Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lengi hefurmaðurinnætlað að finna upp eilífð- arvélina. Margur hefur reynt sig við þetta háleita verkefni án árang- urs og fullyrt er að ekki hafi all- ir komið heilir frá því. Mót- staðan er hinn þröskuldurinn sem menn stöðvast við. Sagt er, að ekkert á mannsins snærum komist nær eilífðarvél en skattur sem lagður sé á til bráðabirgða. Meira að segja mótstaða nær ekki að koma í veg fyrir þá. Ríkisstjórn Stein- gríms er sögð hafa komið á eitt hundrað sköttum á sinni tíð. Sem sagt nýr skattur aðra hverja viku að meðaltali. Sama meginröksemdin var færð fyrir þeim öllum: „Það varð hér hrun...“ Þess utan fengu skatt- arnir 100 svo hver og einn sér- saumaða röksemd til að styðjast við. Sumir skattarnir voru sagð- ir stundarfyrirbæri. En undir handarjaðri skjaldborgarliðsins báru þeir flestir sterk einkenni eilífðarvélar. „Auðlegðarskattur“ var sett- ur á til bráðabirgða. En sú tak- mörkun virtist aðeins vera áskilnaður um að hækka mætti skattinn ár eftir ár og gera hann ósanngjarnari. Vegna eigna- upptökueinkenna skattsins var hann sagður vera til bráða- birgða. Þannig kynntur gat hann hugsanlega staðist skoðun dómstóla fyrsta kastið. Núverandi ríkisstjórn sá hversu vafasöm þessi skatt- heimta var, en ákvað þó að láta sólarlagsákvæði Steingríms og Jóhönnu gilda. En þegar enda- lok skattsins nálguðust brást Steingrímur J. illur við. Þar með afhjúpaði hann sjálfur, að orð hans, sem færð höfðu verið í lög, voru hreinn blekkinga- leikur. Of hægt hefur gengið að kemba skattaóværu síðustu rík- isstjórnar burtu. Og nú ber svo við að umræða er um nýjan skatt, sem virðist að vísu ekki mjög hár. En ótal dæmi eru til um skatta sem byrja smátt og þau dæmin hræða. Vissulega hafa verið færð fram blíðleg rök fyrir þessari nýju skattheimtu. Ríkisvaldið vill afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferða- mannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt vill það afla tekna til þess að tryggja ör- yggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Óneitanlega er snúið að standast svona rök, þótt sett séu fram til að réttlæta nýjan skatt, og þótt skatturinn sá bætist við þessa 100 frá Steingrími. En ekki er frumleiki rakanna mikill. Fyrir þremur árum samþykkti Alþingi lög nr. 87 frá 23. júní 2011: Lög um gistináttagjöld. Um þau sagði: „Mark- mið laga þessara er að afla tekna til að stuðla að uppbygg- ingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferða- mannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Þetta eru sefjandi rök en óneitanlega kunnugleg. Hversu mikið fé náðist inn með þessum skatti? Hvernig hefur því verið varið? Auðvitað finnst einhverjum Íslendingi sér eins og ofaukið í eigin landi þurfi hann að sýna passa til að mega sækja Þing- völl heim: Skundum á Þingvöll, með passa, og treystum vor heit... eins og næst verður sung- ið í leikskólunum. Á meðan þeir sem hafa smokrað sér inn fyrir götótt landamæri Grikklands og Ítalíu skulu alls ekki þurfa að sýna vegabréf við komu hingað norð- ur eftir vegna Schengen, þykja engin ónot í því að skipa Íslend- ingum að sýna vegabréf eða kvittun kíki þeir í stundarkorn á þann hluta sameignar sinnar sem þeim þykir mestur veigur í. Nú er vitað að hingað koma útlendingar um heiminn þveran til að horfa á norðurljós. Norð- urljósaskattur hefur þó ekki enn verið lagður á. Hvað dvelur ormana stuttu? Þann skatt mætti leggja á hverja þá myndavél sem norðurljósagláp- arar bera um öxl. Þannig næst til útlendinga og eins með því að leggja skatt á ferðamannaskó- tau. Íslendingar eru löngu hætt- ir að mynda það sem þeir hafa fyrir augunum og kúskinnsskór mættu vera gjaldfríir. Það er einnig auðvelt að rökstyðja markmið slíkra laga. Það væri að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra... Þarfir fólks og þjóða breytast