Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 11
Vetrarsæla Gengið á skíðum í nágrenni Djúpavíkur í fyrra, hér kemur göngufólkið niður af Trékyllisheiði. líka hugleiðsla. Síðan er endað á teygjum og slökun fyrir svefninn,“ segir Hrönn og bætir við að í göngunni sé líka verið að spjalla saman, njóta umhverfisins og hafa gaman, en ekki verið að íhuga út í eitt. Ekki sé nauðsynlegt að fólk hafi prófað jóga áður og óreyndir geta því vel tekið þátt í ferðinni ef göngureynsla og úthald er fyrir gönguna sjálfa. Högum seglum eftir vindi Hrönn segir að sumir eigi erf- itt með að sjá fyrir sér jóga úti í íslenskri náttúru og veðráttu en það sé vel gerlegt. „Kúnstin er að nýta þá fjölbreytni sem finna má innan jóga en ef ekki er fýsilegt að leggjast og setjast niður, má gera standandi stöður að ógleymdri gönguhugleiðslunni. Þar fyrir utan eru öndunaræfingar og hugleiðsla stór hluti af jóga en það má gera sitjandi eða stand- andi ef þarf,“ segir Hrönn og bæt- ir við að það fari eftir veðri hvort morgun- og kvöldjógað sé úti eða inni í skálunum. „Blessunarlega eru miklar sveiflur í íslensku veðri og þess vegna gefst alltaf tækifæri í svona ferðum til að taka jógaæf- ingu en mikilvægt er að aka segl- um eftir vindi. Til dæmis kom frá- bært tækifæri í ferðinni í fyrra fyrir útijóga og slökun kvöldið hjá Skælingum en þann dag hafði ver- ið hvasst og úrkoma seinnihluta dagsins. Um kvöldið hafði stytt upp, grasið var orðið þurrt og kvöldsólin skein á okkur. Annað gott tækifæri til slökunar kom einn vindasaman dag þegar lægði skyndilega og sólin braust fram á sama tíma. Þá var hóprinn stadd- ur ofan í Eldgjá rétt hjá Ófæru- fossi og ekki skemmdi fyrir að við vorum ein í gjánni sem er ekki mjög algengt í júlí.“ Jóga í hálendiskyrrð Gönguleiðin frá Sveinstindi um Skælinga að Hólaskjóli liggur niður með Skaftá, framhjá Skæl- ingum og Eldgjá. „Þar ríkir nátt- úrufegurð og hálendiskyrrð og því frábært svæði til að stunda jóga og hugleiðslu samhliða göngunni. Á leiðinni upplifir maður kraft jökulárinnar, þykkar mosabreiður, auðn sanda og eldfjallajarðvegar og stórbrotnar hraunmyndanir. Ekki má gleyma einu fegursta fjallavatni landsins, Langasjó, sem má virða fyrir sér af toppi Sveins- tinds, en í góðu skyggni gefur hann útsýni yfir sunnanvert há- lendið og inn á Vatnajökul.“ Þægindi og mögnuð náttúra Snorri Guðjónsson verður leiðsögumaður í gönguskíðaferð sem farið verður í 12. til 15. mars norður á Ströndum, en þar eru oft góð snjóalög þó auð jörð sé sunn- an jökla. „Ég fór með hóp á þess- ar slóðir í samskonar ferð í hitti- fyrra og það gekk mjög vel. Sjarminn við þessa ferð er að fá að gista á hótelinu í Djúpavík í uppábúnum rúmum, fá kjötsúpu að kvöldi að lokinni skíðagöngu og njóta félagsskapar við hótalhald- arana Ása og Evu, þau eru frá- bær. Það fer vel á því að njóta þessara þæginda í bland við magnaða náttúruna.“ Snorri segir að á fyrsta degi sé ekið í Bjarnarfjörð og gist að Laugarhóli. „Daginn eftir göngum við á skíðunum upp Sunddal og yf- ir Trékyllisheiði og komum niður í Djúpavík. Þar gistum við í tvær nætur hjá Evu og Ása. Fyrri dag- urinn er frjáls, þá hefur stundum verið boðið upp á sýningarferð um síldarverksmiðjuna og farið stutt á gönguskíðin. Seinni daginn er svo skíðað í nágrenni Djúpavíkur og síðan haldið heim.“ Snorri segir að gengnir séu á skíðunum um 25 kílómetrar á hverjum degi, en það fari þó eftir færi. „Við erum yfirleitt um sjö til átta tíma á göngu. Ég fékk á sín- um tíma dellu fyrir skíðagöngu af því að þetta er svo góð og í raun þægileg alhliða hreyfing, maður verður jafnþreyttur alls staðar í líkamanum. Og ef veður er gott og umhverfið stórbrotið, þá er þetta frábær útivist um vetur.“ Hann segir að gönguskíði séu auðveld, allir sem hafi farið á svigskíði geti farið á gönguskíði. Fyrir aðra gæti verið gott að taka nokkra hringi á æfingasvæðum í byggð, ef þeir hyggja á göngu- skíðaferð upp til fjalla. Jeppadeildin trússar Snorri segir að gönguskíða- hópurinn í Útivist hafi oft verið í samstarfi við jeppadeildina. „Þeg- ar við höfum farið í gönguskíða- ferðir í Landmannalaugar þá hef- ur jeppadeildin séð um að trússa með dótið okkar þangað. Ef ein- hver gefst upp eða eitthvað kemur upp á, fær fólk að fara í jeppana.“ Snorri segir að þar sem kostnaður við að taka rútu hafi hækkað, sé meira gert af því hjá Útivist en áður að fara á einkabíl- um. „Þá reynum við að sameinast í bílana og fólk skiptir bensín- kostnaðinum niður. Þetta hefur reynst mjög vel og er miklu ódýr- ara þegar upp er staðið,“ segir Snorri og bætir við að vissulega setji veður stundum strik í reikn- inginn í gönguskíðaferðunum, til dæmis hafi þurft að hætta við ferð á Drangajökul í fyrra vegna veð- urs. Slökun í Eldgjá Gott er að leggjast niður og njóta slökunar úti við. Frábært að fá kjötsúpu að kvöldi að lokinni skíðagöngu og njóta fé- lagsskapar við hótal- haldarana Ása og Evu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiTakmarkað magn Dagskrá Útivistar fyrir afmælisárið 2015 er glæsileg og kennir þar ým- issa grasa. Þar eru í boði dagsferðir, helgarferðir, lengri ferðir, hjólaferðir, sérstakar kvennaferðir sem og skíða- ferðir. Einnig er boðið upp á jeppaferðir þar sem þátttakendur koma á eigin jeppum en leiðsögn er í ferðunum. Vert er að taka sérstaklega fram að boðið er upp á þrekþjálfun og nám- skeið í fjallamennsku (undir liðnum Fjallarefir), en það er hugsað fyrir byrjendur eða þá sem hafa tekið sér hlé í fjallamennsku og vilja byrja upp á nýtt. Mörgum finnst betra að fara af stað í útvist í slíkum lokuðum hóp- um, það auðveldar að taka fyrstu skrefin í átt til breytts og heilbrigðs lífsstíls. Nánar á heimasíðu Útivistar: www.utivist.is Afmælisár Útivistar 2015 Gaman Ferðast á gönguskíðum. Líka jeppa- ferðir og þrekþjálfun Fjör í jeppaferð Úr ferð í Þórsmörk, Steinholtsá reyndist heldur djúp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.