Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 303. tölublað 102. árgangur
TILFINNINGALEG
ÁSKORUN
OG MIKIL ÁTÖK
JÓGAGÖNGUFERÐIR,
SKÍÐI OG JEPPAFERÐIR
FRAMKONUR
HÖMPUÐU
DEILDABIKARNUM
ÚTIVIST 40 ÁRA 10 ÍÞRÓTTIRUNNUR LEIKUR NÓRU 30
Kostnaður
Reykjavíkurborg-
ar vegna sér-
kennslu í grunn-
skólum og leik-
skólum fer vax-
andi og er nú vel á
þriðja milljarð.
Þetta kemur fram
í svari skóla- og
frístundaráðs
borgarinnar við
fyrirspurn sjálfstæðismanna í ráðinu.
Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri
skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur,
segir ýmsar ástæður fyrir því að sí-
fellt fleiri njóti sérkennslu. „Það er
t.d. meira um það í skóla án aðgrein-
ingar, eins og við erum með hér á
landi, að foreldrar kjósi almenna
grunnskóla fyrir fötluð börn sín, eða
börn sem þurfa mikla aðstoð af ýms-
um ástæðum,“ segir Ragnar.
Hann bendir á að þeim börnum fari
fjölgandi í skólakerfi borgarinnar
sem greind eru einhverf. »6
Milljarð-
ar í sér-
kennslu
Margt þykir skýra
meiri þörf í Reykjavík
Vetur Á leið í
skólann í snjónum.
Sérfræðingar félagsins Reykja-
vik Geothermal rannsaka nú jarð-
fræði Tullu Mojo-svæðisins í Eþíóp-
íu í Austur-Afríku vegna fyrir-
hugaðra borana vegna tveggja
stórra jarðhitavirkjana.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri félagsins, segir hverja bor-
holu mjög dýra. Því borgi sig að
fjárfesta í undirbúningsrann-
sóknum.
Auk verkefnisins í Eþíópíu vinn-
ur Reykjavik Geothermal að verk-
efni í St. Vincent í Karíbahafinu.
Talið er að þar megi sækja 10-15
MW af orku í upphafi og segir Guð-
mundur að verkefnið geti stækkað í
framtíðinni. »14
Undirbúa mikla
orkuöflun í Eþíópíu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, segir „nánast
ekki neitt“ hafa verið hagrætt í ríkis-
rekstrinum frá efnahagshruninu
haustið 2008.
Hagræðingarhópur ríkisstjórnar-
innar hafi reynt að finna leiðir til
hagræðingar en þau áform strandað
á andstöðu hagsmunaafla í „kerf-
inu“. „Við höfum reynt að skera nið-
ur en reynslan hefur verið sú að
undirstofnanir ríkisins verja sig með
kjafti og klóm. Kerfið ver sjálft sig
og notar fjölmiðla óspart til að
mynda samúð með viðkomandi
stofnun,“ segir Vigdís.
Tilefnið er gagnrýni Samtaka at-
vinnulífsins (SA) á mikið vægi skatta
í að mæta tekjutapi ríkisins eftir
hrunið, í stað hagræðingar.
Stofnanir gæta eigin hagsmuna
Guðlaugur Þór Þórðarson, vara-
formaður fjárlaganefndar, tekur
undir þessa greiningu SA og segir
hagsmunaöfl hindra hagræðingu.
„Þegar á hólminn er komið eru
þau öfl sem halda utan um hagsmuni
einstakra stofnana mjög sterk. Einn-
ig beita stofnanir sér mikið og hafa
greiðan aðgang að fjölmiðlum … Það
þarf að forgangsraða meira í ríkis-
rekstrinum og hagræða … Við erum
að horfa á þrjá stóra útgjaldaflokka
sem við þurfum að ná niður; vaxta-
greiðslur ríkissjóðs, lífeyrisskuld-
bindingar og síðan þurfum við að for-
gangsraða vegna þess að aldurs-
samsetning þjóðarinnar er að
breytast. Það mun kalla á aukna
eftirspurn eftir t.d. heilbrigðis-
þjónustu. Ég kalla eftir bandamönn-
um,“ segir Guðlaugur Þór.
