Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Síðasta ríkisstjórn, sem í nær fjögur ár hafði reynt að troða ESB-aðild ofan í kok þjóðarinnar með góðu eða illu – sannleika og lygi – og hver sem yrði kostnaðurinn, lagði það óskabarn sitt til hvílu nokkru fyrir kosningar. Gert var hlé á aðlögunarvið- ræðum, enda stóri bróðir í Brussel orðinn þreyttur – í bili – og fyrir löngu búinn að sjá vilja þjóðarinnar gegnum allt sjónarspilið og óheil- indin. Nú er liðið á annað ár síðan nýja ríkisstjórnin tjáði Brussel-herr- unum að ekki þyrfti frekar að ræða um aðild Íslands. Hins vegar, svo undarlegt sem það er, var ekki gengið hreint til verks. Vegna að- gerðaleysis ríkisstjórnarinnar höf- um við Íslendingar enn formlega stöðu umsóknarríkis ESB. Hvítvoð- ungurinn sefur eins og Þyrnirós. Þegar – og ef – ESB-sinnuð stjórn- völd taka aftur við stjórnartaum- unum er fljótlegt að vekja hann, taka skjalabindin ofan úr hillu, þurrka rykið af umsókninni og – hefjast handa þar sem frá var horfið við að gera Ísland að sýslu í Evrópustórveldinu – með góðu eða illu – en fyrst og fremst á skömmum tíma. Við þetta er ekki búandi. Alltof margir stjórn- málamenn hafa langt um of þörf fyrir að halda opnum öllum möguleikum í hverri stöðu. Slá fram hugmyndum, hálfkveðnum vísum, gefa í skyn, en lofa oftast ekki afdráttarlaust – og standa svo eða falla með fyrirheit- unum. Ó nei. Nýr glansbæklingur er svo borinn í hús þegar líður að næstu kosningum. Svipuð einkenni eru stundum nefnd valkvíði þegar rætt er um einstaklinga. Höf. lýsir hér með eftir orði sem betur hæfir þessu hegðunarmynstri í opinberri stjórn- sýslu. Í málum ESB og fleiri er þetta ekki bjóðandi kjósendum – jafnvel oft beinlínis hættulegt eins og nefnt var í greinarbyrjun. ESB sit- ur nefnilega ekki aðgerðalaust. Við Suðurgötuna í Reykjavík er enn opin upplýsingaskrifstofa þeirra og öðru hvoru heyrist af styrkjum og heimboðum ESB til íslenskra starfshópa. Sendiskrifstofa ESB er starfrækt í gömlu Morgunblaðshöll- inni. Þar er upplýst að hún hafi stöðu sendiráðs, birti upplýsingar og bjóði styrki. Dropinn holar steininn. Íslenskt máltæki segir: „Dropinn holar steininn“. Dropinn í þessu til- felli er nærvera og afskipti ESB. Meðan við ekki drögum til baka umsókn okkar um ESB-aðild og snúum okkur að því að vera sam- hent þjóð sem gengur einhuga fram í því að móta það þjóðfélag sem hún vill, þá hangir yfir okkur þessi eilífa spurning: „Værum við betur sett í ESB?“ „Ef við værum þar inni mundum við þá fá styrk til að byggja þessa virkjun eða jarð- göng?“ „Gæti ég fengið góða vinnu í Evrópu?“ „Af hverju fá bændur norðanlands styrki?“ Sá hugsunarháttur sem fylgt get- ur svona vangaveltum dregur úr okkur kraft, þor og stefnufestu. Það sem verst er; svona vangaveltur skipta þjóðinni í sérhagsmunahópa. Ekki síst ef einhverjir erfiðleikar steðja að. Og erfiðleika má alltaf búa til, eins og reynt var t.d. í Icesave- málinu og hefði tekist ef ekki hefðu komið til viðbrögð forseta og sam- staða þjóðar. Höfum við ekki séð nóg af slíku á undanförnum árum – meira en nóg? Afturköllum ESB- umsóknina strax Jafnljótt og mörgum kann að finnast að nota sundurlyndi kjós- enda og misskiptingu landsins gæða sjálfum sér til framdráttar er sagan ekki nema hálfsögð. Til eru þeir stjórnmálamenn – hér á landi og er- lendis – sem beinlínis búa til sund- urlyndi. Lofa bændum einu, útgerðarmönnum öðru, eldri