Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 ✝ Kristíne G. Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1927. Hún lést á hjúkrunardeildinni Fossheimum á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands hinn 28. nóvember 2014. Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyleifsson skip- stjóri, f. í Gestshúsum á Seltjarn- arnesi 8.7. 1883, d. 2.9. 1943, og Guðrún Guðbrandsóttir, f. á Bola- fæti í Hrunamannahreppi 28.3. 1899, d. 31.10. 1954. Alsystir Kristíne var Guðný, f. 29.10. 1925, d. 4.6. 2014, gift Jóni Óskari Guð- mundssyni, f. 18.2. 1929. Börn þeirra eru Sigríður, f. 20.7. 1956, Guðmundur Birgir, f. 26.4. 1958, d. 9.9. 1975, og Jón Óskar, f. 1.7. 1961. Áður átti Guðný dótturina Guðrúnu Hallfríði Bjarnadóttur, f. 21.4. 1949. Fóstursystir Kristíne 17.10. 1938, þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi. Kristíne og Kormákur bjuggu lengst af sínum búskap í Reykjavík en fluttu á Selfoss árið 2003. Sam- an áttu þau Kristíne og Kormákur eina dóttur, Guðrúnu, f. 6.10. 1963, og er sambýlismaður hennar Ágúst Guðmundsson, f. 11.9. 1965. Guðrún á eina dóttur af fyrra hjónabandi, Kristínu Ósk Unn- steinsdóttur, f. 9.10. 1994. Kor- mákur átti tvær dætur fyrir hjóna- band. Þær eru Ásgerður, f. 26.8. 1945, gift Jóni Jóhannssyni og eiga þau tvö börn, og Stefanna, f. 10.5. 1947. Hún er fráskilin og á einn son. Kristíne stundaði barnaskóla- nám við Austurbæjarskólann í Reykjavík og gagnfræðaskólanám við Ingimundarskólann. Hún vann allan sinn búskap utan heimilis. Í upphafi starfsferils síns starfaði hún hjá Almennum tryggingum, síðan Áburðarverksmiðju ríkisins, í nokkur ár hjá frænda sínum í prjónastofunni Iðunni, en lengst af starfaði hún sem launafulltrúi á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þar til hún komst á eftirlaun. Útför Kristíne fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. desem- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 11. var Aldís Einars- dóttir, f. 17.2. 1940, d. 16.6. 2005, gift Birgi Erni Birgis, f. 23.9. 1942. Börn þeirra eru Guðrún Hulda, f. 18.2. 1961, Birgir Svanur, f. 15.2. 1968, og Einar Örn, f. 27.9. 1973, d. 8.11. 2000. Systkin samfeðra eru Sigríð- ur, f. 23.11. 1908, d. 25.3. 1990, og Birgir, f. 13.7. 1925, d. 7.8. 1948. Kristíne ólst upp með fjöl- skyldu sinni á Grettisgötu 20a. Hinn 8.12. 1951 giftist hún Kor- máki Sigurðssyni, f. 6.9. 1924, d. 23.12. 2003. Foreldrar hans voru Sigurður Haralz, f. 13.4. 1901, d. 1985, og Jóhanna Einarsdóttir, f. 5.4. 1898, d. 1982. Hann var send- ur í fóstur sex mánaða gamall til Louíse Símonardóttur, f. 31.12. 1876, d. 20.12. 1966, og Þorgeirs Jörgenssonar, f. 1.3. 1875, d. Mikið held ég að þér líði betur núna, elsku amma mín. Þú kvaddir okkur eftir löng veikindi. Það sem situr eftir er því ekki sorg heldur söknuður. Söknuður yfir öllum góðu stundunum okkar saman. Þú nenntir endalaust að kenna mér, hvort sem það var að hnýta slaufu, deilingu eða eitthvað allt annað. Ég get nú ekki annað en brosað með sjálfri mér þegar ég hugsa um hvernig þú raðaðir stól- unum í kringum rúmið svo að ég dytti ekki fram úr þegar þú varst að passa mig og það gerðir þú þangað til ég var orðin ansi gömul. Ég var alltaf litla stelpan þín. Einn- ig man ég hvað mér fannst gaman að sögunum þínum, sérstaklega síðan þú varst stelpa. Þarna fékk ég innsýn í heim lítillar stelpu í Reykjavík upp úr 1930 og innsýn í heiminn þinn, eitthvað sem ekki verður fengið úr neinni bók. Merki- legt hvað heimurinn hefur breyst á ekki lengri tíma. Við áttum svo sannarlega ómetanlegar stundir. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og munu þær stundir lifa með mér um ókomna tíð. Kveðja, Kristín Ósk Unnsteinsdóttir. Eins og móðir okkar Guðný, þá bjó Stína á Grettisgötu 20a í húsi móðurbróður síns Hjörleifs ásamt fjölskyldu sinni. Ættin var stór og ættartengslin mikil, skyldmenni frá Auðsholti og Skálmholti gistu á Grettisgötunni þegar sækja þurfti til Reykjavíkur. Stína ólst þar af leiðandi upp í húsi sem iðaði af lífi. Hjörleifur stundaði búskap í bak- húsunum á Grettisgötunni, hélt kindur, kýr og hesta fram á miðjan 6. áratug síðustu aldar. Þar sem amma ólst upp í Auðsholti í Bisk- upstungum, hjá ömmu sinni og afa og fjölskyldu móðurbróður síns, voru tengslin við Auðsholt sterk og eyddi Stína ásamt móður sinni og systrum, Guðnýju og Aldísi, sumr- unum í Auðsholti. Stína gekk í Austurbæjarskól- ann og síðar í Ingimarsskólann. Hún starfaði m.a. hjá Almennum tryggingum, Áburðarverksmiðj- unni, hjá Njáli frænda sínum í prjónastofunni Iðunni á Seltjarn- arnesi og Heyrnar- og talmeina- stöð Íslands. Stína var vinsæll starfskraftur og snillingur til allra verka, bjó til góðan mat, prýddi heimilið með vönduðum útsaum. Ásamt því að gefa góð ráð við mat- argerð fékk til dæmis Jón Óskar þessa forlátu síldarsalatsuppskrift frá henni sem hefur verið notuð á hverjum jólum síðan. Hún prjónaði og saumaði föt á börnin og dúkk- urnar í fjölskyldunni með handsnú- inni saumavél. Saumaði jólakjólana og fermingarfötin á okkur systur og þegar sú eldri fór í sumardvöl til Englands 17 ára, þá bjó hún hjá Stínu á meðan hún saumaði á hana föt til ferðarinnar. Kormákur mað- ur hennar átti fyrir 2 dætur, Ás- gerði og Stefönnu, var Stínu hlýtt til þeirra og þótti vænt um að fá þær í heimsókn, nutu þær einnig leikni hennar í fatagerð. Stína og Konni kynntust er þau unnu saman hjá Almennum trygg- ingum og gengu í hjónaband 1951, þau bjuggu lengst af í Reykjavík, en fluttu á Selfoss stuttu áður en Konni lést 2004. Þau eignuðust langþráða dóttur sína Guðrúnu 1963, má segja að engu barni hafi verið fagnað jafn mikið í stórfjöl- skyldunni, og síðan dótturdótturina Kristínu Ósk 1994, sem var auga- steinn ömmu sinnar. Samkenndin frá Grettisgötunni hélst meðal systranna þriggja, þær aðstoðuðu hver aðra í einu og öllu, börnin þeirra báru ábyrgð hvert á öðru og urðu hinar sjálfsögðu barnapíur þegar aldur sagði til. Aðfangadagskvöld var alltaf haldið hátíðlegt, á heimili okkar systkina, komu Stína og Konni ætíð tímanlega, Stína aðstoðaði mömmu með matinn á meðan sagði Konni börnunum sögur. Eftir að búið var að opna pakkana þá gekk allur hóp- urinn, makar og börn systkina mömmu, Stínu og Öllu kringum jólatréð. Á jóladag var ætíð jólaboð hjá Stínu og Konna og þar var einn- ig gengið kringum jólatré. Nú er þessi siður aflagður og söknum við hans, sem og systranna þriggja sem nú hafa á ný sameinast. Blessuð sé minning Stínu frænku. Hadda, Sigga og Jóni. Kristíne G. Guðmundsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÞORLEIFSSON bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, lést laugardaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. desember kl. 13.30. Jarðsett verður á Völlum. . Dórothea Gísladóttir, Þorsteinn Kristinsson, Laufey Gísladóttir, Elín Gísladóttir, Benedikt Ásmundsson, Fanney Gísladóttir, Steinborg Gísladóttir, Magnús I. Magnússon, Ásdís Gísladóttir, Trausti Þórisson, Hlini Gíslason, Guðrún Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra LAUFEY SIGURRÓS SIGURÐARDÓTTIR, Dudda, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, föstudaginn 5. desember. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. desember kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helgi Sigurðsson. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, VILHJÁLMUR BJÖRNSSON, lést að heimili sínu, Víkurhóli Dalvík, sunnudaginn 7. desember. Auður Björnsdóttir, Magnús Stefánsson, Helgi Björnsson, Sigrún Friðriksdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Árni Óskarsson, Svavar Björnsson, Ann Björnsson, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri ÓLAFUR ÓSKAR LÁRUSSON myndlistarmaður lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 4. desember. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. desember kl. 13.00. Sigrún Bára Friðfinnsdóttir Ásdís Hrund Ólafsdóttir Davíð Óskar Ólafsson Svava Ingimarsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Friðfinnur Örn Hagalín Guðmundur Már Hagalín Halldóra Anna Hagalín og fjölskyldur. Elskuleg frænka okkar, HILDUR ANNA BJÖRNSSON, Grjótnesi, síðast til heimilis að Hvammi, Húsavík, er látin. . Kai Jürgen, Silke, Leana, Max Krellenberg, Hamborg Þýskalandi. ✝ Eygló EbbaHreinsdóttir, til heimilis að Hátúni 10, Reykjavík, fæddist í Reykjavík 19. desember 1950. Hún andaðist á Víf- ilsstöðum 26. nóv- ember 2014. For- eldrar hennar voru Fjóla Svandís Ingv- arsdóttir, f. 6.6. 1930, d. 17.1. 1970 og Hreinn Þorvaldsson, f. 19.12. 1928, d. 26.9. 2011. Ebba, eins og hún var ævinlega kölluð, á fjögur systkini, þau eru í aldursröð: Hrafnhildur, fædd 1953, Ingvar, kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurjóni Grétarssyni, f. 29.9. 1953, árið 1990 og þau gengu í hjónaband árið 1993. Þau hafa síðan þá búið í Hátúni 10 í Reykjavík. Skólaganga hennar var ekki löng en þegar gagn- fræðaskóla lauk voru á þeim tíma fá úrræði í boði fyrir fólk sem ekki féll að fjöldanum. Ebbu þótti mjög gaman að læra og sótti mörg námskeið, m.a. í Iðnskól- anum í Reykjavík. Hún vann lengst af á vernduðum vinnustöð- um í Bjarkarási og Ási en hætti störfum árið 1993. Ebba var ein- staklega félagslynd og undi hag sínum vel í dagvistinni hjá Sjálfs- björg síðustu árin. Þar vann hún ýmislegt í höndunum, saumaði, teiknaði, málaði, vann í gler og mósaík. Útför Ebbu fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 10. desem- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13. fæddur 1957, Þor- valdur, fæddur 1960 og Jóhanna Hrund, fædd árið 1962. Ebba ólst upp í Efstasundinu í Reykjavík en flutti síðan búferlum með fjölskyldu sinni í Markholt 6 í Mos- fellsbæ, árið 1962. Eftir langvarandi veikindi og fráfall móður hennar fór hún til dvalar á Skálatúni í Mosfellsbæ. Þar bjó hún þar til hún fluttist á sambýli í Sigluvogi árið 1976 og síðar við Auðarstræti í Reykjavík. Hún Í dag kveðjum við systur okkar, Ebbu, eftir að hafa horft upp á stríð hennar við krabbamein sem lagði hana á tæpu ári. Ekki var þetta eina stríðið hennar um ævina því hún þurfti að berjast fyrir tilveru- rétti sínum allt frá fæðingu, sem reyndist henni svo erfið, að hún lagði mark sitt á líf hennar líkam- lega og andlega. Hún lamaðist vinstra megin sem hefti hana á ýmsan hátt í daglega lífi. Það að hafa ekki fulla stjórn á líkamanum og þroskahömlun gerði það að verkum að hún var dettin eða rak sig utan í hluti og þar af leiðandi alltaf eitthvað að meiða sig. En hún tók öllu af æðruleysi og stundum hló hún bara af klaufaskapnum. Ebba elskaði að syngja og kunni ótalmarga texta og lög. Hún var mikil félagsvera og vinmörg enda kát að eðlisfari. Við spiluðum mikið á spil systkinin og áttum margar góðar stundir saman. Hún las mikið framan af ævi og lifði sig oft svo inn í efnið að hún ýmist hló hástöfum eða grét og ekki máttu bækurnar enda illa. Dugleg var hún að sauma út og rýja mottur en síðasta áratug fór hún að fá áhuga á að teikna og mála og vann í gler fallega hluti sem hún gaf okkur systkinunum því hún var ör- lát á það sem hún gerði. Ekki má gleyma sundáhuga- num hennar en stundum veltum við því fyrir okkur hvort hún væri komin með sundfit og tálkn, því- líkur var áhuginn. Sem betur fer gerðust líka gleði- legir atburðir í lífi systur okkar. Hún og við vorum svo heppin þegar hún kynntist Jonna sínum sem hún gift- ist svo og átti gott líf með. Þau ferð- uðust talsvert og elskuðu að vera í sólinni á Kanaríeyjum og nutu lífs- ins. Oft voru þau þar á sama tíma og faðir okkar. Með Jonna fylgdi hans yndis- lega fjölskylda sem tók Ebbu strax að sér og reyndist henni ólýsanlega vel. Við færum þeim okkar innilegustu þakkir fyrir. Ebba var líka