Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er líklegt að þú daðrir við ein- hvern þér eldri og reyndari í dag. Með því að vera þögull áhorfandi ertu í bestu aðstöðunni til þess að meta hvað er rétt. 20. apríl - 20. maí  Naut Skrýtnar tilfinningar krauma í þér í dag. Taktu jákvæðri gagnrýni vel því hún er upp- byggjandi. Þú munt standa frammi fyrir spennandi valkostum á næstunni. Veldu vel. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert fullur hugmynda og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. En ef þú bara gætir þess að rasa ekki um ráð fram ættir þú að komast vel frá þessu og hafa gaman af. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur þörf fyrir að taka það ró- lega, lesa, horfa á sjónvarp og tala við vini þína. Kannski að þú sért sá sem kemur öllum að óvörum, hver veit? 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur verið verið að vinna vel und- anfarið. Haltu þínu striki þrátt fyrir óþægindi, efasemdir og eigin takmarkanir. Annaðhvort tapar það fé eða finnur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þekktu verkefnið þitt og stattu með því. Dyttaðu að heima og lagfærðu það sem bilað er. Taktu þér tíma til þess að hugsa um málið og helst leysa það sem fyrst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að loknu erfiðu verki áttu skilið að hvíla þig, og jafnvel stundum á rólegri dögum. Horfðu á áskoranirnar úr fjarlægð svo þú eig- ir betra með að átta þig á næstu skrefum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sum verkefni eru þess eðlis að þau þarf að leysa í samráði við aðra. Hæfi- leikarnir sem um ræðir eru þínir. Gættu þess að öryggið geri þig ekki yfirlætis- og ein- strengislega/n. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er tími til þess að endurmeta sjálfan sig. Reyndu að sýna samstarfs- mönnum þínum þolinmæði þó að þeir vinni allt of hægt fyrir þinn smekk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur unnið skipulega og nú er komið að næsta stigi málsins. Stundum er rétti tíminn fyrir suma að afsaka sig. Mundu samt að draga þig í hlé og hlaða batteríin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gerðu lista yfir fimm hluti sem þú getur betrumbætt til að auka tekjur þínar. Veltu fyrir þér hæfni þinni til að virða viðhorf sem eru andstæð þínum eigin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að réttu lagi getur þú haft gríðarleg áhrif á það hvernig starfsumhverfi þínu verð- ur breytt. Búðu því svo um hnútana að allir geti vel við unað. Skemmtileg orða- og vísnaskiptiá Leirnum byrjuðu með þess- ari athugasemd Jóns Arnljóts- sonar á sunnudaginn: „Það skal tekið fram, til að firra menn óþarfa heilabrotum, að eftir- farandi vísa er hreinn skáldskapur og byggir ekki á þekktum atburð- um: Sjaldan var í sambúð rótt, ég sagt get frá því Hulda, að varst þú eins og vetrarnótt, með vindi, snjó og kulda.“ Björn Ingólfsson varð fyrstur til að kveðja sér hljóðs: Þótt væri Jón til ásta ör og Amors- bæri duglegt þing frá Huldu úr einni frægðarför fór hann heim með snjótittling. Jón aftur: Fast þó maður fótunum við spyrni, að firra þá að lenda í slæmri krísu, heilabrotum hefur valdið Birni huldumey sem nefnd var hér í vísu. Síðan kom Davíð Hjálmar Haraldsson: Jón er karskur kavaler, kveðju fær hann mína. Sólskríkja hans syngur er sumra fer og hlýna. Og Jón Arnljótsson enn: Kveðjuorðin, þér, ég þakka, þess til fer ég strax að hlakka að geta í sumar getið krakka, ef getan leyfir slíkan pakka. Á Boðnarmiði er ort um veðrið. Ingólfur Ómar Ármannsson kveður: Frost er úti frónið allt fannablæju vafið. Gulur máninn glottir kalt gegnum skýjatrafið. Jón Gissurarson hefur þessa sögu að segja: Ég er sáttur veðrið við vík þó oft að hinu. Hitinn aðeins örlítið undir frostmarkinu. Ingólfur Ómar Ármannsson bætir við: Lít ég snævi földuð fjöll feykist ofan hríðin, þyrlast fönn um freðinn völl fimbulköld er tíðin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hulduljóð og gulur máninn glottir kalt Í klípu „OG VERTU FLJÓT AÐ ÞESSU, ÉG ÞARF AÐ FÁ ÞESSAR TÖLUR Í GÆR – ÁÐUR EN DREGIÐ VAR Í LOTTÓINU Í GÆRKVÖLDI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG LAS EINHVERS STAÐAR AÐ DÝRT KAMPAVÍN BYGGI EKKI TIL „POP“- HLJÓÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann segir þér að hann myndi gera þetta allt aftur. KAFFIÐ HÆTT AÐ VIRKA? HVERNIG VISSIRÐU? ÞÚ HEFUR UNNIÐ KASTALANN MINN EFTIR LANGT UMSÁTUR... VILTU SEGJA NOKKUR ORÐ UM SIGUR ÞINN? JÁ EIGIÐ ÞIÐ EINHVERN MAT ÞARNA EFTIR? Í Kaupmannahöfn standa yfir til-raunir með að setja upp lýsingu með skynjurum, sem gætu ger- breytt umferðarmenningu borg- arinnar. Lýsingin getur verið stillt þannig að hún dofnar þegar umferð er engin, en síðan birtir þegar um- ferðin kemur. Á hjólreiðastíg hafa græn ljós verið sett í malbikið og eiga að hjálpa hjólreiðamönnum að lenda ekki á rauðu ljósi. Margt snýst um að greiða götu strætisvagna og hjólreiðamanna, en þó ekki ein- göngu. Á umferðaræð einni geta vörubílstjórar séð í snjallsímum sín- um hvenær kemur grænt eða rautt á næstu ljósum. Þeir geta þá reynt að laga aksturinn að því þannig að þeir þurfi aldrei að nema alveg staðar. Það sparar þeim eldsneyti því að ekkert brennir jafn miklu af tankn- um og að taka af stað. Einnig geta þeir sent merki í ljósin þannig að þau breytist þeim í hag, standi þann- ig á. x x x Í borgum víða um heim er verið aðskipta um gömul ljósastæði á göt- um úti og setja ný, sem eru fyrir LED-perur. Margir hyggjast nýta þau tækifæri, sem hin nýja tækni býður upp á í notkun skynjara. Í grein í The New York Times segir að Kaupmannahöfn sé í fararbroddi í kapphlaupinu um að nota lýsingu á almannafæri utan dyra til að sam- ræma margs konar virkni og þjón- ustu. Hægt sé að nýta tæknina til að draga úr umferðarteppum, átta sig á hvar þurfi að salta áður en bylur brestur á eða fylgjast með grun- samlegum mannaferðum á fjölförnu götuhorni. (Þetta síðastnefnda hefur vakið áhyggjur réttindasamtaka.) x x x Í úthverfinu Albertslund taka nú 25fyrirtæki þátt í verkefni um lýs- ingu utan dyra. Þar á að prófa og sýna hvernig 50 ólík götulýsing- arkerfi, sem eru nettengd, virka. Ljósum hefur verið komið fyrir á götum og hjólreiðastígum og tækni- menn stjórna þeim og fylgjast með. Embættismenn alls staðar að úr heiminum geta komið og skoðað og ákveðið hvað henti þeirra borgum best. Víkverja finnst þetta for- vitnileg þróun umferðarmenningar í heiminum. víkverji@mbl.is Víkverji Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé nafn Guðs um aldir alda því að hans er viskan og mátturinn. (Daníel 2:20) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.