég vil þakka þér fyrir allt, amma mín, og minn- ing þín lifir í huga okkar um ókomna tíð. Þín, Ólafía Ingólfsdóttir (Lóa). Amma, ég get ei lýst hvernig það var að vakna við að heyra að þú værir farin, farin inn í eilífðina. Ég get ekki komið nógu góðum orðum að því hvað er erfitt að kveðja þig, eða, kveðja þangað til minn tími kemur og ég verð með þér og afa. Ég elska þig svo mikið, amma mín og besti vinur. Ég keypti skrautketil í jólagjöf handa þér daginn sem þú kvaddir og ég mun koma um jólin og setja hann á leiðið þitt og afa. Tárin koma á meðan ég er að reyna að skrifa og það verða skrítin jól án þín. Sem lokaorð mín gerði ég smá vísu handa þér sem heitir Amma mín. Amma amma, þú varst mér kærst. Amma amma, Stjarna þín skein alltaf skærst. Amma amma, þú varst alltaf stærst. Amma amma, ást okkar var alltaf eins og lindin tærst. Amma amma, nú þig kveð í kross, og þig nú legg í hendur kræst. Ég elska þig og takk fyrir allt. Sigtryggur M. Runólfsson. Það er skrítin tilfinning að þú sért farin, elsku amma mín, eftir að ég kvaddi þig á sunndaginn og þú sagðir við mig „Sjáumst um páskana“. 88 ára varstu og svo lánsöm að vera enn minnug, skörp og ákveðin. Minnisstætt er þegar þú heim- sóttir mig og komst í fyrsta sinn til Ameríku, þá 77 ára, stórglæsi- leg og stálhraust. Þú skemmtir þér vel, fannst Ameríkaninn alveg ágætur og ekki þótti mér leiðin- legt hvað vinir mínir voru agndofa yfir kjarnakonunni ömmu minni, sem 31 árs gömul hafði átt 11 börn. Það þykir mér líka mjög merkilegt, en það voru aðrir tímar í þinni æsku en eru í dag. Elsku amma, það er leitt að hugsa til þess að heimsóknirnar með börnin til langömmu verða ekki fleiri, við kveðjum þig með söknuði. Þín sonardóttir, Ásdís og fjölskylda í Maryland. Guðbjörg Sigurpálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.