Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Íslenski dansflokkurinn undirbýr um þessar mundir sýningaferð flokksins til Ósló, en 13. desember nk. mun Íd sýna verkið Tímar eft- ir Helenu Jónsdóttur í Óperuhús- inu í Osló á Ice Hot. „Ice Hot er haldið annað hvert ár en það er vettvangur fyrir dansflokka á Norðurlöndunum þar sem þeir geta kynnt sig og starfsemi sína fyrir umheim- inum,“ segir m.a. í tilkynningu frá Íd. Þar kemur fram að Íd sé kom- inn á fullt að æfa næstu uppfærslu flokksins sem ber titilinn Taugar og frumsýnd verður 6. febrúar nk. á nýja sviði Borgarleikhússins. Þar verða frumflutt tvö ný verk. Annars vegar verk eftir Grímu- verðlaunahafann Sögu Sigurð- ardóttur við frumsamda tónlist Hallvarðs Ásgeirssonar og hins vegar verk eftir danshöfundinn Karol Tyminski sem er pólskur dansari og danshöfundur. Morgunblaðið/Golli Tímar Frá æfingu á dansverkinu Tímum eftir Helenu Jónsdóttur. Íd dansar í Óp- eruhúsinu í Ósló Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á morgun verða opnaðar í tveimur kunnustu söfnum Vínarborgar sýn- ingar myndlistarmannsins Bjarka Bragasonar. Annars vegar er um að ræða sýningu í deildinni með grísk- um og rómverskum forngripum í Listasögusafninu, Kunsthistorisches Museum, og hins vegar í steinasafni Náttúrusögusafnsins, Naturhistor- isches Museum. Sýningarstjórar eru Giulia Tamiazzo og Judith Stöckl. „Mér var boðið að taka þátt í sýn- ingu hér í Vín í sumar og kynntist þá sýningastjórunum,“ sagði Bjarki í gær. „Ég kom aftur til Vínar í októ- ber og hef verið með vinnuaðstöðu og dvalið hér á Kultur Kontakt Austria, þar sem listamenn vinna að rannsóknum. Ég hef í verkum mín- um velt mikið fyrir mér hvaða leiðir, tæki eða aðferðafræði eru notuð til að halda utan um tíma og sögulega frásögn. Ég hef legið á hurðinni í þessum söfnum síðan ég kom, upp á hvern dag í margar vikur, og skoðað. Ég fann í þeim deildum sem ég beindi sjónum að sterka tengingu við verk mín hingað til.“ Aðferðir fornleifafræði Í Kunsthistorisches Museum mun Bjarki sýna stórt verk, „Past Und- erstandings“, en aðra útgáfu af verkinu sýndi hann í Hverfisgalleríi haustið 2014 sem hluta af sýning- unni Eins og Eins (Selfsame). Verk- ið fjallar um söguskoðun og hvernig sögulegar frásagnir birtast og eru búnar til. Bjarki hefur endurgert verkið sérstaklega út frá Antik- ensammlung-deild safnsins og unnið það beint út frá staðnum, en þar eru meðal annars sýndir fornir grískir og rómverskir munir, skúlptúrar og brot úr byggingum. Bjarki hefur áð- ur notað í verkum aðferðafræði forn- leifafræði til að nálgast viðfangsefni sín og skoðar togstreituna á milli staðreynda og skáldskapar eða ágiskana í rannsóknum. Í Naturhistorisches Museum sýn- ir hann síðan verkið „Desire Ruin“. Fyrri útgáfa þess var sýnd í Lista- safni ASÍ árið 2013. Þar er unnið með tíma og togstreitu í rann- sóknum, þar sem viðfangsefnið er drepið eða tekið í sundur af skoð- andanum. Útgangspunktur verksins er saga um elsta tré jarðar sem var fyrir mistök fellt árið 1964 af ungum nemenda sem stundaði aldurs- hringja-rannsóknir á trénu. Vann í geymslum safnanna „Í þessum söfnum lesum við til jafns pólitíska sögu, listasögu og náttúrusögu. Sýningarstjórarnir kynntu verkin mín og hugmyndinar fyrir stjórnendum safnanna, þeim Dr. Sabine Haag og Dr. Michael Ko- erbel, sem höfðu áhuga og buðu mér að vinna með sér,“ segir Bjarki. „Þetta gerðist mjög hratt og ég átti „intensíft“ samtal við stjórn- endur þessara tveggja deilda safn- anna, þar sem ég hef sett verkin upp. Ég hef unnið mikið innan safn- anna og í geymslum þeirra, við að grafa upp hluti sem ég nota. Ég hef fylgst vel með deilum um eignarhald verka í söfnum, eins og kröfum Grikkja um að fá verk sem eru í British Museum og stjórnin í Mexíkó vill að stjórnvöld í Vín skili hlutum sem eru varðveittir hér, þetta eru gripir sem voru keyptir, gefnir eða teknir á nýlendutímanum. Í grísku deildinni komst ég til dæmis að því að stöplar sem smíð- aðir voru í upphafi 20. aldar voru í raun sundursniðnir hlutar bygginga sem voru hlutaðar sundur í Efesus í Tyrklandi og fluttar hingað. Forn- leifafræðingar keisarans grófu upp þessa stóru forngrísku borg og sög- uðu hluta marmarabygginganna nið- ur í þessa stöpla. Það er ótrúleg staðreynd. Ég fann þá í safninu og skoðaði, og í safngeymslu úti í sveit er afskurðurinn af sniðunum sem þeir gerðu. Ég hef mikinn áhuga á „sögulegu rusli“ og nýti mér það.“ Verk Bjarka eru á óræðum mörk- um fornleifafræði, mannfræði og myndlistar og fjalla um það hvernig maðurinn umgengst sitt umhverfi. „Þetta hefur verið mjög spenn- andi tími hér í Vín, að sökkva sér í viðfangsefnið og vinna í samstarfi við þessi söfn,“ segir Bjarki. Opnar sýningar í helstu söfnum Vínar  Bjarki Bragason vinnur verk út frá safneigninni Morgunblaðið/Einar Falur Myndlistarmaðurinn Bjarki við verk á sýningu sinni í Listasafni ASÍ fyrir nær tveimur árum. Sú í Naturhistorisches Museum kallast á við hana. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Til í svörtu, hvítu, rauðu Tilboðsverð kr. 106.900 Jólagjöfin í ár! fy heita sú kriftarbó VD diskur lgja með og burstuðu stáli! ð fylgir Vitamix sle jarmál og sv k og ar ig ps D Me pl r ávexti, gr nánast hvað y klaka og alla noð d Bý Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is Úrval af hnífum og hnífapörum Heildsöludreifing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.