svo heppin að kynnast mörgu góðu fólki um æv- ina sem sýndi henni tryggð allt til æviloka. Þar má t.d. nefna Birgi og Jórunni, skyldfólkið okkar fyr- ir austan sem tók svo vel á móti henni og síðan þeim báðum nánast á hverju ári, Önnu frænku o.fl. Síðustu árin var Ebba dugleg við þátttöku í alþjóðasamstarfi fatl- aðs fólks. Hún ferðaðist víða um Evrópu á ráðstefnur fatlaðra sem hún sótti til að flytja erindi á, í fylgd Guðrúnar V. Stefánsdóttur sem vann doktorsverkefni sitt um það að dvelja á stofnunum, í tíu ára samstarfi við Ebbu ásamt öðrum. Að alast upp með fötluðum ein- staklingi kennir manni ýmislegt, kannski skildi maður ekki allt þeg- ar maður var barn og unglingur og fannst margt óréttlátt þegar taka þurfti tillit til þarfa og lang- ana Ebbu. Því hún var skapstór, þrjósk og frek stundum og kunni að ná sínu fram. Hún var hrein- skiptin og stóð á sinni meiningu. Öllum þeim sem studdu við bakið á henni og önnuðust hana í veikindum hennar færum við hjartans þakklæti. Jonna sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja hann. Ebbu var mjög umhugað um réttindi fatlaðra og á hún því hér lokaorðin: „Það skiptir miklu máli að rödd fatlaðs fólks heyrist og að við sýnum hvers við erum megn- ug.“ Jóhanna, Þorri, Ingvar og Hrafnhildur. Elsku Ebba mágkona mín er látin. Ebba var ein sterkasta persóna sem ég hef þekkt. Hún var listræn með afbrigðum, elskaði að syngja og kunni fleiri texta en nokkur önnur manneskja sem ég þekki. Nánast alltaf var hún glöð og kát og aldrei fannst henni skemmtilegra en þegar hún var umkringd sem flestu fólki sem hún þekkti. Ég kynntist Ebbu fyrst á Stöðvarfirði þar sem hún dvaldi hjá Önnu frænku sinni á Þrastarhóli en ekki grunaði mig þá að hún ætti eft- ir að verða mágkona mín. Í gegnum tíðina höfum við verið góðar vin- konur og brallað ýmislegt saman. Ein stund kemur sterkt fram í minningunni og er það þegar þau Jonni giftu sig, þá greiddi ég henni á stóra deginum. Ebba var mjög til- finninganæm og þegar hún byrjaði að ganga inn kirkjugólfið þá var hún alveg við það að fara að gráta, ég horfði fram gólfið til hennar og myndaði orðin: Þú ert æðisleg, þá sperrtist hún upp og stóð sig eins og hetja. Ebbu var mikið í mun að vera ekki minni manneskja en systkini hennar sem að hennar mati stóðu henni mikið framar í öllu og kom fyr- ir að hún var leið út af þessu en ég sagði henni að allir væru góðir á sín- um sviðum, t.d. væri hún mjög góð í listum, íslensku og að muna texta, það væru hennar kostir. Hún sam- þykkti það og tók gleði sína á ný. Síðustu árin áttum við mjög góða tíma saman, en við fórum í margar óvissuferðir með þau Jonna og nutu bæði þau og við þessara stunda. Við fórum saman í heimsóknir, út í náttúruna að taka myndir, veiði- ferð, pitsuferð í Hveragerði, á tón- leika og margt fleira. Ebba og Jonni voru svo sann- arlega samhent hjón og stóð Jonni við bakið á Ebbu í blíðu og stríðu. Þar sem Ebba var þar var Jonni. Eftir að Ebba veiktist svona alvar- lega reyndum við að vera eins dugleg og við gátum að heim- sækja hana en þó kom það fyrir að það leið dálítið lengri tími á milli heimsókna. Í eitt skiptið sem við komum minntist ég á það að við ættum nú ekki að láta líða svona langan tíma þar til næst, hún svar- aði: Þetta sagðir þú líka síðast. Þegar ég kom til hennar í síð- asta skiptið sem ég gat átt sam- ræður við hana var ég að fara til útlanda daginn eftir og ég tjáði henni það að ég kæmi ekkert um helgina þess vegna. Þegar ég beygði mig niður að henni og smellti kossi á kinn hennar hvísl- aði ég að henni: Ebba mín, mér þykir óskaplega vænt um þig. Hún svaraði snöggt: Ég veit það. Ég kveð þig því, Ebba mín, vit- andi það að þú vissir hvað mér þætti vænt um þig. Guð geymi þig. Kveðja, Oddný Vala. Eygló Ebba Hreinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Eygló Ebbu Hreinsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.