Afkoma ríkisins óviðunandi
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður VG og fv. fjármálaráðherra,
kveðst taka undir það álit Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins að afkoman af rík-
issjóði næstu tvö til þrjú árin sé óvið-
unandi. „Hún er of mikið í járnum.
Það eru vonbrigði,“ segir Steingrím-
ur sem gagnrýnir boðaðar skatta-
lækkanir um áramótin. Minni skatt-
tekjur auki tekjuvanda ríkisins.
Þá vísar Steingrímur þeirri grein-
ingu SA á bug að síðasta ríkisstjórn
hafi nær ekkert hagrætt í ríkis-
rekstri: „Ég á erfitt með að skilja af
hverju menn eru að reyna að halda
svona steypu fram,“ segir Stein-
grímur um niðurstöðu SA.
MVeltu ekki byrðunum »4
Hagsmunaöfl
standa í vegi
hagræðingar
Forystumenn fjárlaganefndar segja
væntingar um hagræðingu hafa brostið
Skilaði tillögum fyrir ári
» Vikið var að áformum um
stofnun hagræðingarhóps í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar 22. maí 2013.
» Hópurinn var stofnaður í júlí
2013 og hann skilaði tillögum í
nóvember í fyrrahaust.
» Tveir af fjórum fulltrúum
hópsins viðurkenna nú að lítið
hafi áunnist í hagræðingu.
„Með bros á vör ég bíð og vona að bráðum komi bíllinn,“ sungu Stuðmenn í
laginu „Út á stoppistöð“ forðum daga. Sumum finnst biðin eftir strætis-
vagninum alltaf löng, ekki síst þegar kvölda tekur yfir veturinn. Jólaljósin
lýstu upp umhverfið við biðstöð Strætó á Lækjartorgi í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Lengi er von á einum
Samninga-
fundir hefjast að
nýju í læknadeil-
unni í dag og
segir Sigurveig
Pétursdóttir, for-
maður samn-
inganefndar
Læknafélags Ís-
lands, að þrýst-
ingur á að semja
sé orðinn tölu-
verður. Hún muni þó ekki skrifa
undir bara til að skrifa undir:
„Samningurinn þarf að gera eitt-
hvert gagn.“
Sigurveig kveðst óttast hrinu
uppsagna lækna um áramótin tak-
ist ekki að semja á næstu tveimur
dögum. »7
Mikill þrýstingur um
lausn í læknadeilu
Sigurveig
Pétursdóttir
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
Flugvélar AirAsia-flugfélagsins er saknað, samband við
hana rofnaði snemma í gær. Talið er að 162 manns, þar af
155 farþegar, hafi verið um borð í vélinni. Hún var á leið
frá alþjóðaflugvellinum í borginni Surabaya í Indónesíu
til Singapúr. Leitað var að vélinni án árangurs í gær.
Hætta þurfti leit vegna myrkurs, en hún átti að hefjast á
ný í birtingu, á miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Meiri-
hluti farþeganna var índónesískur en auk þess voru þrír
farþegar frá Suður-Kóreu, einn frá Singapúr, einn frá
Malasíu og einn frá Bretlandi.
Reyndi að forðast óveður
Samgönguráðherra Indónesíu sagði fjölmiðlum að
stjórnendur vélarinnar hefðu óskað eftir heimild frá flug-
umferðarstjórn í Jakarta til að hverfa frá upphaflegri
flugáætlun og hækka flugið í 38 þúsund fet til þess að
forðast óveður sem var á svæðinu. Til vélarinnar hefur
ekki spurst síðan. AirAsia er lággjaldaflugfélag stofnað
árið 2001 og er með höfuðaðsetur í Malasíu. Flugvélar fé-
lagsins hafa hingað til ekki hrapað, en malasíska flug-
félagið Malaysia Airlines hefur misst tvær vélar. »16
Þriðja malasíska vélin í háska
Samband við flugvél AirAsia-flugfélagsins rofnaði í gær
162 manns voru um borð Leit bar engan árangur
AFP
Saknað Vélin sem hvarf er af gerðinni Airbus A320-200.