Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Vilhjálmur Bretaprins og kona hans Katrín hertogaynja af Cambridge hafa komið víða við í heimsókn sinni til New York-borgar. Vilhjálmur ræddi við forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, á dögunum. Hjónin fylgdust vel með körfuboltaleik milli Cleveland Cavaliers og Brooklyn Nets og í lok leiksins hittu þau nokkra leikmenn liðanna auk tónlistarparsins Jay Z og Beyoncé sem eru komin til síns heima eftir dvölina hér á landi um helgina. Til vinstri við þau sat Dikembe Mutombo, sem lengi lék í NBA. AFP Lifðu sig vel inn í leikinn Körfuknattleikurinn heillar kóngafólkið Frakkinn Serge Lazarevic, sem var í gíslingu hryðjuverka- samtakanna al- Qaeda í rúm þrjú ár, var látinn laus í gær. Forseti Frakklands, François Hol- lande, tilkynnti þetta. Hann sagði jafnframt að enginn Frakki væri lengur í gíslingu í heiminum en Laz- arevic væri sá síðasti sem yfirvöld hefðu náð að frelsa. „Hann er við merkilega góða heilsu þrátt fyrir hafa búið við erfiðar aðstæður í gíslingunni,“ sagði Hol- lande. Hittir dóttur sína fyrst Lazarevic mun hitta dóttur sína í bænum Niamey í Nígeríu áður enn hann flýgur til Frakklands í faðm fjölskyldunnar. Hryðjuverkasamtökin rændu Laz- arevic ásamt öðrum Frakka, Phil- ippe Verdon, í Malí 24. nóvember ár- ið 2011 af hóteli í bænum Hombori nærri landamærunum að Níger. Þeir voru saman í viðskiptaferð. Verdon lét lífið í júlí 2013 en hann var skotinn til bana af al-Qaeda-hryðjuverka- samtökunum í íslamska Maghreb (AQIM). Lazarevic sást síðast í myndbandi frá (AQIM) í nóvember. Þar sagðist hann vera mjög illa hald- inn og óttast um líf sitt. Allir Frakkar lausir úr gíslingu Töluvert hefur verið um að frönsk- um ríkisborgurum hafi verið rænt síðustu ár, flestum í Afríku. Árið 2013 voru þeir langflestir eða 15 tals- ins. Lazarevic er með tvöfaldan rík- isborgararétt, einnig serbneskan. Forsetinn þakkaði yfirvöldum í Malí og Níger fyrir aðstoðina og við að tryggja öryggi í frelsunaraðgerð- unum . thorunn@mbl.is Laus úr gíslingu al-Qaeda  Frakkinn frjáls eftir rúm þrjú ár Serge Lazarevic í haldi árið 2011. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Viðbúnaður hefur verið aukinn við bandarísk sendiráð, sendiskrifstofur og herstöðvar erlendis vegna nýrrar skýrslu leyniþjónustunefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings um leyniþjónustuna CIA. Talið er að skýrslan geti vakið mikla reiði í arabaheiminum og víðar. Að sögn breska ríkisútvarpsins segir í skýrslunni að harkalegum að- ferðum hafi verið beitt til þess að þvinga fólk til sagna. Þær hafi þó litlum árangri skilað og aldrei orðið til þess að leyniþjónustan hafi fengið upplýsingar sem hafi afstýrt hryðju- verki. Leyniþjónustan hafi einnig veitt almenningi rangar upplýsingar um yfirheyrslurnar. „Stunduðum við pyntingar? Já. Skilaði það einhverju? Nei,“ sagði Angus King öldungadeildar- þingmaður við CNN. CIA neitaði þessum ásökunum í gær og sagði að upplýsingarnar sem fengust við yfirheyrslurnar hefðu hjálpað bandarískum yfirvöldum að bjarga mannslífum. Skýrslan er sex þúsund síður en eingöngu tæpar 500 síður verða gerð- ar opinberar. Lengi hefur verið tekist á um skýrsluna; hversu stór hluti af henni skuli vera gerður opinber og hvort það ætti að gera það yfir