ört. Fólkið, einstaklingarnir, hefur það þannig við þær að- stæður, að það hættir að verja sínu fé í það sem óþarft er orðið eða hefur minna vægi en fyrr, til að geta svarað hinni nýju þörf. Jafnvel þeir sem ekki voru í Menntaskólanum við Hamra- hlíð vita að ríkisvald er ekkert annað en einhvers konar mengi af fólki á tilteknu landsvæði. Íslendingar greiða hærri skatta en áður, eftir að hafa burðast með vinstristjórn í fjög- ur ár. Verkefnið er ekki að hækka þá skatta eða fjölga þeim. Þurfi fé til nýrra verkefna þarf að slá af önnur, ekki síst einhvern óþarfa, sem eytt er í af gömlum vana. Það lag fólksins á sú ríkisstjórn að hafa sem ekki vill fara í föt Steingríms og Jó- hönnu. Og hvern langar til þess? Kalli ein þörf á fé má önnur þagna} Gera þetta eins og Jón og Gunna H ugsanlega er ég vanhæfur þar sem ég ólst upp með Ríkis- útvarpinu, enda var afi minn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og móðir mín þýddi og skrifaði barnaefni sem þar var birt. Ég lék líka í barnatímum á hennar vegum (þar til við bræðurnir heimtuðum kauphækkun og vorum reknir með það sama), þýddi bók fyrir útvarp- ið um stjörnufræði þegar ég var unglingur (en gat ekki lesið þar sem ég var í mútum) og var síðar með tónlistarþætti á Rás 2 fyrir tveimur áratugum eða svo. Nú vill svo til að ég er mjög áhugasamur um tónlist og þá allar gerðir tónlistar nema kannski þýska schlager-tónlist. Þann áhuga rek ég annars vegar til þess að ég ólst upp á heimili þar sem sígild tónlist var í hávegum og svo líka vegna þess að ég ólst upp við Ríkisútvarpið. Á æskuárum mínum var það einsog hafið yfir gagnrýni, eða í það minnsta man ég ekki eftir því að neinn hefði hallmælt því nema þá vegna þess að það væri ekki nóg spilað af harmonikkutónlist. Þegar ég eltist sá ég þó ýmsa vankanta, ekki síst þann að í útvarpinu mátti ekki heyra neina tónlist sem þótti ófín, enga hóruhúsatónlist eins og mætur útvarpsmaður sagði við mig um djass fyr- ir langa löngu. Þar eimdi náttúrlega eftir af því að í ár- daga útvarpsins töldu menn það hlutverk sitt að mennta fólk og uppfræða, hvort sem því líkaði það betur eða ver. Með tímanum létu forsvarsmenn útvarpsins undan kalli tímans og settu á stofn útvarpsrás sem spila skyldi tónlist fyrir unga fólkið. Það var reyndar of seint fyrir mig, því ég var ekki lengur meðal unga fólksins þegar hér var komið sögu og hafði lítinn áhuga á þeirri tón- list sem þá var efst á baugi. Þrátt fyrir það hefur Rás 2 verið sá staður þar sem ég hef komist í nýja íslenska tónlist í gegnum árin, þar hafa verið þættir þar sem heyra má það sem nýjast er og forvitnilegast, eins og til að mynda sú frábæra þáttaröð Langspil sem spilar allskonar nýja íslenska tónlist. Í þeirri sérkennilegu umræðu sem nú stendur um Ríkisútvarpið og hlutverk þess eru háværar raddir hægrimanna sem telja það goðgá að ríkið sé að halda úti útvarps- og sjónvarpsstöð og fréttavef að auki. Vissulega má taka undir það að þörfin fyrir Ríkisútvarp hefur breyst á liðnum árum og svo mikið að sjálfsagt er að endurskoða sitthvað í rekstri þess. Þeir dellumenn sem vilja aftur á móti leggja af ríkisútvarpið í nafni frels- is eru þó úti að aka eins og endranær. Við Íslendingar töldum okkur svo mikla fjármálavitr- inga forðum að enginn stæði okkur á sporði, en í hruninu sem gekk yfir heiminn á síðasta áratug kom í ljós að það eina sem við gátum státað af var íslensk menning og Ríkisútvarpið hefur einmitt verið iðið við að næra ís- lenska menningu. Ef frjálshyggjumenn hefðu fengið að ráða ferðinni hefði ekkert verið eftir þegar fjár- málastofnanir okkar hrundu. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Rætur íslenskrar menningar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjöldi þessara mála hefurverið svipaður í gegnumárin, en það sem helst hef-ur breyst er að meira ber á málum þar sem lyfjanotkun eða fíkni- efnaakstur hefur komið við sögu. Hér áður fyrr var þetta aðallega vegna ölvunaraksturs,“ segir Helgi Jóhann- esson hrl. en hann er formaður end- urkröfunefndar, sem úrskurðar um hvort og þá hversu miklar endur- kröfur tryggingafélögin eiga á hend- ur þeim sem hafa valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Ef einhver veldur tjóni, t.d. ekur drukk- inn eða óvarlega, og tryggingafélögin þurfa að borga tjónið, þá mega þau ekki rukka viðkomandi um endur- kröfu nema nefndin sé búin að mæla fyrir um það. 149 ný mál í fyrra Kveðið er á um þessar endur- kröfur í umferðarlögum en endur- kröfunefnd er skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra. Í henni sitja, auk Helga, lögfræðingarnir Andri Árna- son og Sigmar Ármannsson. Helgi hefur átt sæti í nefndinni í nærri 20 ár þannig að hann er orðinn vel kunnugur þessum málum. Eins og hann nefnir hér að framan hefur fjöldi málanna haldist svipaður gegn- um árin. Þó varð einhver fækkun á síðasta ári, þegar 149 ný mál bárust nefndinni til úrskurðar. Af þeim mál- um samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða að hluta í 137 til- vikum. Árið 2012 var heildarfjöldi mála hins vegar 199 og samþykktar kröfur 188. Á síðastliðnum fimm ár- um, eða frá 2009 til 2013, var fjöldi mála hjá nefndinni að jafnaði 182 á ári. Helgi bendir á að þótt málum hafi fækkað á síðasta ári sé óvarlegt að álykta sem svo að tjónatilvikum fækki sem til kasta nefndarinnar koma. Skýringin á þessu er m.a. sú að málin, sem heyra undir nefndina, eru aðeins að hluta rakin til tjóna sem verða á því ári sem þau koma til með- ferðar. 145 milljóna endurkröfur Samþykktar endurkröfur á síð- asta ári námu alls 145 milljónum króna, eða meiru en árið 2012 þó að málafjöldinn væri minni. Þá voru samþykktar kröfur upp á 112 millj- ónir króna. Hæsta einstaka krafan í fyrra var fjórar milljónir króna og sú næsthæsta 3,5 milljónir. Alls var 51 endurkrafa yfir hálfri milljón sam- þykkt af nefndinni í fyrra. Ölvun í 72% málanna Ástæður endurkröfu á síðasta ári voru oftast ölvun tjónvalds, í 99 til- vikum af 137, eða í 72% tilvika. Lyfja- áhrif, einkum vegna ávana- og fíkni- efna, var næstalgengasta ástæða, eða í 20 tilvikum. Í 17 málum voru öku- menn endurkrafðir um bætur vegna ökuréttindaleysis. Vegna ofsa- og glæfraaksturs voru níu ökumenn endurkrafðir og fimm vegna stór- fellds vanbúnaðar ökutækis eða farms. Þá mælti nefndin fyrir um endurkröfu í tveimur málum vegna beins ásetnings ökumanns um að valda tjóni. Í tilkynningu frá endur- kröfunefnd er bent á að í sum- um tilvikum geta ástæður endurkröfu verið fleiri en ein, t.d. ölvun og réttinda- leysi eða ölvun og lyfjaáhrif. Ef viðkomandi trygg- ingafélög eða tjónvaldar vilja ekki una niðurstöðu endur- kröfunefndar er hægt að fara í dómsmál. Að sögn Helga Jóhannessonar hefur það aðeins gerst í undantekning- artilvikum. Endurkröfum fjölgar vegna lyfjanotkunar Morgunblaðið/Júlíus Tjón Alltaf koma upp tilvik í umferðinni þar sem ökumenn hafa valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, oft undir áhrifum vímuefna. Flest þeirra mála, eða 35%, sem komu til kasta endurkröfu- nefndar á síðasta ári, sneru að ungum ökumönnum, 25 ára og yngri. Að sögn Helga Jóhann- essonar hefur hlutur ungra öku- manna í úrskurðuðum endur- kröfum löngum verið mikill. Hann fór þó lækkandi í fyrra en hlutfall þessa hóps árið 2012 var 44%. Í þeim 99 tilvikum, þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölvunar, reyndust 77 öku- menn vera yfir efri mörkum umferðarlaga og töldust því með öllu óhæfir til að stjórna ökutæki. Efri mörk- in eru 1,2% eða meira vín- andamagn í blóði. Í þessum endurkröfu- málum voru 103 karlar og 34 konur. Hlut- fall kvenna jókst milli ára, úr 18 í 25%. Mest ungir ökumenn ENDURKRÖFUR Helgi Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.