Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Flugvélar AirAsia-flugfélagsins er saknað en samband við hana rofn- aði í gær klukkan 06.24 að stað- artíma, um miðnætti að íslenskum tíma. Talið er að 162 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af 155 farþegar, sem var á leið frá alþjóða- flugvellinum í borginni Surabaya í Indónesíu til Singapúr. Indónesísk- ir fjölmiðlar hafa tjáð að meirihluti farþeganna hafi verið índónesískur en auk þess voru þrír farþegar frá Suður-Kóreu, einn frá Singapúr, einn frá Malasíu og einn frá Bret- landi. Sjö starfsmenn voru um borð, sex frá Indónesíu og einn frá Frakklandi, sautján börn voru um borð, þar af einn hvítvoðungur. Vél- in er af gerðinni Airbus 320-200 og með flugnúmerið QZ8501. Ætlaði að forðast óveður Ekkert neyðarkall barst frá vél- inni en áætluð flugferð var hálfnuð þegar samband við hana rofnaði eftir rúmlega tveggja klukkutíma flug frá Surabaya. Þá hafa fjöl- miðlar jafnframt eftir samgöngu- ráðherra Indónesíu að stjórnendur vélarinnar hafi óskað eftir óvenju- legri leið áður en sambandið rofn- aði. Óskað hafi verið eftir heimild frá flugumferðarstjórn í Jakarta til að hverfa frá upphaflegri flugáætl- un og klifra upp í 38 þúsund fet til þess að forðast óveður sem var á svæðinu. Til vélarinnar hefur ekki spurst síðan. Tvær flugvélar frá flugher Indónesíu tóku þátt í leitinni í gær, í kringum eyjarnar Bangka og Be- litung austur af Súmötru, auk björgunarþyrlu. Þrjú skip frá Mal- asíu tóku þátt í leitinni auk þriggja flugvéla. Þá hefur Singapúr boðið fram C-130 Hercules-flugvél auk þess sem Ástralar hafa boðið fram aðstoð sína. Hlé var gert á leit í gær eftir að myrkur skall á á svæð- inu en áætlað var að leitin hæfist á nýjan leik þegar birta tæki sem ætti að hafa verið í kringum mið- nætti að íslenskum tíma. Þriðja vélin í ár Talsmaður AirAsia lét hafa það eftir sér að flugvélin hefði síðast verið yfirfarin 16. nóvember síðast- liðinn og að hún hefði verið í góðu ásigkomulagi. Fjöldi fólks, þar á meðal ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð í vélinni, hafa nú safnast saman á alþjóðaflugvöllun- um í Singapúr og í Surabaya og að sögn viðstaddra minnir ástandið á það þegar að flug MH370 hvarf sporlaust í mars á þessu ári. AirAsia er lággjaldaflugfélag stofnað árið 2001 sem er með höf- uðaðsetur í Malasíu. Flugvélar fé- lagsins hafa hingað til aldrei hrapað en flugárið er búið að vera ansi erf- itt í Asíu. Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines hefur til að mynda misst tvær vélar, flug MH370 og flug MH17. Eins og áður sagði hvarf MH370 sporlaust, með 239 um borð, á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking í mars síðast- liðnum en talið er að brakið af vél- inni sé sunnarlega í Indlandshafi. MH17 var skotin niður yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum og fórust allir um borð, alls 298. Framkvæmdastjóri AirAsia er bresk-malasíski auðjöfurinn Tony Fernandes sem meðal annars er formaður breska knattspyrnu- félagsins Queens Park Rangers. Hann hefur gefið út yfirlýsingu á twitter-aðgangi sínum þar sem hann segir hug sinn vera hjá far- þegum og áhöfn vélarinnar. Hann segist jafnframt ekki vilja vera með getgátur en sökum þess hversu langur tími sé liðinn frá því að vélin hvarf, þá séu menn ansi svartsýnir. Flugvélar AirAsia saknað  Samband rofnaði við flug QZ8501 frá borginni Surabaya í Indónesíu til Singapúr snemma í gær  162 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Airbus 320-200  Ekkert brak hefur fundist AFP Örvænting Aðstandendur þeirra sem saknað er hafa safnast saman á alþjóðaflugvellinum í Singapúr og í Surabaya en afdrif vélarinnar eru ekki kunn. 162 um borð í vélinni » 155 farþegar voru um borð í vélinni, þar á meðal 17 börn, eitt þeirra hvítvoðungur. » Flestir farþeganna voru indónesískir en meðal þeirra var einn Breti. » 7 manns voru í áhöfninni, allt Indónesíubúar nema aðstoðarflugmaðurinn sem er franskur ríkisborgari. 16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Ný og glæsileg verslun Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Eldur kom upp í ítölsku farþegaferj- unni The Norman Atlantic undan ströndum Grikklands í gær. 478 manns voru um borð í ferjunni sem var á ferð frá Patras í Grikklandi til Ancona í Ítalíu. Staðfest hefur verið að einn hafi fundist látinn í sjónum skammt frá ferjunni auk þess sem nokkrir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum. Sökum slæms veðurs hef- ur slökkvistarf gengið fremur illa. Skip og þyrlur hafa meðal annars verið notaðar í björgunaraðgerðum en dágóður fjöldi farþeganna komst frá borði í björgunarbátum. Enn margir um borð Björgunarlið frá Grikklandi, Ítalíu og Albaníu tekur þátt í aðgerðunum en maðurinn sem lést er grískur og er verið að flytja lík hans til hafnar í ítölsku hafnarborginni Brindisi. Tal- ið er að eldurinn hafi komið upp á bíladekki ferjunnar, í um það bil 44 sjómílna fjarlægð frá grísku eyjunni Korfú, en þar er pláss fyrir um tvö hundruð bifreiðar. Í gærkvöldi bárust þær fregnir að tekist hefði að bjarga 190 af þeim 478 farþegum sem voru um borð en örvæntingarfullir farþegar hafa margir hverjir birt á netinu síma- myndskeið þar sem þeir grátbiðja meðal annars um að þeim verði bjargað af ferjunni. „Ég get ekki andað, við munum öll brenna eins og rottur – guð hjálpi okkur,“ sagði einn kokka ferjunnar þegar hann hringdi í eiginkonu sína. „Við erum uppi á efsta þilfarinu, við erum rennblaut og okkur er kalt. Við hóstum og hóstum vegna reyks- ins. Það eru konur, börn og gamal- menni hér,“ sagði einn farþeganna í viðtali við Mega TV. Annar lýsti því þannig að skór þeirra hefðu bráðnað vegna hitans frá eldinum þegar far- þegunum var safnað saman í mót- tökusalnum. Fylgjast má með nýj- ustu fregnum á mbl.is. „Munum öll brenna eins og rottur“  Eldur logar í ítalskri farþegaferju AFP Eldur Ferjan var á leið frá Grikk- landi til Ítalíu þegar kviknaði í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.