Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-2Y 110cm ál snjóskófla 1.990 S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.495 S805-4L 170CM ál snjóskafa 1.990 Rúðuskafa 190 Hálkusalt 5 kg 590 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 745 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Norðaustan-fárviðri geisaði á norð- anverðum Vestfjörðum í gær og í nótt og fór vindurinn langt yfir 50 metra á sekúndu í mestu hviðum. Lögreglan á Ísafirði hvatti fólk til að halda sig innandyra, Mennta- skólanum á Ísafirði og grunnskól- unum í Bolungarvík og á Ísafirði var lokað, svæði voru afgirt vegna snjó- flóðahættu, flug fellt niður og allir bátar voru við bryggju enda voru 43 metrar á sekúndu á miðunum úti fyrir Vestfjörðum auk mikillar öldu- hæðar. Veðurstofa Íslands gaf til að mynda út viðvörun vegna sjávar- flóða en mikil ölduhæð, yfir 12 metr- ar af norðan og norðnorðaustan, var undan Vestfjörðum í gærkvöldi sem og í nótt. Veðurofsanum fylgdi auk þess mikil snjókoma og byrgði bylurinn mönnum sýn. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum og almannavarna- nefndin á norðanverðum Vest- fjörðum lokuðu veginum milli Ísa- fjarðar og Súðavíkur um miðjan dag í gær vegna aðstæðna. Samkvæmt veðurspá mun veðrið ganga niður um hádegi í dag og gert er ráð fyrir að vegurinn verði opnaður í kjölfar- ið. Á tímabili var einnig ófært á öðr- um vegum og má þar nefna Kletts- háls, Kleifaheiði, frá Bjarnarfirði að Gjögri og Hálfdán en þungfært var víðast hvar í Ísafjarðardjúpi. Rafmagnslaust á Barðaströnd Vinnuflokkur sem sendur var á Barðaströnd til viðgerðar á raf- magnslínum í gær varð frá að hverfa þegar veðrið skall á undir hádegi. Þar hefur verið rafmagns- laust frá því aðfaranótt þriðjudags. Vinnuflokkar halda aftur af stað þegar veðrið gengur yfir en Krist- ján Haraldsson, orkubússtjóri Orku- bús Vestfjarða, sagði í gær að það yrði þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í dag. „Þetta er náttúrlega mjög slæmt, það á hellingur eftir að eyði- leggjast hér í frystikistum og ís- skápum,“ segir Ásgeir Sveinsson, bóndi á Innri-Múla og formaður bæjarráðs Vesturbyggðar sem hef- ur verið án rafmagns. „Þetta hefur auk þess mikil áhrif á störf hérna á bænum. Rúningsmenn sitja hér að- gerðarlausir og fyrir þeim er þetta ekkert annað en fjártjón. Svo er náttúrlega stór hausaverkun á Brjánslæk sem er ekki í vinnslu. Það verður eflaust óhemju tap“ Vindurinn fór langt yfir 50 metra á sekúndu í verstu hviðum í gær en spáð er betra veðri í dag þrátt fyrir áframhaldandi rok Morgunblaðið/Sigurjón Fárviðri Menntaskólanum, sem og grunnskólanum, á Ísafirði var lokað.Bylur Íbúar á Vestfjörðum héldu sig flestallir innan dyra í gær enda gekk vonskuveður yfir svæðið. Veðurofsi gerir vart við sig á Vestfjörðum  Stofnunum var lokað, flug fellt niður og bátar við bryggju  Búist er við því að veðrið muni skána upp úr hádegi í dag Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í svari skipulagsfulltrúa Reykjavíkur til umsagnaraðila um breytingar á skipulagi við Hlíðarendasvæði kemur fram að gagnrýni á lokun svokallaðrar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli verði ekki svarað efnislega þar sem brautin sé hvorki á deili- né aðalskipulagi. Þetta kemur fram í bréfi sem umhverfis- og skipulags- svið borgarinnar sendi umsagnaraðilum í fyrradag, fjór- um mánuðum eftir að umsagnir bárust. Fimm þeirra sex aðila sem sendu inn umsagnir vegna breytinganna gagn- rýndu áform um lokun flugbrautarinnar. Það eru Sig- urður Thoroddsen arkitekt, samtökin Hjartað í Vatns- mýrinni, Samtök ferðaþjónustunnar, Mýflug og Icelandair Group. Svar skipulagsfulltrúa er í öllum til- vikum hið sama; að flugbrautina sé hvorki að finna á deiliskipulagi sem tók gildi 6. júní 2014 né á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. „Athugasemdin varðar því ekki efnislega þætti deiliskipulagstillögunnar,“ segir í svarinu. „Þetta bréf staðfestir það sem við höfðum óttast að það ætti að bolast áfram með þetta mál í þeirri von að það verði ekki stöðvað,“ segir Friðrik Pálsson hjá félagasam- tökunum Hjartað í Vatnsmýrinni. Í umsögn Sigurðar Thoroddsen kemur fram að brautinni verði ekki lokað nema með aðkomu innanríkisráðherra. Samtök ferða- þjónustunnar vitna í áhættumat Isavia og að Rögnu- nefndin sé enn að störfum. Mýflug tiltekur atriði tengd öruggari heilbrigðisþjónustu eins og nálægð flugvallar við Landspítala. Icelandair Group vísar einnig til áhættu- mats Isavia og telur öryggi flugsamgangna stafa ógn af lokun flugbrautarinnar. Hjartað í Vatnsmýrinni tiltekur ofangreind atriði samhliða því að ólýðræðisleg vinnu- brögð eru gagnrýnd í ljósi áskorunar um 70 þúsunda manns um að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ekkert svar frá borginni  Borgin svarar ekki efnislega gagnrýni vegna fyrirhugaðrar lokunar á neyðarbraut á flugvellinum í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/RAX Neyðarflugbraut Umrædd flugbraut er á norðaust- urhluta Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Þótt kröftuglega hafi hvesst á Vestfjörðum í gær, þá hefur Kári verið ansi kröftugur víðar um land síðustu daga. Tafir urðu til að mynda á umferð undir Hafnarfjalli í gær en fiskflutningabíll, hlaðinn skötusel og öðrum fisktegundum, fauk þar út af veginum kvöldið áður þegar hvessti á suð- vesturhorninu. Gærdagurinn var nýttur til þess að tæma bílinn en tjónið er talið nema tugum milljónum króna. Flutningabíllinn var einn af fimm bílum sem fuku út af veginum þetta kvöldið. Fiskinum landað í annað sinn VINDHVIÐUR FEYKJA STÆRSTU BÍLUM Löndun Skötuselnum var landað í annað sinn, í þetta skiptið undir Hafnarfjalli. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.