borg- urum enn öðru. o.s.frv. Þannig má safna atkvæðum, fé í kosningasjóði o.fl. Áður en varir hefur verið veittur ádráttur um opinbert framkvæmda- fé í nokkrum kjördæmum, aukinn kvóta úr auðlindum okkar annars staðar eða styrki til gæluverkefna – sem við kjósendur borgum sjálfir með stuðningi og beinum styrkjum úr sameiginlegum sjóðum okkar. Svo lygilegt sem það er, eru þessi vinnubrögð upphugsuð og iðkuð af trúnaðarmönnum þjóðarinnar. Úr Schengen strax Síðast þegar fréttist voru fangelsi landsins yfirfull. Einn af hverjum fjórum eða fimm föngum var sagð- ur erlendur. Fjöldi fólks beið eftir fangelsisrými og sumir dómar fyrntust eða komu til framkvæmda löngu eftir að hinn dæmdi hafði snúið á rétta braut, átti jafnvel fjölskyldu og hafði fasta vinnu. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ætti ekki í mörgum tilfellum að færa viðkomandi blóm, breyta dómnum í skilorð og óska honum góðs gengis? Auðvitað kemur hingað einn og einn útlendingur sem missir sig og þarf að vista. En hingað sækja líka glæpagengi, fólk sem kemur bein- línis til að ræna, selja börnunum okkar eiturlyf, stjórna vændi o.s.frv. Margt af þessu fólki þarf ekki einu sinni að sýna vegabréf því það kemur frá „Schengensvæð- inu“ – Evrópu. Þangað komst það margt því að flestar þjóðirnar ráða ekki við að gæta ytri landamæra sinna eins og Schengensamning- urinn gerði ráð fyrir. Guð gaf okkur Íslendingum bestu landamæri í heimi. Er ekki kominn tími til að þiggja þau, nýta – og jafnvel segja takk? Nú erum við að byggja fangelsi, þ.á m. yfir erlenda glæpamenn, en getum ekki haldið eigin heilbrigð- iskerfi á floti! Margir hafa skrifað gegn Schengen gegnum árin, þ.á m. undirritaður sem varaði alvarlega við þáttöku Íslands – áður en við gengum í það. Á sínum tíma kann að hafa þótt eðlilegt að taka þátt í ýmsu al- þjóðasamstarfi. Nú er hins vegar löngu kominn tími til að endur- skoða margt af því. Meira um það fljótlega. ESB og skyld óværa Eftir Baldur Ágústsson » Guð gaf okkur Ís- lendingum bestu landamæri í heimi. Er ekki kominn tími til að þiggja þau, nýta – og jafnvel segja takk? Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstj. og frambjóð- andi til embættis forseta Íslands. baldur@landsmenn.is Var að hlusta á þátt- inn Á tónsviðinu sem Una Margrét Jóns- dóttir samdi. Fjallaði þátturinn um De Meza, hershöfðingja í Slésvíkurstríðum Dana, sem samdi fyrsta lag við kvæði Jónasar sem vitað er um. Hann er persóna í dönsku sjónvarpsþátt- unum 1864. Þetta er Ríkisútvarp að mínu skapi. Enginn annar sinnir þessu hlutverki, ekki einu sinni Morgunblaðið sem einu sinni var jafnoki Ríkisútvarpsins í skrifum um menningu en hefur þurft að gefa eft- ir til að rýma fyrir auglýsingum um hrátt kjöt og umfjöllun um dægurmál. Hafliði Pétur Gíslason Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Frábær Una Margrét RÚV Framlög vaxa um 300 m.kr. 2015. Innigallar fyrir konur á öllum aldri Margir litir Stærðir S-XXXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Velúrgallar Tax free af öllum snyrtivörum, ilmum og gjafakössum fyrir dömur og herra í desember Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Eingöngu sala til fyrirtækja Allt til gjafainnpökkunar Borðar, krullubönd, pappírspokar, sellófan, silkipappír, sellófanpokar, gjafapappír, pakkaskraut, bastkörfur, gjafaöskjur o.fl. o.fl...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.