Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 11
Rúmlega tuttugu nemendur á öðru ári samtímadansbrautar og sviðshöfunda- brautar eru í áfanganum Óhefðbundin leikrými. Þau koma fram og sýna verk í dag á ýmsum ólíkum stöðum. Á nám- skeiðinu var rýmið sjálft uppspretta sköpunar. Unnið var með óhefðbundin leikrými þar sem staðsetning, arkitekt- úr, aðstæður og jafnvel saga rýmisins var stökkpallur í verklega vinnu. Nem- endur sýna verk sín á fjórum mismun- andi stöðum í miðbæ Reykjavíkur í dag og auk sýningarinnar í Listasafni Einars eru þessar: Verk 1 Changing Room, staðsetning: Austurbæjarskóli. Gengið inn í anddyri íþróttaaðstöðu skólans á jarðhæð vestan megin frá horni Vita- stígs og Bergþórugötu. Sýningar kl. 16:00 og 16:40. Verk 2 KB, staðsetning: Fyrir framan Kaffibarinn, Bergstaðastræti 1, mæta í röðina fyrir utan barinn, hjá dyraverði. Sýning stendur yfir frá kl. 16-17. Áhorfendur geta mætt hvenær sem er á þeim tíma. Verk 4 Útsýnið er gott, staðsetning: Mæting fyrir framan aðalinngang Landakotsspítala, í tröppunum. Sýningar kl. 18 og 18:40. Aðgangur er ókeypis en gestir þurfa að skrá sig á netfanginu leik- list@lhi.is. ATH: Takmarkaður sætafjöldi. Á Kaffibarnum og Landakotsspítala ÓHEFÐBUNDIN LEIKRÝMI Á FLEIRI STÖÐUM Dans Þær spegluðu verkið á milli sín dansararnir Ingileif og Madli Paves og sú þriðja gekk milli verka í salnum. vegar frjálsum vilja. Einnig hefur stemningin sem við upplifum hér á safninu innan um verkin hans að sjálfsögðu sitt að segja í því hvern- ig verkið okkar hefur þróast,“ seg- ir Hekla og bætir við að sýning þeirra sé leið fyrir fólk til að tengj- ast Einari og hans hugmynda- fræði, því það séu kannski ekki margar leiðir til þess fyrir almenn- ing. „Þetta safn er svo merkilegt og þessi mögnuðu verk eru langt á undan sinni samtíð. Við erum afar þakklát aðstandendum safnsins að hafa sýnt okkur það traust að leyfa okkur að vinna verkið inni á safn- inu.“ Ásamt Heklu eru í hópnum þau Jóhann Kristófer Stefánsson og Haukur Valdimar Pálsson af sviðshöfundabraut og Ingileif F. Wechner og Madli Paves af sam- tímadansbraut. Verkið Finding Einar, verður sýnt í þrígang í dag í Listasafni Einars, kl. 17, 17:40 og 18:20. Æskilegt er að þeir sem hafa áhuga á að koma og njóta sýning- arinnar panti pláss og láti vita af sér í gegnum netfangið leik- list@lhi.is Mæta skal fyrir framan Styttugarðinn á Freyjugötu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Krásir jólanna eru víða á borðum í desembermánuði og hugsa margir til þess með skelfingu hversu lengi þeir verði að losa sig við konfektmolana, laufabrauðið og rjómaterturnar sem þeir hafa innbyrt. Í tímaritinu Read- er’s Digest er grein eftir lækna sem benda á hvernig nýta megi jólamán- uðinn til að styrkja bæði líkama og sál. Til dæmis sé ljómandi gott að fá sér heitt súkkulaði (sem gert er úr dökku súkkulaði) því í hóflegu magni lækki það og jafni blóðþrýsting. Þeir segja einnig gott að syngja mikið í þessum mánuði því söngur dragi úr streitu og auki um leið framleiðslu oxýtósíns sem er stundum kallað „ástarhormónið“. Í sumum tilvikum getur söngur komið á eðlilegum og djúpum andardrætti, rétt eins og við iðkun jóga. Jólainnkaupin geta aukið brennslu líkamans því á hlaupum um versl- unarmiðstöðvar má hæglega brenna á bilinu 200 til 300 hitaeiningum á klukkustund. Svo er auðvitað tilvalið að gera ærlega jólahreingerningu í íbúðinni, geymslunni, háaloftinu eða garðskúrnum – öll hreyfingin kemur brennslunni í gang. Læknarnir benda jafnframt á að það geti verið ein- staklega gott fyrir sálartetrið að skrifa jólakort á persónulegum nót- um því það fylli mann þakklæti í garð þeirra sem skrifað er til. Jólin geta því verið heilnæm á ýmsan máta! Slökun í stað streitu þegar nær dregur jólum Morgunblaðið/G.Rúnar Hreyfing Á klukkustundarlöngu búðarápi má brenna allt að 300 hitaeiningum. Heilsubót jólahátíðarinnar AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.