Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Slegið upp skötuveislu Slökkviliðsmenn og makar þeirra gæddu sér á skötu hjá Magnúsi Inga Magnússyni, veitingamanni á Sjávarbarnum, í gærkvöldi. Þar er boðið upp á skötu fram að jólum. Árni Sæberg Ég hef notið Ferða- þjónustu fatlaðra á fjórða ár og fundist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferðatilhögun hefur í flestum til- fellum staðist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferð- um. Hér hefur farið saman teymi fólks með mikla reynslu af þessu starfi og með dýrmæta þekkingu á högum við- skiptavina og fjölbreyttum þörfum þeirra. Mér kom því mjög á óvart þegar ég frétti að til stæði að bjóða út reksturinn og segja upp flestu starfs- fólki. Ég spurðist fyrir um ástæður og sagt að það ætti að bæta þjón- ustuna og um leið að hagræða í rekstri sem rímar ekki vel og allra síst að reynsla og þekking væri ekki metin. Því var jafnvel haldið fram að það væri ekki af hinu góða að bíl- stjórar þekktu viðskiptavini persónu- lega. Ég hef oft heyrt því haldið fram að ofan að þessi þjónusta væri sam- bærileg við ferðir strætisvagna og persónuleg kynni ekki eðlileg. „Ferðaþjónusta fatlaðra er ekki einkaþjónusta“ var mér tjáð í sina fyrir stuttu, heldur eins konar „strætó“. Ég hef ekki geð til að rökræða svona yfirlýsingar svo fráleitar sem þær eru. Þær lýsa í besta falli al- geru skilningsleysi á hvað felst í lágmarks- þjónustu við ferðir fatl- aðs fólks frá einum stað til annars. Hinn 1. nóvember var tekið upp nýtt tölvukerfi sem nota skyldi til að „bæta þjónustuna“. Brá svo við að hún tók algerum stakkaskipt- um til hins verra. Bílar ýmist mættu ekki á tilsettum tíma eða bara alls ekki og ekki við bílstjóra að sakast. Ef reynt var að hringja inn var ein- faldlega ekki svarað, nýtt fólk í síms- vörun, fáliðað og án nauðsynlegrar þekkingar. Ég verð þó að taka fram að ástandið hefur skánað síðustu vik- ur en vandræðagangur þó mikill. Ég ákvað að gefa þessu tíma, fannst það réttlátt svo miklar breytingar sem átt hafa sér stað. Ég hef heyrt alveg ótrúlegar vand- ræðasögur en út yfir tók, ef satt er, þegar bílstjóri, af þekkingarleysi fyr- ir skömmu, skildi alzheimer-sjúkling eftir veglausan á komustað og sömu- leiðis farþega alvarlega fatlaðan. Þurfti lögreglu til að hafa uppi á þeim. Ég gef nánast ekkert fyrir að hægt verði að panta ferðir með tveggja tíma fyrirvara, flestar ferðir fatlaðra eru fyrirfram skipulagðar, í sjúkra- þjálfun, til læknis, á vinnustað eða í skóla svo eitthvað sé nefnt. Það þarf a.m.k. að tryggja betur að slíkar ferð- ir verði öruggar og ennfremur er af- ar mikilvægt að nauðsynleg þekking sé fyrir hendi á högum farþega svo tryggja megi lágmarksöryggi þeirra. Frá 1. janúar taka Hópbílar við þorra þessara farþegaflutninga og undir er allt höfuðborgarsvæðið utan Kópavogs. Ég lýsi áhyggjum yfir framtíðinni en vona innilega að vel takist til og skilningur aukist á marg- breytilegum þörfum fatlaðs fólks. Þekking sem fyrir hendi var þarf að skila sér til þeirra sem við taka. Ferðaþjónusta fatlaðra Eftir Þorvald Pálmason » Það þarf a.m.k. að tryggja betur að slíkar ferðir verði öruggar og ennfremur er afar mikilvægt að nauðsynleg þekking sé fyrir hendi á högum far- þega svo tryggja megi lágmarksöryggi þeirra. Þorvaldur Pálmason Höfundur er kennari og verk- efnastjóri í Menntasmiðju HÍ. Mér hefur verið bent á að opinberlega hafi að undanförnu birst túlkanir á dómi Hæsta- réttar 10. nóvember 2014 í máli Kaupþings hf. gegn Aresbank S.A. sem varla fá staðist. Er svo að sjá að stjórnmálamenn og aðrir þátttakendur í skrafi dag- anna telji að með þessum dómi hafi verið lokað fyrir að unnt væri að krefjast gjaldþrotaskipta á hinum föllnu bönkum (fara gjaldþrotaleiðina). Þetta virðist mér vera mis- skilningur. Við athugun á for- sendum dómsins, sbr. einnig H. 553/2013, sýnist mér að lesa megi eftirfarandi atriði úr dóm- inum: 1. Kröfur á hendur slitabúi K umreiknast í íslenskar krónur á gengi þess dags er K var tekinn til slita (22/4 2009). Þannig standa þær í kröfuskránni. 2. Enginn kröfuhafi á rétt á að fá greiðslu kröfu sinnar í erlend- um gjaldmiðli. Furðulegt er að lesa dóminn þannig að í honum felist staðfesting á að erlendir kröfuhafar njóti slíks réttar. 3. Við greiðslu á kröfum getur slitastjórn með samkomulagi við viðkomandi kröfuhafa greitt hon- um kröfu hans í erlendum gjald- miðli að því tilskildu að greiðslan geti farið fram samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Sú greiðsla miðast þá auðvitað við gengi við- komandi gjaldmiðils á greiðslu- degi (sama niðurstaða eins og fengist hefði ef krafan hefði ver- ið greidd í krónum og kröfuhaf- inn hefði keypt sér gjaldeyri fyr- ir fjárhæðina). Augljóst er að mínum dómi að kröfuhafa yrði aldrei skylt að taka við greiðslu í erlendum gjaldmiðli væri hann andvígur því. Íslenskt slitabú gerist upp í íslenskum krónum, nema samkomulag sé um annað við þann kröfuhafa sem greiðslu fær. Ályktun um að þessi dómur Hæstaréttar hafi „útilokað gjald- þrotaleiðina“ virðist vera byggð á misskilningi. Jón Steinar Gunnlaugsson Rangar ályktanir dregnar af dómi Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.