höfuð. Í frétt um skýrsluna vísar CNN til nýlegs viðtals við George Bush, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna. Þar segist hann ekki hafa lesið alla skýrsluna en honum hafi vissulega verið kunnugt um hluta af aðgerð- unum sem voru í gangi. Hann tók fram að þeir sem störfuðu og hefðu starfað fyrir CIA ynnu í þágu þjóð- arinnar. „Við erum virkilega heppin að hafa þetta fólk í okkar röðum,“ sagði Bush. Viðbúnaður við sendiráð aukinn  Óttast afleiðingar skýrslu um CIA AFP Skýrslan Pyntingar skiluðu engu. Lögreglan lokaði hluta Arlanda- flugvallarins í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærmorgun vegna sprengjuhót- unar. Hótunin beindist að flugvél Germanwings. Andlega vanheill maður er talinn hafa staðið á bak við hótunina og var honum komið í hendur lög- reglu, að því er fréttavefur Dagens Næringsliv greinir frá. Aftonbladet sagði frá því að maðurinn væri um fimmtugt. Ferðum allra flugvéla sem áttu að fara um álmu fimm á flugvell- inum var frestað um tíma. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem okkur berst hótun um sprengju en það er hins vegar alls ekki al- gengt,“ sagði Lars Byström, talsmaður sænsku lögregl- unnar, við frétta- veituna AFP. Í fyrstu beind- ist grunur að far- angri í flugvél sem var á leið til Kaupmannahafnar, að því er frétta- veitan greindi frá. Fljótlega eftir hádegi í gær færð- ist allt í samt horf á flugvellinum og allt flug var komið á áætlun. SVÍÞJÓÐ Hluta Arlanda lokað eftir sprengjuhótun Einstakur árangur hefur náðst í að ráða niðurlögum malaríu. Frá árinu 2000 hefur dánartíðni af völd- um sjúkdómsins lækkað um helm- ing. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) greinir frá þessum niður- stöðum. Á árunum 2001 og 2013 var kom- ið í veg fyrir dauða 4,3 milljóna manna úr malaríu, af þeim voru 3,9 milljónir barna yngri en fimm ára búsett suður af Sahara-eyðimörk- inni í Afríku. Sífellt fleiri fá lækn- ingu við malaríu. Árið 2004 höfðu 3% aðgang að flugnaneti en 50% í dag. Flugnanet- ið kemur í veg fyrir að moskító- flugan nái að stinga fólk og smita af malaríu. Talið er að dregið gæti úr þessum árangri til framtíðar vegna ebólufaraldursins sem geisar í Afr- íku. AFRÍKA Dánartíðni malaríu lækkaði um helming Moskítófluga stingur og sýgur blóð. Titillag teiknimyndarinnar Frozen, „Let it go“, var langoftast sótt eða hlaðið niður af iTunes hjá Apple samkvæmt árlegum lista sem fyr- irtækið birtir um vinsældir tiltek- inna vara fyrir árið 2014. Skyldi engan undra að varningur með Elsu og félögum í samnefndri teiknimynd trónir hæst á vinsælda- listanum. Frozen var sú kvikmynd sem oftast var sótt. Börn og unglingar standa á bak við kaupin á stórum hluta t.d. kvik- mynda, laga og ýmissa snjallforrita sem Apple selur. „Minekraft“ var vinsælasta appið eða snjallforritið sem greitt var fyrir í iPad og næst- mest selda snjallforritið iPhone. Lego-kvikmyndinni var hlaðið næstmest niður hjá Apple en hún var valin vinsælasta fjölskyldukvik- myndin. Ungmennabókin (e. young al- dult) „The Fault in our Stars“ var sú vinsælasta sem Apple seldi. Vin- sælustu þáttaraðirnar voru „Game of Thrones“ og „The Walking Dead“. YNGSTA KYNSLÓÐIN KEYRIR UPP KAUPIN Frozenlag og -mynd oftast sótt hjá Apple

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.